Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Qupperneq 36
48 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Helgin DV
Sakamal
Myrti þriggja barna föður^^Kjg^
Breska lögreglan yflrheyrir nú þritugan mann í tengslum við ^<ss3SSBp"',W''
dráp á þriggja barna föður. Barry Wilson, 29 ára, lést fyrir utan
heimili sitt í Briston eftir stungusár. Nágrannar hans segja þriggja ára
dóttur hans hafa verið vitni að árásinni. Lögreglan hefur handtekið þrítugan
mann í tengslum við morðið. Vitni heyrðu hinn grunaða monta sig af árásinni stuttu
eftir að hún átti sér stað. „Hann var allur í blóði og gekk ánægður með sig niður götuna,'
sagði kona sem hitti hinn grunaða.
Hjúkka
nauðgaöi
dauðvona
sjúklingi
Karlkyns hjúkrunarfræðingur
nauðgaði eldri sjúklingi eftir
að hafa sagt henni að hún
ætti aðeins nokkrar vikur eft-
ir ólifaðar. Hinn 55 ára Albert
Rampaul réðst á 74 ára gamla
konuna og neyddi hana til
kynmaka. Gamla konan, sem
þjáðist af ólæknandi heila-
æxli, sagði öðrum hjúkrunar-
fræðingi frá atburðinum. Hún
lést nokkrum dögum eftir
nauðgunina. Rampaul neitar
sökum en réttarhald stendur
yfir í málinu.
Smitaði
bólfélagana
vísvitandi
Bitur bresk Ijóska sem smit-
aðist af eyðni af svörtum
kærasta sínum hefur nú sof-
ið hjá fjöldanum öllum af
karlmönnum í von um að
hefna sín.
Sarah Jane
Porter, 43
einstæð
móðir, sit-
ur nú fyrir
dómi
vegna
gjörða
sinna.
Kviðdóm-
ur heyrði
mörg vitni segja að hún
hefði sofið hjá þeim án þess
að vilja nota verjur. „Hún
smitaðist af svörtum manni
og vildi því hefna sín með
því að sofa hjá sem flestum
svörtum mönnum. Allir þeir
sem hún hefur sofið hjá síð-
an hún smitaðist eru svart-
ir," sagði eitt fórnarlamba
hennar. Málið heldur áfram
fyrir rétti.
T
Michael og Cathryn Borden kunnu ekki að meta ástarsamband 14 ára dóttur
sinnar við hinn 18 ára David Ludwig. Hjónin höfðu séð mikla breytingu á
Köru síðan hún kynntist Ludwig og ætluðu sér að koma honum frá henni með
því að ræða við þau eins og fullorðið fólk. Ludwig hafði allt aðrar fyrirætl-
anir og myrti hjónin fyrir framan börn þeirra og rændi Köru. Hann hefur nú
verið dæmdur 1 tvöfalt lífstíðarfangelsi.
MYRTIFORELDRA KÆRUSTUNNAR
Það var margt sem Borden-hjón-
in gátu þakkað íyrir á þakkargjörðar-
hátíðinni. Elsti sonur þeirra, James,
hafði lofað að koma með kærustuna
sína heim yfir hátíðimar og Michael
og Cathryn höfðu endurheimt Justin
son sinn heilan á húfi frá vígstöðum
í írak. Hjónin trúðu á Guð og Mich-
ael kenndi á sunnudögum í kirkj-
unni á meðan Cathryn notaði kenn-
araréttindi sín til að kenna bömun-
um sínum heima við. Þau byggðu
heimili sitt á trú sinni og vom ánægð
með þá aðferð sem þau notuðu í
uppeldinu og stolt af báðum upp-
komnu sonum sínum og ánægð
með hvemig uppeldið gekk með
yngri bömin, David 11 ára, Katelyn
15 ára og Köm 14 ára.
Of mikill aldursmunur
Upp á síðkastið höfðu þau þó
haft nokkrar áhyggjur af Köm. Unga,
káta stelpan þeirra hafði breyst mik-
ið upp og eyddi mestum tíma sínum
lokuð inni í herbergi sínu, vaírandi
um á netinu. Þau vissu hins vegar
ekki að á nætumar klifraði David
Ludwig inn til hennar. Hjónin vom
þó viss um að breytingarnar væm
meðal annars vegna sambands
hennar við Ludwig. Samband þeirra
hræddi þau enda Kara aðeins 14 ára.
Ekki það að Ludwig kæmi úr slæmri
fjölskyldu. Alls ekki. Hann hafði
einnig fengið kristilegt uppeldi og
verið kennt heima og kynnst Köm á
samkomu bama sem vom í heima-
i
David Ludwig Hann haföi einnig fengiö
kristilegt uppeldi og veriö kennt heima og
kynntist Köru á samkomu barna sem voru
i heimanámi.
Kara Borden Unga, káta stelpan þeirra
haföi breyst mikið upp á slðkastið og eyddi
mestum tíma slnum lokuð inni I herbergi
sínu, vafrandi um á netinu.
námi. Áhyggjurnar stöfuðu af því að
Ludwig var 18 ára og því of gamall til
að vera kærasti Köm. Þau höfðu
reynt að slíta sambandinu á milli
krakkanna en ekkert virtist duga.
Eitt kvöldið ákváðu hjónin að þetta
gæti ekki gengið og ætluðu að ræða
við unga parið af alvöm.
Horfðu á pabba sinn skotinn
Þann 13. nóvember 2005 kom
Kara heim í fylgd Ludwigs eftir að
hafa sagst ætla að gista hjá vinkonu
sinni. Lítið er vitað hvað gerðist næst
en samkvæmt dagblöðum var Lud-
wig öllu viðbúinn þar sem hann
hafði byssur og hnífa á sér. Michael
bað Ludwig um að skilja bakpoka
sinn eftir fyrir utan á meðan þau
ræddu saman en vissi ekki að hann
hefði laumast til að setja byssuna
ofan í vasa sinn. Grunlaus sneri
Michael baki í drenginn og gekk inn
á undan honum. Sér til hryllings
horfðu bömin á þegar faðir þeirra
var skotinn aftan í höfuðið áður en
Ludwig réðst inn í húsið og skaut
Cathryn einnig til bana.
Saklaust fórnarlamb
Eftir morðin flúði Luwdig af
staðnum með Köm í eftirdragi. Lög-
reglan kom fljótt að heimifinu og
umkxingdi það. David litli hafði
strax hlaupið af stað til nágrannana
en gleymdi að segja að morðinginn
væri flúinn af staðnum. Þegar lög-
reglan gerði sér grein fyrir að Ludwig
væri horfinn var hann þegar kominn
með tveggja klukkustunda forskot.
Lögreglan taldi frá byijun að
Kara væri saklaust fómarlamb í mál-
inu. Hún hefði ekki vitað um fyrir-
ætlanir Ludwigs og að hann hefði í
rauninni rænt henni eftir morðin.
Daginn eftir fannst bíll hans og eftir
æsilegan eltingarleik ók Ludwig á
tré. Hvorki hann né Kara slösuðust
og Ludwig veitti enga mótspymu
þegar hann var handtekinn. Kara
var þó á barmi taugaáfalls.
Mismunandi sögur grassera
Ludwig var strax færður í fangelsi
en Kara send til ættingja. Fjölmiðlar
fjölluðu mikið um hvort Kara hefði
farið sjálfviljug með honum eftir
morðin eða hvort hún hefði verið í
ástandi til að taka sjálfstæðar
ákvarðanir eftir að hafa séð foreldra
sína tekna af lífi. Einn fjölmiöill, AP-
fréttastofan, sagðist hafa eftir systur
Köm að hún hefði hlaupið í áttina að
bflnum og öskrað á Ludwig að drífa
sig. „Við skulum fara eins langt og
við komumst, giftast og hefja nýtt
líf.“
Blogg og myndbönd finnast
Lögreglan varðist lengi allra
frétta og hefur ekki enn gefið margt
upp sem fjölmiölar hafa velt sér yfir.
Vitað er að lögreglan komst yfir
blogg ungmennanna og að mynd-
bandsspólur af þeim hafa fundist. Á
einu myndbandinu sést Ludwig
hrósa sér af bólförunum við Köm og
láta í ljós löngun sína til að sænga
hjá Köm og systur hennar á sama
tíma. Á öðmm myndbandsspólum
sést Ludwig ásamt vini sínum, þar
sem þeir em vopnaðir með grímur
fyrir andlitunum og ræða um inn-
brot á heimili og aðra glæpi en talið
er að hann hafi haft afar frjótt
ímyndunarafl.
Tvöfalt lífstíðarfangelsi og
ólöglegt samræði
David Ludwig var á dögunum
dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi.
r-
Morðingi Lögfræðingur hans hafði mælt
meðað hann semdi við saksóknarann til að
komast hjá dauðarefsingu. Hann játaði á sig
morðin og ólöglegt samræði við Köru.
Lögfræðingur hans hafði mælt með
að hann semdi við saksóknarann til
að komast hjá dauðarefsingu. Hann
játaði á sig morðin og ólöglegt sam-
ræði við Köm. Kara býr nú í öðm
fylki hjá ættingjum sínum. Hún var
ekki viðstödd þegar dómurinn yfir
fyrrverandi kærasta hennar var les-
inn upp. Dómarinn sagði glæpinn
sérstaklega ógeðfefldan og sagði
gjörðir Ludwigs „sjálfselskar og
óþarfar" og að þær hefðu endanlega
breytt lífúm margra. „Ég talaði við
systkini og börn þeirra látou og
komst að því að þau vildu ekki
dauðarefsingu. Þau vildu ekki draga
málið lengur en nauðsyn krafðist
vegna yngstu bamanna," sagði
dómarinn.
Michael og Cathryn Borden vom
jarðsett í bænum þar sem yfir 500
manns fylgdu þeim til grafar. Kara
mætti í jarðarförina umkringd systk-
inum sínum en fjölmiðlum var hald-
ið fjarri.
Breskur sápuóperuleikari hefur veriö kærður fyrir aö
nauöga 21. árs stúlku.
Leikari kærður fyrir nauðgun
Bresk stúlka hefur kært leikarann Chris
Quinten fyrir nauðgun. Stúlkan, sem er 21 árs,
segir hinn 48 ára leikara hafa ráðist á sig eftir að
hafa tekið kókaín með honum á skemmtistað.
Stúlkan segist hafa reynt að ýta Quinten af sér
en að það hafi ekki tekist. „Ég var mjög hrædd
og hjálparvana og vissi ekkert hvað ég átti að
gera. Hann hélt mér niðri, setti á sig smokk og
nauðgaði mér," sagði stúlkan og bætti við að
leikarinn hafi beðið hana um að segja engum
frá atburðinum.
Quinten, sem er best þekkur fyrir leik sinn í
breskum sápuóperum, neitar sekt og segir kyn-
mökin hafi verið með samþykki stúlkunnar. í
dag starfar Quinten aðallega sem skemmtana-
stjóri á næturklúbbi. Hann segir að stúlkan hafi
komið reglulega á skemmtistaðinn og að þau
hafi verið góðir vinir. Hann neitar einnig að
hafa haft eiturlyf um hönd. Málið heldur áfram
fyrir dómstólum.
iv'
mT-
Chris Quinten Leikarinn
hefur að mestu leyti snúið
baki við leiklistinni og ernú
skemmtanastjóri á nætur-
klúbbi.