Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR21.JÚU2006 Fréttir DV Spila bingó fyrir Borg Grímsnesingar halda bingó á laugardagskvöld til að safna peningum vegna endurbóta á Gömlu-Borg. Að því er segir á upplýs- ingavef uppsveita Arnes- sýslu er Gamla-Borg gam- alt þinghús Grímsnesinga, byggt 1929. Síðan var þar barnaskóli. Húsið var þá kallað Minni-Borg og var helsti skemmtistaður sveit- arinnar. Nýtt félagsheimili var byggt og Gamla-Borg varð að bílaverkstæði í 30 ár. Húsið komst í niður- níðslu og var ráðgert að rífa það fyrir tíu árum. Verkfaki byggði gallaðan skóla Salvör Jóhannesdóttir hjá leikskólanum í Vogum á Vatnsleysuströnd segir að frá því að byggður var nýr áfangi við skólann hafi hann lekið og að illa gangi að fá úr því bætt. Þetta kom fram á fundi fræðslunefnd- ar Voga. „Fram kom að strax á fyrsta ári hafi verið gerðar athugasemdir við frágang við byggingaraðila og úttekt verið gerð á hús- inu. Lýsir nefndin undrun sinni á að byggingaraðili hafi enn ekki bætt úr ágöll- um á húsinu," segir í fund- argerð fræðslunefndar sem hvetur bæjarstjórn að taka sem fyrst á málinu. Lagarfljóts- ormi verði bjargað Bæjarráð Fljótsdals- héraðs vill að Þróunarfé- lag Austurlands kanni alla möguleika á því að halda fljótabátnum Lagarfljóts- orminum áfram í relötri á Lagarfljótinu. Afar illa hef- ur gengið að reka bátinn frá því hann var keyptur til landsins fyrir nokkrum árum. Eigendur Lagarfljóts- ormsins hafa auglýst bátinn til sölu. Riffilskot við Lögberg Skotfélag Kópavogs hef- ur óskað eftir því við bæjar- yfirvöld Kópavogs að fá úti- svæði fyrir riffilskotfimi á svæðinu íýrir ofan Lögberg við Suðurlandsveg. Bæjar- ráðið hefur falið bæjarverk- fræðingi að ræða við Skot- félag Kópavogs og kanna möguleika á því að fara með málið í umhverfismat. Alheimsfegurðardrottningin Linda Pétursdóttir hrökklaðist með barn sitt úr leiguhús- næði á Arnarnesinu. Linda segir hjónin sem leigðu henni kjallaraíbúð í húsi sínu hafa bolað henni burt með brjálæðisgangi og graðhestatónlist. Hjónin segja Lindu fara með rangt mál og að þau séu dauðfegin að vera laus við hana. mm-. Linda Pétursdóttir„/Conan sagði að efég sætti mig ekki við þettaþá gæti ég komið mér útf'skrifar Linda I Mannlifum samskiptisín við leigusala á Arnarnesi. Deilu Lindu Pétursdóttur við leigusala lauk með því að lögfræð- ingar sömdu um að Linda flytti út. „Ég vil bara Lindu Pé út úr mínu lífi. Ég get ekki rætt um hana meir. Ég er búin að fá mig fullsadda af þessari konu," segir Jóhanna íris Sigurðar- dóttír um fyrrverandi leigjanda sinn, alheimsfegurðardrottninguna Lindu Pétursdóttur. 1 sínum fyrsta pistli fýrir tímarit- ið Mannlíf lýsir Linda Pétursdóttir hremmingum sem hún segist hafa lent í hjá fyrrverandi leigusala. Jóhanna (ris Sigurðardóttir Leigusalinn segir að sennilega hafiLinda bara viljað sleppa við að borga leigu. Leiguíbúð í fokheldu húsi Pistlar Lindu bera yfirskriftína Linda og lífið. í þessum fýrsta pistli segir fegurðardrottningin frá því að hún hafi þurft að fara á húsaleigu- markaðinn í fýrsta skiptí á ævinni. Hún hafi þurft að leigja vegna hækk- andi verðbólgu og hækkandi gengis dollars. Linda greinir frá því að hún hafi loks fundið hentugt húsnæði á Arn- arnesinu. En það var neðri hæð í einbýlishúsi. Linda segist hafa lent í „geggjuðum grönnum" svo við not- um hennar orðalag. „Um það bil mánuði eftir að ég flutti inn í íbúðina - neðri hæð í tví- býli, (húseigendur búa uppi) ákváðu þeir að breyta efri hæðinni. Við framkvæmdirnar varð íbúðin allt að því fokheld og eigendurnir fluttu út á meðan," skrifar Linda og segist skilja eigendurna að flytja út enda fylgi því hávaði og hnjask að fara út í svona framkvæmdir. Eins og að búa á verkstæði Linda segir að það sé ekki ein- angrað á milli hæða og hún hafi orð- ið vör við framkvæmdirnar. Linda segir að þetta hafi ekki verið ósvip- að og að búa á verkstæði. Linda seg- ist svo hafa fengið nóg einn morgun- inn en þá um nóttina hafði hún þurft að fara með dóttur sína ísabellu á „Það ersvo vond ára í kringumþig að ég vil ekki hafa þig í húsinu mínu" bráðamóttökuna vegna veikinda. Barsmíðar og læti hafi vakið þær og hún hafi hringt í leigusalann til að biðja um að hávaðinn yrði stöðvað- ur. Linda segist hafa fengið óblíðar móttökur frá leigusalanum. „Konan sagði að ef ég sætti mig ekki við þetta þá gæti ég komið mér út," segir Linda frá og vitnar svo í leigusalann, sem hún nefnir ekki en er Jóhanna íris Sigurðardóttir: „Það er svo vond ára í kringum þig að ég vil ekki hafa þig í húsinu mínu," á Jóhanna að hafa sagt. Gargaði minna en konan Linda segir áru sína þó ekki hafa verið verri en svo að leigusalinn hafi tekið við frá henni um 700 þúsund krónum í leigu. Hún segist svo hafa hringt í Pétur Sigurðsson, mann Jó- hönnu: „Hann gargaði þó ekki jafn hátt og hún. Sagði mér að koma mér bara út úr húsinu." Vildi Linda fá fría leigu? Jóhanna og Pétur segja Lindu hafa verið greint frá væntanlegum framkvæmdum. Linda hafi þá sagst mundu skreppa í sveitina á meðan. „Ég hef ekki hugmynd hvað vakti fýrir manneskjunni. Sennilega hefur hún viljað leiguna fría. Vildi fá að búa þarna frítt," segir Jóhanna og segist vera fegin að vera laus við Lindu. Graðhestatónlist beitt sem vopni Linda segir að þótt hún hafi haft leigusamning upp á eitt ár og átt hálft ár eftír hafi leigusalarnir reynt að hrekja sig út með illu. Pétur og Jóhanna hafi til dæmis sett hátalara upp við hurðina að íbúð hennar og stillt allt í botn með „graðhestatón- list" eins og hún kallar það: „Fínar græjur en afleitur tónlistarsmekkur," útskýrir Linda. Hefur ekkert til síns máls Eftir þrjár klukkustundir af tón- listarflutningi við dyr Lindu segist hún hafa hringt á lögregluna því þær mæðgur hafi ekki geta sofið. Lög- reglan hafi mætt og gert skýrslu. Linda segist vera flutt því fólk- ið hafi hrakið sig burt með brjálæð- isgangi sem það hafi fengið borgað 120 þúsund krónur fýrir á mánuði. Hjónin Jóhanna og Pétur segja á hinn bóginn fyrir sitt leyti að mál- ið hafi farið í gegn um lögfræðinga og að því sé lokið í þeirra huga. Þau bæta við að ef Linda hefði eitthvað til síns máls þá byggi hún enn í íbúð- inni. Ekki náðist í Lindu Pétursdóttur. Áðan flugu tvær, þrjár álftir aust- uryfir. Himbriminn baulaði einmana- lega á Þingvallavatni þegar Svart- höfði læddist þar um á bakkanum nýliðna sumarnótt. Silungur bylti sér letílega í yfirborðinu og gleypti ósynda flugu sem fyrr um daginn var aðeins grunlaus lirfa. Þetta var allt geysilega smart að sjá. Ekki spilltí fyrir að hæga breyti- lega áttin gældi hlý og viðmótsþýð við Svarthöfða þar sem hann lá þá stundina afvelta og lygndi aftur aug- um innan um sætukoppana í lyng- inu. Fyrir utan himbrimann rauf ekkert kyrrðina nema einstaka ang- urvær ropi frá Svarthöfða. Þetta var auðvitað of gott til að vera satt. Það var ekki um að villast. Það skrölti. Og báturinn kom fýrir nesið. Um borð voru tveir menn, hvor með sína veiðistöngina slútandi CT Svarthoföi aftur úr bámum. „Er maðkurinn nokkuð af?" æptí annar þeirra gegn- umvélardyninn. Aldan skolaðist á land við fætur Svarthöfða sem nú var risinn upp við dogg og tók vænan slurk af koníaks- pelanum þar sem hann horfði á eft- ir maðkadorgurunum stímandi inn með vatninu. En fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Þá einmitt gerðist það. Skvamp í vatninu og stöngin bognaði og setti letingjann nærri um koll þar sem hann var skorðaður í grjótínu. Þriggja punda fiskur var dreginn að landi. Það stóð á endum að þegar Svart- höfði var búinn að losa fluguna frá drapst á utanborðsmótor útí á miðju vatni. Fuglar og fiskar og furðufuglar Andskotinn, æpti maðkamaður númer eitt. Já, djöfullinn, tók núm- er tvö undir. Ekki nóg með að það sé enginn fiskur heldur þurfum við nú líka að róa í land! Himbriminn settist aftur og sendi frá sér ámátlegt gól svo undir tók alla leið upp í Hrafnabjörg. Þeir fiska sem róa. Svarthöfði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.