Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Qupperneq 49
Helgin PV
FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006 61
„Ég keppti meira að segja í
keilu og fer afog til enn í dag
með stráknum mínum og
finnst það mjög gaman
MÆTIÞRISVAR í VIKU í RÆKTINA
„Ég gæti engan veginn hugsað mér lífið án hreyfingar," segir Svava Johan-
sen verslunarkona og bætir við að hreyfingin sé lífsnauðsynleg fyrir hennar
lífsmimstur. „Ég hef verið í líkamsrækt frá 16 ára aldri og hef verið í World
Class í Laugum frá því þar opnaði og reyndar fylgt Bjössa f World Class frá
því að hann opnaði í Fellsmúla. Ég mæti yfirleitt þrisvar í viku en alls ekki
oftar því þá dett ég frekar út í lengri tfma," segir hún og bætir brosandi við
að hún hafi eitt árið mætt fimm sinnum í viku sem hafi endað með árspásu.
Svava hefur verið hjá sama einkaþjálfaranum, henni Lóló, síðast iðin
fimm ár. „Ég vil ekki vera of vöðvuð heldur fer til að fríska mig og tek æfing-
ima oftar og tek léttari lóð og svo er alveg nauðsynlegt að teygja vel á eftir.
Við konur eigum ekki að vera of massaðar, það fer okkur ekki." Aðspurð seg-
ir hún flott líkamsræktarföt ekki aðalmálið þegar kemur að því að mæta í
ræktina. „Ég held að það skipti þó miklu máli að láta sér líða vel í æfingagall-
anum, að maður sé sáttur við sig í honum. Við erum jú þama til að láta okk-
ur líða vel andlega og líkamlega og viljum líta vel út, hvort sem er þama eða
úti á götu."
Svava hefur alltaf stundað einhverja hreyfingu. Hún var í badminton sem
unglingur og var liðleg í keilu í kringum tvítugt. „Ég keppti meira að segja í
keilu og fer af og til enn í dag með stráknum mínum og finnst það mjög gam-
an,“ segir hún og bætir við að henni líði alltaf vel efdr að hafa hreyft sig. „Ég
fór að fara í nudd einu sinni í viku fyrir nokkrum árum og finnst það alveg
ómissandi sem og að teygja vel á eftir æfingamar," segir Svava að lokum.
Svava Johansen „Ég held að það skipti þó
miklu máli aðláta sér liða vel iæfingagall-
anum, að maður sé sáttur við sig i honum.
Við erum jú þarna til að láta okkur líða vel
andlega og líkamlega og viljum lita vel út,
hvort sem er þarna eöa úti á götu. “
DV-Mynd Stefán
Elfn Reynisdóttlr og Am-
hlldur María Reynisdóttlr
Systurnar eru duglegar í
Boot Camp. Elín smitaðist
eftir að hafa séð glæsilegan
árangur systur sinnar.
DV-Mynd Teitur
ALDREIIBETRA FORMI
„Ég er búinn að vera í Boot Camp í rétt rúman mánuð og finnst þetta al-
gjör snilld," segir dagskrárgerðarmaðurinn Sverrir Bergmann Magnússson.
„Að mínu mati er þetta málið fyrir venjulegt fólk sem nennir ekki að fara í
ræktina. Sérstaklega ef þú æfir einn því þá er gott að hafa þjálfarana til að
píska þig áfram þótt þeir geti verið ansi ljúfir þessir drengir inn á milli," seg-
ir Sverrir og bætir við að hann hafi verið með svo mikla strengi til að byija
með að hann hafi varla getað gengið. „Ég hef alltaf verið í einhveijum íþrótt-
um en þetta er skemmtilegasta hreyfingin sem ég hef prófað, kannsld fyrir
utan körfuboltann. Manni líður svo vel á eftir, er dauðþreyttur og ánægður
með sig.“
Sverrir segir engar afsakanir duga, nú ættu allir að drífa sig af stað. „Ég hef
aldrei verið í betra formi og mæli með þessu fyrir alla. Það er um að gera að
drífa sig af stað áður en fólk morknar í sófanum. Þetta er aðeins klukkutími
þrisvar í viku og það er bara gott um þetta að segja," segir hann og bætir við
að hann taki mataræðið með enda sé ekkert annað hægt. „Ef þú ætlar að ná
árangri verðurðu að taka mataræðið í gegn líka. Þú getur hlaupið í klukku-
tíma en það gerist ekkert ef þú dúndrar í þig einhverri óhollustu á eftir."
„Ég byijaði í Boot Camp eftir að hafa séð árangurinn hjá systur minni," segir
Elín Reynisdóttir förðunarfræðingur sem hefur stundað herþjálfunina núna af
kappi í tvo mánuði hjá Hnefaleikafélagi Reykjavíkur. Elín kolféll fyrir þessari erf-
iðu hreyfingu. „Þetta er frábært og ég mæÚ með að allir prófi. Ég er orðin alveg
sjúk og búin að kaupa mér árskort," segir hún en viðurkennir að æfingamar séu
svo erfiðar að það hálfa væri nóg. „Við erum til dæmis látin hlaupa þijá k£l<5-
metra, gera 300 æfingar og hlaupa aftur 3 kílómetra. En maður getur þetta, það
er það besta," segir hún brosandi og bætir við að hún hafi komið sjálfri sér mik-
ið á óvart. „Ég myndi aldrei reyna svona mikið á mig í ræktinni enda er ég að sjá
árangurinn. Við fáum aldrei frí, það er sama hvaða dagur er eða hvemig veður er
og maður kemst í svona GI Jane fíling," segir Elín hlæjandi.
Aðspurð segist hún ekki lengur fá strengi en að þeir hafi verið miklir til að
byija með. „Ég var ábyggilega með strengi stanslaust í mánuð en þeir em að
hverfa núna. f fyrstu fékk ég nýja og nýja strengi eftir hvem tíma en maður mæt-
ir samt og þá fara þeir fljótt." Elín segir alls konar fólk í alls konar foimi mæta í
Bootcamp. „Það er náttúrulega betra að vera í smá formi en þetta er svo snöggt
að koma og það em allir svo ánægðir enda er Boot Camp langskemmtilegasta
líkamsræktm sem ég hef komist í. Það getur verið erfitt að vakna á morgnana en
það er bara fyrstu tíu mínútumar. Eftir nokkra daga ertu farin að finna fyrir svo
miklum mun og byijuð að styrkjast, þetta er alveg ótrúlegt."
V__________________________________________________J
J
indiana@dv.is