Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 42
54 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006
Helgin DV
UM HELVÍTIS-
PREDIKANIR
PRESTA OGHJÁ
TRÚARFULLA
HEIMSKINGJA
BOLBÆNIR
Hún æddi á eftir mér og steytti hnefann: „Megi illt henda þig! Ég
legg á þig illt!“ Ung, reið sígaunakona sem við höfðum neitað að
gefa meiri peninga í borginni Massa á Ítalíu var gjörsamlega
tryllt. Mér stóð hreinlega ekki á sama. Kannski virka bölbænir?
Nú, níu árum síðar hafa bölbænir hennar ekki ræst, en er eitt-
hvað til sem heitir bölbæn og er það rétt að í Biblíunni segi að
við getum jafnt notað bænir okkar til göðs og ills?
„Nei, „bölbænir" í Gamla testa-
mentinu voru nánast alltaf
viðvaranir og ieiðbeiningar til fólks
um að lifa eftir Sáttmálanum," segir
Ágústa Guðmundsdóttir Harting,
sem rekur Families Against Cults
(Fjölskyldur gegn villutrú) í Indiana-
polis í Bandaríkjunum. „Þetta hafði
ekkert að gera með einstaklinga sem
lögðu persónulegar bölbænir á aðra.
•Aðrar svokallaðar bölbænir voru
eingöngu notaðar af heiðingjum í
trúlausum samfélögum, líkt og nú,
af hjátrúarfullum heimskingjum
sem telja sig hafa eitthvert vald æðra
Guði. Jesús kenndi okkur að biðja
fyrir þeim sem ofsækja okkur og
gera óvinum okkar gott. Það gerum
við með því að biðja fyrir þeim sem
senda okkur illar hugsanir."
Engin sannkristin manneskja
biður fyrir illu
Hvaö þá meö „auga fyrir auga,
tönn fyrir tönn “? Á ekki að hefna sín?
„Þessi setning er úr lögum gyð-
inga í Gamla testamentinu," svarar
Ágústa. „Jesús kenndi okkur hins
vegar að elska, fyrirgefa og biðja fyr-
ir óvinum okkar, jafnvel að bjóða
þeim hinn vangann. Munurinn á
boðskapnum liggur í augum uppi."
Nú er til fólk sem segist vera mjög
trúað og bænheitt og staðhæfir að
það geti jafnt notað bænir sínar til
góðs sem ills, Guð heyri allar bænir.
„Enginn sá sem er sannarlega
trúaður og gengur með Jesú myndi
nokkru sinni biðja fyrir öðru en
góðu til handa annarri manneskju,
hversu illt sem henni hefur verið
gert. Hinsvegar segir Drottinn
„hefndin er mín“ og ef einhver þarf
að gjalda fyrir misgjörðir á jörðunni
er það Guðs að dæma, ekki annarrar
manneskju. Það er aðeins Guð sem
þekkir hjörtu mannanna og að
stæður þeirra. Ef svo væri ekki •
væru „bölbænir" óvina okkar
og þeirra sem er illa við
okkur, löngu búnar að
drepa okkur! Ég þekki
persónulega nokkra í
gegnum starf mitt sem eru
enn hissa að þeirra bölbæn-
ir gegn okkur Daniel manni
mínum og samtökunum
Families Against Cults skuli
ekki hafa virkað!"
Bölbænir eru til
Sr. Hjörtur Magni Jó-
hannsson, Fríkirkjuprestur,
segir að til sé eitthvað sem
kaliast bölbænir.
„Yfirleitt er það tengt við
álög sem einhverjar illar vætt-
ir eru fengnar til að setja á fólk
af illum vilja, til dæmis í
hefndarskyni eða af afbrýðis
semi. En þar er leitað á náð
ir myrkraaflanna en ekki
Guðs kærleikans og ljóss-
ins. Hér er um and-
stæður að ræða,
gott og illt,
1 ós og
myrkur, von og vonleysi. Eins getur
einfaldlega verið um galdra að ræða
eða tii dæmis vúdú sem eru ævaforn
andatrúarbrögð upprunnin í Afríku
og hafa verið áhrifamikil á Haíti til
að mynda. En slíkar bænir eru ekki
beðnar til þess Guðs sem kristnir
menn fylgja því hann er kærleikur-
inn sjálfur og veldur þar af leiðandi
ekki böli."
En er ekki talað um böl í Biblí-
unni?
„Jú, i Biblíunni er vissulega talað
um um blessun og bölvun eins og til
dæmis í fimmtu Mósebók 11: 26-28
þar sem segir; „26. Sjá, ég legg fyrir
yður í dag blessun og bölvun:
27. blessunina, ef þér hlýðið skip-
unum Drottins Guðs yðar, sem ég
býð yður í dag,
28. en bölvunina, ef þér hlýðið
ekki skipunum Drottins Guðs yðar
og víkið af þeim vegi, sem ég býð
yður í dag, til þess að elta aðra Guði,
sem þér eigi hafið þekkt."
Bölvunin felst í því að víkja af
vegi Drottins og leita til annarra
Guða. Það er leiðsögn annarra Guða
sem leiðir til bölvunar."
Guð er ekki sjálfvirkur
sjálfsali
Hvað með þegar sannkristið fólk
fulfyrðir að það geti beitt bænum
sfnum jafnt til góðs sem ills?
„Það gengur ekki upp að sá sem
telur sig sannkristinn beiti bænum
sínum til ills. Það að einhver fullyrði
að hann geti beitt bænum sínum
jafnt til góðs sem ills vegna þess að
Guð heyri allar bænir er í raun út í
hött. Þar er gengið út frá rangri
guðsmynd. Sá Guð sem
kristið
þeim
Sera Hjórtur Magni: .Poð <■
fólk almennt játast er enginn sjálf-
virkur rafrænn sjálfsali sem gubbar
út bænasvörum að vild misvitra
manna. Guð hinnar hebresk-kristnu
arfleifðar er margfalt mikilfenglegri
en svo. Hann er himnasmiðurinn
sjálfur, vitrænn höfundur alls þess
sem er fagurt og heillandi. Það er
vilji Guðs að allir menn njóti bless-
unar. En bölvunin kemur fyrir mis-
gjörðir manna þegar menn brjóta
hans kærleikssáttmála og víkja af
þeim góða vegi sem hann skaparinn
hefur hannað fyrir sköpun sína."
En geta galdrar og álöghaft áhrif?
„Já, eflaust geta galdrar og álög
haft áhrif. Það er svo margt sem við
takmarkaðar mannverur skiljum
ekki í þeirri furðuveröld sem við
hrærumst í að það væri lágkúrulegur
hroki að ætla sér að útiloka óþekktar
andlegar víddir og áhrifasvæði. En
um leið er ég fullviss um að varnir
við slíku er aldrei og hvergi hægt að
kaupa fyrir peninga. Það er ekki
hægt að verjast andlegum árásum
með því að hlaupa út í búð og versla.
Það er hvorki hægt í smáverslun né í
stórmörkuðum sama hversu velvilj-
að og elskulegt verslunarfólkið er.
Varnir gegn andlegum árásum er
heldur ekki hægt að kaupa af prest-
um eða biskupum hefðbundinna
trúarstofnana sem á miðöldum
seldu syndaaflausn á góðu tilboðs-
verði, samanber: „Jafnskjótt og
gullið í hirsluna hrekkur, til himins
upp sálin úr eldinum stekkur". Hel-
vítispredikanir presta og biskupa
sem boðuðu eld og brennistein,
þjónuðu mkilvægum fjárhagslegum
og efnahagslegum hagsmunum
kirkjustofnunarinnar."
Fólk í fjötrum galdra
„Þegar ég þjónaði sem prestur á
Suðumesjum í meira en áratug þá
leitaði stundum til mín bandarískt
fólk ofan af Keflavíkurflugvelli sem
var frá Suðurfylkjum Bandaríkjanna.
Það hafði meðal annars verið undir
áhrifum vúdú og það vom hin erfið-
ustu mál og það fólk var sumt vem-
lega andlega fjötrað. Víst er að því
dugði alls ekki að fara út í búð og
eyða peningum!"
Hvað ber okkur að gera ef
við teljum að bölbænir hvúi
á okkur?
„Þá ber okkur að
leita Guðs kærleikans
og ljóssins. Hann er
hvorki að finna í vöru-
hillum verslana né
heldur í stöðnuðum
trúarstofnunum.
Guð er að finna hið
innra. Neisti hans er
innra með þér, hann
setti hann þar þegar
hann skapaði þig. Þú
þarft að leggja rækt við
hann og glæða. Guð er að
finna í heiðarleikanum, í
sátt við umhverfið og skap-
arann. Hann er að finna í
einlægum kærleikssam-
böndum þínum við þína
nánustu. Guð er að finna í fyrir-
gefningunni, hvatningunni, upp-
örvuninni sem þú veitir öðmm
og meðtekur síðan. Guð er
einnig að finna í bæninni.
í samtali við Guð og
fyrirbæn fyrir öllum
sem þú
þekkir og í
kringum
Þig
eru.
Verndandi steinar: Herdls Bjömsdóttir IGjafírjarðarmeð steino til verndarýmsum erfíðleik-
um. Steinadropar vernda druna. DV-mynd Pdll Bergmann
Hann er að finna í kristinni trúararf-
leifð, í heilagri ritningu og trúarsam-
félaginu. Ef þú temur þér heiðar-
leika og sáttfysi í samskiptum þín-
um þá em afar litiar líkur á að þú fáir
á þig nokkrar bölbænir. Og þær sem
kunna að berast hafa þá engin áhrif,
samanber. Rómverjabréf 8. kafli, 1
vers: „Nú er því engin fordæming
fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú.
Lögmál lífsins anda hefur í Kristi
Jesú frelsað þig frá lögmáli syndar-
innar og dauðans". Síðan er eitt gott
tvírætt heilræði að lokum: Þú skalt
endilega biðja fyrir óvinum þínum
því það fer ömgglega ekkert eins
mikið í taugarnar á þeim og einmitt
það!"
Bölbæn sem virkaði
Það þurfti ekki að spyrja marga
þeirrar spurningar hvort bölbæn
hafí verið lögð á þá. Fimm barna
móðir upplifði í vetur að sfyggja
konu, sem kvaddi hana með þeim
orðum að hún myndi leggja á hana.
Daginn eftir vaknaði móðirin með
innvortis verki, sem hún segir hafa
staðið ínokkrar vikur.
„Fyrst hélt ég að þetta væri af
völdum einhvers sem ég hefði borð-
að, en þegar ég uppgötvaði að ég var
sú eina sem veiktist, fóm að renna á
mig tvær grímur. Ég hef ekki trúað á
bölbænir hingað til, en geri það nú.
Hins vegar var mér bent á að biðja
fyrir þeirri sem lagt hafði á mig. Ég
talaði við Jesúm og Guð, hátt og í
hljóði og bað þá að taka af mér þetta
böl. Það leið ekki á löngu þar til ég
varð alheil. Þetta er aðferð sem ég
mun beita verði ég svo óheppin að
hitta aftur manneskju sem vill mér
illt. Bænin er sterkari en bölið."
Kristall og orkusteinar tii
verndar?
Gjafír jarðar er verslun sem
stendur við Ingólfsstræti 2. Þar er að
fínna muni til verndar ýmsu og
verslunareigandinn Herdís Bjöms-
dóttir er ekki frá því að sjálf trúihún
á bölbænir.
„Ja, við vitum að það er hægt að
senda kærleik og heilun. Því þá ekki
það gagnstæða?" spyr hún og segisl
telja sig hafa upplifað að lagt hafi
verið á sig.
„Ég fann að það var komið eitt-
hvað óþægilegt í ámna mína sem
mér leið ekki vel með og hafði ekki
verið þar áður. Það liðu nokkrir dag-
ar þar til mér tókst að iosna við það
úr árunni."
Koma margirí verslunina til þín í
leit að einhverju sér til verndar?
„Já, það er algengt. Nokkuð
margir segja mér að lagt hafi verið á
þá og fólk talar þá um veikindi, van-
líðan, svefnleysi og ásóknir. Fólk vill
fá vernd gegn orkusugum, óheppni,
fíkn og bölbænum."
Hvað verndar fólk best gegn böl-
bænum?
„Bænin um vernd er mjög mátt-
ug, en steinar og kristallar aðstoða
okkur einnig. Ég tel að það sé mikil-
vægt að biðja fyrir þeim sem líður
svona illa, því að sá eða sú sem er að
reyna að skaða aðra með svona
sendingum er í miklu ójafnvægi og
vanlíðan. Ekki senda neitt neikvætt
til baka, því þeir sem em að senda
erfiða orku eða bölbæn á aðra fá það
fyrr eða síðar til baka aftur."
Hvað myndir þú gera sjálfefein-
hver legði á þig bölbæn?
„Ég hjúpa mig verndarljósi að
morgni og bið um vernd, ég hef góð-
an stein um hálsinn eða í vasanum.
Ég fer líka reglulega í heilun og nota
einnig steina og blómadropa mér til
styrktar."
Trúir þúþvíað hið illa sé sterkara
enhiðgóða?
„Nei! Það góða er sterkara."
annakristine@dv.is