Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ2006
Fréttir DV
Egg með
nafni Allah
Hæna í bænum Stepnoi í
Kasakhstan hefur verpt eggi
sem ber nafh Allah á sér að
því er virðist. Bóndinn sem
á hænuna, Bites Amantay-
eva, er orðinn landsþekktur
í heimalandi sínu. „Moskan
okkur hefur staðfest að það
er nafn Allah sem stend-
ur skrifað á eggið," segir
Bites í samtali við fréttastof-
una Kazinform. „Við ætlum
að eiga eggið og trúum því
ekki að það muni rotna." Að
sögn Kazinform verpti hæn-
an egginu eftir mikið haglél
sem gekkyfir bæinn.
Ladbrokes til
Víetnam
Stjórnvöld í Víetnam
hafa ráðið veðmálafyrirtæk-
ið Ladbrokes sér til hjálpar
við að lögleiða fjárhættuspil
í landinu. Er Ladbrokes eitt
af þremur slíkum fyrirtækj-
um sem fengin hafa verið
til þessa verkefnis. Lad-
brokes hafði áður aðstoð-
að stjórnvöld í Kína við að
opna fyrstu veðmálastof-
urnar þar í landi. Ólögmætt
fjárhættuspil hefur verið
landlæg plága í Víetnam
um langt skeið og nú hafa
stjómvöid ákveðið að gera
eitthvað í málinu.
Makaskipti á
ströndinni
Kynlíf fyrir framan gesti
og gangandi og makaskipti
eru orðin hversdagskostur
á nektarströnd við bæinn
Laholm í Svíþjóð. Að sögn
Hallandsposten segir sá
sem ber ábyrgð á strönd-
inni að þetta kynsvall sé al-
gerlega farið úr böndunum.
Fjöldi kvartana hefur borist
til bæjaryfirvalda en þau
segja á móti að það sé orðið
of seint að grípa inn í mál-
ið fyrir þetta sumarið. Það
sem einkum fer fyrir brjóst-
ið á bæjarbúum, fyrir utan
skoppandi hvíta rassaum
alla ströndina, er að börn
eru stöðugt að rekast á not-
aða smokka í fjöruborðinu.
NASA fylgist
með múrspaða
Múrspaði sem breski
geimfarinn Piers Sellers á
Discovery missti óvart frá
sér er nú á athugunarlista
NASA þar sem hann svíf-
ur umhverfis jörðina á 25
földum hljóð-
hraða. Um er að
ræða sérsmíðað
150 þúsund króna
verkfæri sem flaut upp
úr tækjabelti Sellers er
hann var í geimgöngu.
Um 20 ratsjárstöðvar hers-
ins um víða veröld fylgjast
með spaðanum en hann fer
hringinn í kringum jörðina
á 90 mínútum. Stjómend-
ur í Huston stríddu Sellers
á tapinu og báðu hann um
að telja verkfæri sín áður en
þeir hleyptu honum aftur
um borð í geimskutluna.
Matthew Nagle er 26 ára Bandaríkjamaður sem er lamaður frá hálsi og niður úr. Vís-
indamönnum hefur nú tekist að koma nema fyrir í heila hans og getur hann nú notað
heilabylgjur sínar til að keyra tölvu, stjórna sjónvarpstæki og vélmenni. „Ef heili þinn
getur starfað getum við tengst við hann,“ segir John P. Donoghue prófessor í tauga-
fræði við Brown-háskólann en Donoghue hefur stjórnað tilraunum á þessu sviði.
Getur spilað tölvuspil
með heilabylgjum sínum
Nagle er sá fyrsti sem tilraunir
með nema þennan voru gerðar
á. Nemanum var komið fyrir í
þeim hluta heila hans sem
stjórnar hreyfingum. Nú getur
Nagle notað heilabylgjur sínar
eða hugsun til að hreyfa tölvu-
mús, opna tölvupóst, spila ein-
faldan tölvuleik sem kallast
Pong og teikna grófgerðan
hring á blað með aðstoð vél-
mennis.
Bandaríska blaðið The New York
Times fjaiiaði um þetta mál nýlega í
kjölfar umfjöllunar í tímaritinu Nat-
ure. „Ég náði tökum á þessari tækni
á um fjórum dögum," segir Matt-
hew Nagle í samtali við NYT en hann
dvelur nú á New England Sinai-spít-
alanum í Massachusetts. Hann bætir
því við að neminn í heila hans valdi
honum engum sársauka. Nagle er
fyrrverandi fótboltahetja frá Weym-
outh en hann lamaðist fyrir neð-
an axlir eftir að hann var stunginn
í hálsinn í slagsmálum í júlí 2001.
Hann man ekkert eftir þessum slags-
málum en sá sem stakk hann afplán-
ar nú 10 ára fangelsisdóm.
Prófað á öpum
fgræðsla á nemum eins og Nagle
gengur með hefur verið prófuð á
öpum með góðum árangri. Einnig
hafa einfaldari nemar verið grædd-
ir í heila fólks og tilraunir hafa ver-
ið gerðar með að festa elektróður á
höfuð fólks. Það sem skilur að Na-
gle og fyrri dæmi er að neminn sem
græddur var í hann er mun flókn-
ari að gerð en áður hefur þekkst og
hann nær til mun fleiri taugaenda en
fyrri tæki. Samt sem áður er neminn
aðeins 4 sinn 4 millimetrar að stærð
og hefur 100 elektróður í sér. Nem-
anum var komið fyrir á því svæði í
heilanum sem stjórnar hreyfingum.
Neminn er síðan tengdur í gegnum
gat á höfði Nagle við tölvu þannig að
Nagle er beintengdur við harða disk-
inn á tölvunni, svona svipað og sjá
mátti í Matrix-myndunum.
fmyndar sér hreyfingarnar
Það sem Nagle gerir er að hann
ímyndar sér þær hreyfingar sem
hann ætlar að framkvæma. Neminn
skynjar svo rafboðin sem fara um það
svæði heilans sem stjórnar hreyfing-
unum og kemur þeim upplýsingum
áleiðis í tölvuna. En það eru mörg
ljón í veginum enn til að tækni þessi
gagnist öðrum sem svipað er ástatt
um. í fyrsta lagi virðast elektróðurnar
sem notaðar eru skemmast eða eyð-
ast á nokkrum mánuðum og er ekki
vitað af hverju það stafar. f öðru lagi
verður að finna upp tækni sem gerir
nemanum kleyft að senda skilaboð
sín þráðlaust úr heilanum en ekki í
gegnum gat eins og nú er en það eyk-
ur mjög hættu á ýmsum sýkingum.
Og í þriðja lagi urðu vísindamenn
að endurskipuleggja kerfið hjá Nagle
á hverjum degi en það tók um hálf-
tíma í hvert sinn.
BrainGate
ígræðslukerfið í heild ber nafn-
ið BrainGate og það er fyrirtæk-
ið Cyberkinetics Neurotechnology
Systems í Massachusetts sem er að
þróa það. Talsmenn þess vonast til
að hafa þróað það fyrir almennan
markað árið 2008 eða 2009. Sjálfúr
gat Nagle stjórnað tölvu áður með
rödd sinn svo hann þurfti í raun ekki
ígræðsluna. En hann er ánægður
með að hafa tekið þátt í þessari til-
raun. „Ég hef gefið fullt af fólki nýja
von," segir hann.
Playboy-stúlkan og net-leikfang ársins 2005 Amy Sue Cooper
Hún er hákarl í kauphöllinni
Hin 23 ára gamla Amy Sue Coop-
er er þekkt fyrir flest allt annað en
þekkingu sína á hlutabréfamarkað-
inum. Samt er stúlkan algjör hákarl
í kauphöllinni og hefur gefið mörg-
um sérfræðingum þar langt nef und-
anfarna mánuði. Amy Sue er best
þekkt sem Playboy-stúlka og hand-
hafi titilsins net-leikfang ársins 2005
hjá tímaritinu. Þessa stundina tekur
hún þátt í hlutabréfaleik sem Play-
boy stendur fyrir en ávinningurinn
á að fara til góðgerðarmála. Það eru
tíu Playboy-stúlkur sem taka þátt í
leiknum en aðeins tvær þeirra hafa
sýnt hagnað. Og af þeim er Amy Sue
í sérflokki.
Frá því að leikurinn hófst fyrir sex
mánuðum hefur Amy Sue náð 33%
hagnaði í viðskiptum sínum í kaup-
höllinni vestan hafs. Þessi hagnaður
er einkum því að þakka að Amy Sue
veðjaði sínu fé með kaupum á hlut-
um í Dril Quip sem framleiðir tæki
og vélar til olíuvinnslu og Pacific Et-
hanol sem framleiðir lífræna díselol-
íu. Ástæður þess að hún valdi hluta-
bréf í þessum félögum eru að eigin
sögn þær að Dril Quip „...hljómaði
spennandi" og Pacific Ethanol „...af
því að ég elska tré og lífræn díselolía
getur betrumbætt heiminn..."