Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR21. JÚLÍ2006 Helgin PV ÖssurSki SteinunnValdís Óskarsdóttir Steinunn Valdís myndi fá mágkonur sinarog eiginmann tilaðsjáum veitingarnar. Þórhildur Þorleifs„Það eraldrei lognmolla I kringum hana en Þórhildur er einhver alskemmtilegasta kona sem ég þekki þegar hún erístuði." " péturJóhann „Hann ~-l erekkert aðrembast viðaðverafyndinn. I Hann einfaldlega léttir 1 lund allra nálægt sér." „Össur getur verið fjandanum skemmtilegri þegar sd gállinn er á honum." „Ég myndi byrja á að tala við mágkonurnar mínar tvær, þær Huldu og Ragnheiði, og biðja þær um að skipuleggja veitingarnar," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, þegar hún er beðin um uppskriftina að hennar draumagrillpartíi. „Ásamt Óla mínum veit ég að töfraðar yrðu fram kræsingar eins og grillað sjávarfang eins og humar og öðuskel. Með þessu myndi ég svo bera fram ískalt Chabils. Varðandi tónlistina myndi ég endurvekja hljómsveitina lúpíter, hina miklu gleðisveit sem ég hef verið á ótal gleðiskemmtunum hjá í gegnum tíðina," segir Steinunn Valdís. Aðspurð um gesti í draumagrillveisluna nefnir Steinunn Valdís Össur Skarphéðinsson fyrstan. „Össur getur verið fjand- anum skemmtilegri þegar sá gállinn er á honum. Pétur Jóhann Sigfússon væri líka velkominn. Hann er ekkert að rembast við að vera fyndinn. Hann einfaldlega léttir lund allra nálægt sér. í þriðja lagi myndi ég bjóða Þórhildi Þorleifs. Það er aldrei lognmolla í kringum hana en Þórhildur er einhver alskemmtilegasta kona sem ég þekki þegar hún er í stuði." Á sumrin keppast margir við að halda sem skemmtilegasta griUveislu. DV foryitnaðist um uppskriftina að draumagrfflveislunm. Hvað væriá grillinu? Hvaðadrykkirværu abo s o rori- Hvernig tónlist væri spiluö? Hvaða gestir myndu gera veisluna aö alvöru grillpartii? Wjjk II jW Kalli Lú „Hann erbrilllant gítarspilari, matreiðslu- meistari og rosalegur húmoristi sem kemur mér alltaflgottskap." y| H,|y| Pétur Jóhann Sigfússon „Pétur Jóhann Sigfússon er líka i "snillingur sem kemuröllum l fíling og þvl nauðsynlegur I draumagrillpartíið. Hanner , með þetta skemmtunarblóð i ser og dreguralla á kafi stemninguna með sérj'segir Elísabet. Ásdís Rán „Slðast en ekki slst myndi ég bjóða Ásdlsi Rán Gunnarsdóttur þvl þaðernauðsynlegtað I hafa gullfallegar stelpur 1 fyrir strákana og svo er 1 líka barasvogamanaö* skemmta sér með henni." „Ég hef farið í nokkur grillpartí í sumar en ekki haldið nein sjálf enda á ég ekkert grill," segir Elísabet Thorlacius fyrirsæta sem stefnir að því að redda sér einu fýrir næsta sumar svo hún geti haldið almennilegt grillpartí. „í mínu draumagrillpartíi myndi ég bjóða upp á grillaðan kjúkling á teini með papriku, sveppum, salati og grilluðum kartöflum auk sósu fyrir þá sem myndu vilja. Drykkirnir væru hvítvín og svo náttúrulega bjór því það er engin grillveisla án bjórs. Tónlistin væri svo auðvitað bara gítarspil til að fá smá útilegustemningu." Aðspurð hvaða þremur manneskjum hún myndi vilja bjóða nefnir Elísabet Kafla Lú fyrstan. „Hann er brúlíant gítarspilari, matreiðslumeistari og rosalegur húmoristí sem kemur mér alltaf í gott skap. Pétur Jóhann Sigfússon er líka snillingur sem kemur öllum í fíling og því nauðsynlegur í draumagrillpartíið. Hann er með þetta skemmtunarblóð í sér og dregur alla á kaf í stemninguna með sér. Síðast en ekki síst myndi ég bjóða Ásdísi Rán Gunnarsdóttur því það er nauðsynlegt að hafa gullfallegar stelpur fyrir strákana og svo er líka bara svo gaman að skemmta sér með henni. Svo er nauðsyniegt að muna eftir góða skapinu og matarlystinni," segir Elísabet hress að vanda að lokum. Magnús Eiríksson Magnús er á draumagestalista ÁgústuJohnson. KK „Svo værillka gamanaðfáKKog Magnús Eiríks. Þeir feruléttmeðað skapa skemmtilega i útilegu stemningu meðsínum flutningi og gestirnir gætu tekið lagið með þeim." L Elísabet Thorlacius fyrirsaeta „Drykkirnir væru hvltvln og svo náttúrulega bjórþvlþað er engin veisla án bjórs." Hljómsveitin Hjálmar „Mig hefur alltaflangað að komast á tónleika með þeim en það hefur þvl miður ekki orðið af þvf. Þeir myndu auka á „hitabeltis"-stemninguna með "islenskri reggie-tónlist." Agústa Johnson Agústa myndi bjóða hljómsveitinni Hjálmum, KKogMagnúsi Eirlks I draumagrillpartíið. „Ég er oftast í skapi fyrir ferskan og léttan mara sumrin og því myndi ég bjóða upp á eitthvað sjávarlostæti, til dæmis ný- veiddan silung og lax og svo kannsld humar," segir líkamsræktardrottningin Ágústa Johnson og bætír við að hún myndi líka hafa eitthvað kjötmeti fyrir fiskhatarana svo sem kjúkling og svínakjöt á teini. „Þetta myndi ég svo krydda vel með æðislega góðum ferskum kryddjurtum, ólívuolíu og hvítlauk. Meðlætið yrði vel útilátið og girnilegt blandað salat sem ég myndi nostra við og full- komna með fetaosti, ólívuolíu og ristuðum graskers- og sólblómafræjum. Ég myndi líklega líka skella blandi af góðu grænmeti sem hentar á grillið til dæmis tómötum, púrrulauk, zucchini, kartöflusneiðum og fleira. Einhverjar léttar heimalagaðar grillsós- ur myndi ég útbúa úr léttsýrðum rjóma og/eða AB-mjólk og góðu kryddi. Drykkir yrðu kaldir og frískandi. Eitthvað gott hvítvín og bjór og eitthvað kalt og ferskt og óáfengt fyrir þá sem vilja. Eftirrétturinn yrði svo einhver þægilegur og góður, svo sem grill- aðar perur með vanilluís og bræddu suðusúkkulaöi," segir Ágústa og bætir við að tónlistin yrði þægileg fyrst um sinn. „Ég myndi byrja á léttum djassi með suðrænu ívafi en svo myndi færast meira fjör í tónlistina eftir því sem liði á kvöldið. Til að fullkomna partíið yrði ég að fá einhverja tónlistarsnillinga til að spila og halda uppi fjörinu fram eftir nóttu. Lifandi tónlist utandyra á sum- arkvöldi er alveg toppurinn." Þegar Ágústa er spurð um draumagestina í partíið nefnir hún hljómsveitina Hjálma. „Mig hefur alltaf langað að komast á tónleika með þeim en það hefur því miður ekki orðið af því. Þeir myndu auka á „hitabeltis“-stemninguna með íslenskri reggie- tónlist. Svo væri líka gaman að fá KK og Magnús Eiríks. Þeir færu létt með að skapa skemmtilega útilegu-stemningu með sínum flutningi og gestirnir gætu tekið lagið með þeim." PV Helgin FÖSTUDAGUR21.JÚU2006 43 McCartneyþvi ég er bum að velja hann sem næsta stjúppabba auk þess sem hann passar vel við nýju tbúðina mlna og hann gæti tekið Yesterday fyrir mömmu. Edda Björgvinsdóttir „Edda Björgvins er ekki bara fyndnasta kona á Islandi heldur lika besta vinkona mln og móðir þannig að hæg eru heimatökinT _________ Stuðmenn „Slðan myndi ég vilja fá Stuðmenn eins og þeir leggja sig ogþá væri súperpartíið tilbúið." „Ég er með uppskrift að frábæru grillpartíi sem vinahópurinn minn hefur framkvæmt þrisvar sinnum í sumar," segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir athafnakona. „Ég myndi pottþétt bjóða upp á hvítlauksgrillaðan humar sem aðalrétt, ferskt salat og nóg af Chardonnay-hvítvíni með. í forrétt væri hráskinka og melóna, brauð með pestó ruccola, hráskinku og melónu. Þema kvöldsins væri jarðaberja-mojito, blandaður með mintu og jarðarberjum sem lítur að vísu dáh'tið út eins og dauður spörfugl en er rosalega góður ef rétt blandaður," segir Eva Dögg og bætir við að þegar góður hópur kemur saman verði maturinn í öðru sæti. Eva segist myndu draga gestína í samkvæmisleikinn Chinní Winm'. „Þeir sem prófa grenja úr hlátri en síðan yrði endað á uppáhaldsspilinu mínu, Gestures, sem er svona hraða-actionary spil. Tónlistin væri disk- urinn Kong sem ég keypti af samnefndum veitingastað í París en um er að ræða gömul diskólög í nýjum út- gáfum." Aðspurð um draumagestina nefnir Eva mömmu sína fyrsta. „Edda Björgvins er ekki bara fýndasta kona á íslandi heldur líka besta vinkona mín og móðir þannig að hæg eru heimatökin. Hún myndi halda uppi stuðinu með skemmtilegum kommentum og sinni einskæru jákvæðni. Síðan myndi ég vilja fá Paul McCartney því ég er búin að velja hann sem næsta stjúppabba aukþess sem hann passar vel við nýju íbúðina mína og hann gæti tekið Yesterday fyrir mömmu. Síðan myndi ég vilja fá Stuðmenn eins og þeir leggja sig og þá væri súperpartíið tilbúið." I Eva Dögg Sigurgeirsdóttir Eva myndi draga gestina í samkvæmisleikinn Chinnl Winnl."Þeirsemprófa grenja ur hlátri en slðan yrði endað á uppdhaldsspilinu mlnu, Gestures, sem ersvona hraða- actionary spi!" Robbie Williams „Snædís erbúsettl Danmörku en ef hún myndi koma þá ersmuga að Robbie WiHiams kæmi og tækilagið." „Ég myndi bjóða gestunum upp á gráöaostafyllta sveppahatta í forrétt, grillaðan humar og ferskt og brak- andi salat í aðalrétt og í eftirrétt væru svo grillaðir súkkulaðifýlltir bananar," segir líkamsræktarkóngurinn Arnar Grant þegar hann er inntur eftir draumagrillpartíinu. „Fordrykkurinn væri Strawberry Bomba-kok- teillinn hennar Tinnu minnar en með humrinum myndi ég bjóða upp á kælt hvítvín. Tónlistin í mínu grill- partíi er íslensk og eru hljómsveitirnar Sálin og f svörtum fötum þar í fýrirrúmi," segir Arnar. Þegar hann er spurður út í draumagestalistann nefnir hann fýrst Snædísi Guðnadóttur. „Snædís er búsett í Danmörku en ef hún myndi koma þá er smuga að Robbie Williams kæmi og tæki lagið. Einnig yrði góðvini mínum og gæð- ingnum Fjölni Þorgeirssyni boðið þar sem hann er hrókur alls fagnaðar hvar sem hann stígur niður fæti. Þar sem þetta er humarveisla, þá myndi ég bjóða sjónvarpskokkunum Jóni Arnari og Rúnari til að hjálpa mér við eldamennskuna, svo skemmir nú ekki fýrir hvað þeir drengir eru skemmtilegir báðir tveir. En ef ég væri með pylsupartí þá væri Ástþór Magnússon kærkominn gestur, þar sem hann er svo handlaginn með tómatsósu- flöskuna." Arnar Grant „Tónlistin I mlnu grillpartli er Islensk og eru hljómsveitirnar Sálin og I svörtum fötum þarl fyrirrúmi," segir Arnar. Katrín Júliusdóttii , ... , -------‘r„Svo myndi eg vilja bjóða Katrlnu Júllusdótt- urþingkonu þvl hún var formaður nemendafélagsins 112 árabekk og hefur alltafverið svo pólitlsk og jafnréttissinnuð." Erpur og Elva „Pau eru nrew, klár og kát saman. Erpur er orkubolti með skoðanir á hlutunum og Elva er mjög klár með kvenlega orku." ,Ég myndi vilja bjóða upp á grillaðan humar eða lambakjöt og grilla lauka, tómata og papriku með, segir Ragnhildur Magnúsdóttir, útvarpskona á Bylgjunni, en bætir við að maðurinn hennar myndi að vísu sjá um grillið þar sem hann sé grillarinn á heimilinu. „Meðlætið væri grillað grænmeti, hrátt grænmetí, ólívur, ansjósur og hnetur og svo myndi ég bjóða upp á vatn að drekka, sódavatn, bjór og vín." Aðspurð um einhverja partíleiki segist Ragga mæla með einhverjum góðum fótboltaleik eða einfaldlega góðu spjalli. „Tónlistin væri fýrst og fremst reggie-tónlist, Bunny Wailer eða Peter Tosh eða fönk og soul eins og Stevie Wonder og kannski smá hard core hip hop eins og gömlu Public Enemy og Ice Cube." Aðspurð um fræga gesti sem hún myndi vilja, nefnir Ragga Erp Eyvindar og Elvu kærustuna hans. „Þau eru hress, klár og kát saman. Erpur er orkuboltí með skoðanir á hlutunum og Elva er mjög klár með kvenlega orku. Svo myndi ég vilja bjóða Katrínu Jútíusdóttur þingkonu því hún var formaður nemendafélagsins í 12 ára bekk og hefur alltaf verið svo pólitísk og jafnréttissinnuð. Það er svo gaman að tala við fólk um pólitík sem trúir á sitt, hvort sem maður er sammála því eða ekki. Þetta yrði sem sagt svona nett fönkí og pólitísk grillveisla, svotí'tíð kalifornísk." Ragnhildur Magnúsdóttir útvarpskona á Bylgjunni „Þetta yrði sem sagtsvona nettfönkfog pólitísk grillveisla, svolftið kalifornísk■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.