Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Page 45
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ2006 57 P DV Menning Elsta portrait verkið fundíð? Ellilífeyrisþeginn Gerard Jourdy gerði merka uppgötvun síðast- liðinn nóvember. Hann var við hellaskoðun í Vilhonneur-hellakerf- inu í Frakklandi þegar hann rak augun í krot á hellisveggnum sem * líktist mannsandliti. Myndin sýnir lóðrétt strik sem táknar nef, lóðrétt þar fyrir ofan sem augu og stutta svarta ræmu fyrir munn. Eftir hálfs árs rannsókn hefur menningarráðuneytí Frakklands komist að því að myndin sé 27,000 ára gömul og mögulega elsta andlitsmálverk heims- ins. Ástralskir hellamálverkasérfræðingar hafa hins vegar dregið fund- inn í efa þar sem teikningar eftir frumbyggja hafa fundist þar á bæ sem eru allt að 30,000 ára gömul og sýna mannverur að veiðum. Leyndardómur býflugnanna er fyrsta skáldsaga bandaríska rithöfundarins Sue Monk Kidd og kom hún út fyrir skömmu hjá bókaforlaginu Bjarti í íslenskri þýöingu Guð- rúnar Evu Mínervudóttur. :v. 'Mu'.-X . .-v ' ■Xj ' f. ■! •t r .. , í I <■- v I ' ‘ ' Sagan segir frá unglings- stúlkunni Lily Owens sem býr á bóndabæ í Suður-Karólínu með vægast sagt kaldlyndum föður sem hún kallar T. Ray, „af því að pabbi hæfði honum engan veginn" (6). Líf hennar er afar einmana- legt og öll hennar tilvist einkenn- ist af skorti á vinum, ást og móð- urumhyggju en móðir hennar lést af voðaskoti þegar Lily var fjögurra ára. Minningar Lilyar um atburð- inn eru óljósar en svo virðist sem hún hafi í ógáti hleypt skotinu af. Eina manneskjan sem veitir Lily einhverja athygli er fóstra henn- ar Rosaleen sem er svört á hörund og lifir við tak- mörkuð mannréttindi ffl enda gerist sagan sum- ffl arið 1964 þegar allt log- ar í rasisma. En þetta M santa sumar undirritaði H forseti Bandaríkjanna VB lög þess eðlis að svartir skyldu fá kosningarétt og þegar Rosaleen hyggst nýta sér þann eft- irsókn- arverða rétt verða á vegi hennar þrír kyn- þáttahat- arar sem koma því A leið- ar að henni er stungið í W steininn. Eft- ' ir illa meðferð þar tekur Lily til sinna ráða, kemur fóstru sinni til bjargar og saman leggja þær á flótta til staðar sem kallast Tiburon en það nafn fann Lily aft- fr SurMoNKKiDo feyndardömur kýflugnanna ■ . (K r/ « t-S'ý'. w i ■■■ •, ..ffe, ■.". an á mynd sem móðir hennar skildi eftir sig. Leitin leiðir stöllurn- ar á býflugnabúgarð í eigu þriggja, svartra systra sem heita May, June og Aug- ust en þær fallast á að skjóta skjólshúsi yfir þær í einhvern tíma. Sumarið líður við að Lily hjálpar til við býflugnabúin en Rosaleen við heimil- isstörfin og báðar una þær sér hið besta þó June sé reyndar fremur tíkarleg við Lily í byrjun. En þrátt fyrir góðan aðbúnað er Lily upp- full af kvíða enda hefur hún log- ið til um ferðalagið og er síhrædd um að upp um þær komist og að þær neyðist til að yfirgefa búgarð- inn. Einnig er hún þjökuð af eftir- sjá eftir móðurinni sem hún naut svo takmarkað og óljósri sekt sem hún kann ekki að skilgreina. Átakanlegt er að skyggnast inn í hugskot þessarar þjáðu stúlku sem þrátt fyrir ungan aldur ber allar heimsins áhyggjur á herðum sér og hefur fram að fjórtán ára aldri lif- að í helgreipum ofbeldisfulls föður. Því á hún dálítið bágt með að með- taka alla þá ást sem að henni bein- ist á búgarðinum ekki einungis frá Rosaleen og systrunum héldur líka frá herskara kvenna sem reglulega mætir á búgarðinn til að ákalla Maríu mey. Við sögu kemur einnig unglingspilturinn Zach sem hjálp- ar til á búgarðinum en á milli hans og Lilyar myndast sterk vin- átta og einlæg ást. Þeg- ar óumflýjanleg stund sannleikans rennur upp kemur ýmislegt óvænt í ljós sem að hluta til veldur Lily óbærilegum sársauka en gerir henni jafnframt kleift að halda áfram með líf sitt, laust við kvíða, ástleysi og kvöl. Leyndardómur býflugnanna boðar dásamlegan vísdóm um lífið: um mæður og dætur og allar þær fjölmörgu konur sem víla ekki fyr- ir sér að ganga hver annarri í móð- urstað. Drifkraftur sögunnar er móðurástin sem ekkert fær bugað svo og kraftur sterkra kvenna sem allt geta bara ef þær standa sam- an. Inn í söguna fléttast frásagnir af býflugnabúunum og leyndardómi þeirra sem ef grannt er skoðaður líkist glettilega samstöðu kvenna! Þetta er bók sem maður get- ur einfaldlega ekki lagt frá sér, ekki einu sinni á meðan hrært er í pottunum. Frásögnin er, þrátt fyr- ir undirliggjandi hatur og ofbeldi, þrungin brjálæðislegri fegurð og göldróttri glettni sem er engu öðru lík. Guðrún Eva Mínervudóttir sýn- í ir af sér snilldartakta og á heiður ! skilinn fýrir frábæra þýðingu. Leyndardómur býflugnanna Sue Monk ICidd Guðrún Eva Mínervudóttir íslenskaði Bjartur 2006 Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Baltasar Kormákur Leikari, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur Fæddur: 27. febrúar, 1966 Hæð: 186 cm Augnlitur: Brúnn Maki: Lilja Pálmadóttir Baltasar er sonur Kristjönu og Baltasars Samper sem hvort tveggja er myndlistarfólk. Faðir hans er spænskur en Kristjana ís- lensk. Þaðan hefur Baltasar yngri það framandi andlit og hár sem hann er þekktur fýrir. Eftír að Balt- asar útslaifaðist úr Leiklistarskóla íslands lék hann í fjölda leiksýn- inga og kvikmynda. Hann færði sig síðan í auknu mæli í leikstjóra- sætíð og hefur sett á fót fjölda afar eftírminnilegra sýninga. Eftír vel heppnaða uppfærslu af Hárinu stofnaði Baltasar Loftkastalann í samstarfi við nokkra félaga sína. Þeir ráku leikhúsið um árabil og þóttí það ferskur andvari í listalíf- inu í bænum. Ferill Baltasars Kormáks sem kvikmyndaleikstjóra hófst á myndinni 101 Reykjavík. Myndin er byggð á bók Hallgríms Helga- sonar og hlaut hún afar góða dóma. Henni hefur verið dreift hvað víðast af íslenskum myndum erlendis. Baltasar vann með Hall- grími að handritínu og var við- fangsefnið honum mjög kunnugt: Bóhemalíf í 101 Reykjavík. Næsta mynd hans var Hafið og eftír það A Little Trip to Heaven sem skart- aði erlendum kvikmyndastjörn- um í aðalhlutverkum. Gagnrýn- endur jafnt sem aðdáendur bíða spenntír eftír nýjustu mynd hans, Mýrinni. Þegar Gríman, íslensku leik- listarverðlaunin, voru afhent fýr- ir viku stóð Baltasar upp úr sem óumdeildur sigurvegari kvölds- ins. Hann var útnefndur sem leik- stjóri ársins og sýning hans og Péturs Gauta sú besta. Þrír leikar- ar úr sýningunni fengu verðlaun fýrir leik sinn í verkinu. Um þessar mundir vinnur Baltasar að eftírvinnslu Mýrar- innar og er myndin væntanleg í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.