Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 38
50 FÖSTUDAGUR 21. JÚU2006 Helgin PV Sumaríð er tíminn til að sökkva sér ofan í góða bók, hvort sem er í bústaðnum eða cj púisinn á nokkrum einstaklingum og athugaði hvaða bækur þeir höfðu á náttborðí Kristján Kristjánsson FRÉTTAMAÐUR Ég er að lesa ævisögu Maós for- manns í augnablikinu, eftir Jung Chang og Jon Halliday Jung, og er kominn þokkalega inn í hana. Hún er gríðarlega fróðleg og varpar ljósi bæði á manninn og kínverskt samfé- lag á hans dögum. Hún er allt að því spennandi á köflum. Ég las jafnframt nýverið Móðir í hjáverkum, þótti hún heldur döpur, og svo Mölbrot- inn eftir James Frey. Hún fjallar um bandarískan 23 ára gamlan alkóhól- og dópista sem þarf að gera það upp við sig hvort hann ætlar að drepa sjálfan sig eða hætta að drekka og dópa. Hún var kröftug og öflug. Viðar Þorsteinsson ÚTGÁFUSTJÓRINÝHILS Ég las frábæra bók um daginn. Hún heitir Trier on von Trier, eftir Stig Björkman, og er viðtalsbók við leikstjórann Lars von Trier. Það sem gerir bókina áhugaverða er að í henni er von Trier heiðarlegur um sjálfan sig og ferilinn, en hann á það til að bregða fyrir sig kaldhæðni í viðtölum sem þessum. Ég las einn- ig nýlega bók eftir Philip Roth sem heitir The Plot Against America og hún var góð sem léttmeti. Ég byrjaði svo um daginn á Meistari Jim eftir Joseph Conrad og er enn að melta hana. Benni Hemm Hemm TÓNUSTARMAÐUR Ég hef verið svo önnum kafinn und- anfarið að lestur hefur því miður þurft að sitja á hakanum, en ég hef verið að leggja lokahönd á nýja plötu sem er væntanleg í haust. Síð- asta bókin sem ég las og mér fannst góð er Elsku Míó minn eftir Astrid Lindgren, í þýðingu Heimis Pálsson- ar. Annars hef ég einnig verið að lesa íslenskar þjóðsögur sem Ólafur Dav- íðsson safnaði saman. Þetta er geð- veikt safn af alls kyns sögum, flokk- að eftir viðfangsefni. Ég hef einkum verið að lesa draugasögurnar og þær eru frábærar. Edda Andrésdóttir Guðrún Eva Mínervu- FRÉTTAMAÐUR Þú hittir á mig í Leifsstöð, ég var að koma frá Lanzarote. Ég er því með Lanzarote eftir Michel Houellebecq í farteskinu og ætla að lesa hana við fyrsta tækifæri. Af þeim bókum sem ég hef lesið í sumar stendur Minn- ingar um döpru hórurnar mínar eftir Gabríel García Márquez án efa upp úr. Ég er líka byrjuð á Living to Tell the Tale, ævisögu Márques, og hún lofar góðu. Á náttborðinu mínu er bók sem heitir Japanese for Beginn- ers, sem fjaliar um japanska konu sem snýr aftur til Japans. Ný bók Milans Kundera, Tjöldin, er einnig á náttborðinu, enda er hann í miklu uppáhaldi hjá mér. dóttir RITHÖFUNDUR Ég er búin að sökkva mér vandlega í ljóðabókaseríu Nýlúls. Þessar bækur anga af spennandi framtíð og vil ég nefna sérstaklega tvær þeirra: Framlag Vals Antonssonar, Eðalog, en höfund- ur þessi virðist búa yfir ótnilegri vits- munalegri dýpt sem hressir mann og kælir. Og ekki er bók Kristínar Eiríks- dóttur síðri. Hún heitir Húðlit auðnin og þegar maður les hana frá byrjun til enda h'ður manni eins og maður hafi lesið fjögur hundruð síðna epíska skáldsögu sem skilur eftir sig húð- lita slilqu á sálinni. f fyrra fékk ég svo færeyska bók í jólagjöf eftir glaðlega konu að nafni Óddvör Johansen. Bók- in heitir Sebastianshús. Ég hef aðeins gluggað í hana og fæ ekki betur séð en að þýðing Úlfs Hjörvar sé góð. Ég hlakka til að lesa þessa bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.