Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2006, Síða 58
70 FÖSTUDAGUR 23. JÚNl2006
Fréttir DV
Bónus flytur inn þorsk frá Svíþjóð
Þetta hlýtur að vera svipað og
að selja sand í Sahara eða grjót á
Grænlandi. Bónus býður nú við-
skiptavinum sínum upp á þorsk
P'gH sem verslunarkeðjan flytur
UaáU inn frá Svíþjóð. Guðmund-
ur Marteinsson framkvæmdastjóri
Bónuss segir í samtali við Frétta-
blaðið að þeir fái þorskinn á mun
hagstæðara verði í Svíþjóð en niðri
á höfn hér í Reykjavík. Þessi sænski
þorskur selst víst eins og heitar
lummur og ætlar Bónus að halda
áfram að flytja hann inn.
Það er eitthvað stórt ha? í þessu
öllu því Svíar eru þekktir fyrir allt
annað en að veiða þorsk. Raunar
veiða þeir aðeins „örfá tonn" á ári
úr Eystrasaltinu og dugir sá afli eng-
an veginn fyrir innanlandsmark-
að. Svíar flytja sum sé inn megnið
af þeim þorski sem étinn er þar-
lendis. Og einhvers dtaðar hljóta
þeir að fá þennan þorsk á tombólu-
verði ef það borgar sig fyrir Bónus
að flytja hann svo hingað til lands
en fá hann samt ódýrari en nið-
ur á næstu bryggju. Og það er ekki
bara þorskurinn sem er ódýrari í
innflutningi frá Svíþjóð en keypt-
ur úr næstu trillu. Laxasneiðar og
fiskifingur eru einnig til sölu í Bón-
us þótt flutningskostnaður yfir Atl-
antshafið sé tekinn með í dæmið.
Sænskur þorskur Starfsmaður Bónuss með
sænskan þorsk sem Bónus selur á hagstæðu
verði þessa dagana.
V •
Furðufréttin
Ekki-fréttir
nýjasta nýtt
„Spears íhugar ekki að fæða
barn sitt í Namibíu" var fyrirsögn
fréttar í Morgunblaðinu í vikunni.
Þessi frumlega fyrirsögn stendur
fýllilega undir því ein og sér að
fréttin öll geti talist furðufrétt vik-
unnar. Og ekki bara það heldur
opnar fyrirsögnin dyr fyrir hyskna
blaðamenn sem nenna ekki að
afla frétta: „Geir íhugar ekki af-
sögn" - „Guðni ætlar ekki í Sjálf-
stæðisflokkinn" - „Sveppi íhugar
ekki kynskiptiaðgerð". Möguleik-
arnir eru ótæmandi. Eina sem
þarf er örlítið hugmyndaflug og
svo er bara að skrifa það sem
andinn blæs mönnum í brjóst.
Þessi fyrirsögn leit dagsins ljós
í þeim efnisþætti sem ber yfir-
skriftina FóÚc og ætlar að reynast
gamla, góða vammlausa Mogga
hið mesta vandræðaspil. Þannig
hefur verið bent á að á meðan
fréttir af persónulegum högum
Islendinga eru langt fyrir neð-
an virðingu þeirrar ritstjórnar-
stefnu sem Mogginn fýlgir þá er
ekkert mannlegt óviðkomandi
þeim sem skrifa í Fólk. Þá er í
góðu lagi að vera með nefið ofan
í hvers manns koppi og eru skiln-
aðir fræga fólksins, áhugamál,
barneignir og kynlíf þar ofarlega
á blaði. En að því tilskildu að við-
komandi frægðarfólk sé údenskt.
Enda byggja fr éttirnar í Fólki á er-
lendum tabloid-blöðum og gott
að geta borið þau fýrir sig og jafn-
vel fordæmt um leið og þau eru
skálkaskjól til að segja sömu frétt-
irnar. En tvíbent.
Má þetta heita tvískinnung-
ur en erfitt að sjá hvernig snúa
má sig með góðu móti úr þessari
stöðu. Því vitað er að þessi efnis-
þáttur er með því vinsælla sem
Mogginn býður upp á. Þannig að
tvískinnunginn er ekki hægt að
skrifa með öllu á Moggann sem
þarna er að bjóða upp á það sem
fólkið vill, heldur á lesendur. Eða
hvað?
Sprengdur í loft upp En
starfið er spennandi
Valdimar Jóhannsson áhættii-
leikari eða „stuntman" eins og það
kallast á fagmálinu hefur dvalið hér-
lendis að undanförnu og unnið við
áhættuatriðin í myndinni Köld slóð.
Hann hefur unnið sem áhættuleikari
í ýmsum þekktum og minna þekkt-
um kvikmyndum erlendis og hitt
ýmsar stjörnur á ferli sínum undan-
farin áratug eða svo. Hann segist oft
hafa verið sprengdur í loft upp en að
starf sitt sé óneitanlega spennandi.
Valdimar er fæddur í Lúxemborg
en faðir hans var flugmaður hjá
Cargolux. Hann flutti heim til
Reykjavíkur 9 ára gamall.
Þegar hann var um tví-
tugt ákvað hann að fara
í skóla fyrir áhættu-
leikara í Flórída. „Ég
hafði eiginlega ekkert
að gera á þessum tíma
og sá þennan skóla á
netinu," segir Valdimar
sem skömmu síðar var
sestur á skólabekk í
Kahanas-Stunt School.
„Eftir að hafa stundað
skólann og lokið námi þar
hóf ég að vinna við áhættu-
atriði í kvikmyndum. Ég fór
svo aftur í skólann til að
mennta mig betur í ýms-
um sérhæfðum at-
riðum auk þess
sem
nám
kennsluréttindum í þessu fagi."
Valdimar vinnur mest í New York
og síðasta verkefni hans þar var í
myndinni Little Children með Kate
Winslet í aðalhlutverki. Aðspurður
um hvort hann hafi hitt hana á töku-
stað, segir Valdimar svo ekki vera.
„Daginn sem við áttum kost á að sjá
hana á tökustaðnum rigndi svo mik-
ið að hún hélt sig inni í húsbíl sínum
allan daginn."
Af þekktum persónum sem Valdi-
mar hefur rætt við á tökustöðum
nefnir hann Martin Scor-
sese, Oliver Stone, Jam-
es Woods og Camer-
on Diaz. Hann átti
aðeins orðastað við
leikstjórana tvo um
vinnuna en minnist
þess að hann ræddi
við James Woods
um daginn og veg-
inn. „Woods er ein-
hver kurteisasti
maður sem ég hef
kynnst, mjög lát-
laus og blátt áfram,"
segir Valdimar.
Af þeim erlendu
myndum sem
Valdimar hef-
ur unnið
við hérlendis er James Bond-mynd-
in Die Another Day þekktust. Og
þeir sem vilja sjá Valdimar „in act-
ion" í þeirri mynd er bent á vélsleða-
atriðið á jöklinum. Valdimar er einn
af vondu gæjunum sem koma á eft-
ir Bond á vélsleða þegar hetjan svíf-
ur í fallhlíf niður á jökulinn. Bond
strengir fallhlífasnúrur sínar á milli
tveggja ísjaka og fellir Valdimar
þannig af vélsleðanum. „Ég er á um
50 kílómetra hraða þegar ég skell
á snúrunum og þeytist aftur á bak,"
segir Valdimar. „Þetta atriði hefur
vakið nokkra athygli og ég hef séð
umfjöllun um það á netinu."
Á næstunni heldur Valdimar í
frí til Bahamaeyja og bíður svo
eftir næsta verkefni. Sjá einn-
ig gömlu myndina hér á síð-
James Woods Etnhver
kurteisasti maðursem
Valdimar hefurhitt.
Die Another Day Svipmynd úr
Bond-myndinni sem Valdimar
vann við hér á landi. Atriði hans
hefur vakið athygli og verið til
umræðu á netinu.
Britney Spears Lesendur
Moggans vita nákvæmiega
allt um ekkert þegar Spears
er annars vegar.
Selja þeir
Svíagrýlur?
Alelda fyrir utan Perluna
Gamla myndin að þessu sinni er
tekin fyrir utan Perluna árið 1998 og
sýnir áhættuleikarana Valdimar Jó-
hannsson og Brynjólf Einarsson al-
elda í atriði sem þeir settu á svið.
„Hugmyndin að þessu hjá
okkur kviknaði út ffá Pink
Floyd plötunni Wish You
Were Here," segir Valdi-
mar. „Mig langaði til að
prófa þetta og við feng-
um okkur jakkaföt og
létum slag standa."
Valdimar segir að þótt
slökkviliðið hafi ekki verið til
staðar hafi þeir gætt fyllsta ör-
yggis við áhættuatriði þetta og að fé-
lagar þeirra hafi verið reiðubúnir með
handslökkvitæki ef eitthvað hefði far-
ið úrskeiðis.
Valdimar hefur unnið sem áhættu-
leikari undanfarin áratug og ferðast
víða um heiminn sökum starfa sinna.
Af eftirminnilegum kvikmyndum
sem hann hefur unnið við má nefna
Gangs of New York og James Bond
myndina Die Another Day. „Það er
mjög upp og ofan hve mikið mað-
ur hefur að gera sem áhættu-
leikari enda er þetta ekki
venjuleg átta til fimm
vinna," segir Valdimar.
„Undanfarið hef ég þó
haft nóg að gera og það
er einnig nóg að gera
framundan," segir hann.
„En það koma oft lengri og
styttri tímabil þar sem ekk-
ert er að gera."
Valdimar hefur verið hér heima
undanfarnar vikur og hefur með-
al annars unnið við gerð myndar-
innar Köld slóð og leikið í bflaaug-
lýsingum. Hann reiknar ekki með
að framkvæma Perluatriðið aftur.
„Bensínverðið er orðið of hátt fyrir
Eldsvoði Valdtmar
Jóhannsson áhættuleikari
ásamt félaga sinum alelda
fyrir utan Perluna. Á innfelldu
myndinni er Valdimar i dag.