Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 49
DV Helgin
FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006 61
Um þessar mundir er verið að gefa út grafísku skáldsöguna Umbra sem fjallar um íslenskan réttarlækni sem
gerir skuggalega uppgötvun á ónefndum jökli á hálendinu. DV ræddi við höfundinn, Stephen Murphy, um ís-
land, morð og skriftir.
Reykjavík að naeturlagi
Stephen Murphy féll um
leið fyrir landi og þjóð
Fyrsta grafíska
skáldsagan á íslandi
Krimmar hafa verið að ryðja
sér rúms í íslenskum bókmennt-
um undanfarinn áratug. Það er eitt-
hvað við íslenska grámyglu og hrika-
legt landslag sem er gróðrarstía fyrir
morðmál. f ár er verið að gefa út graf-
ísku skáldsöguna Umbra sem gerast
á fslandi árið 1999 og skartar íslensk;
um sögupersónum. Stephen Murp-
hy er höfundur Umbra og hefur
hann skrifað teiknimyndasögur og
grafískar skáldsögur árum saman.
Áfengisfíkn, geðheilsa og
berdreymi
„Aðalpersónan heitir Askja Þórs-
dóttir og hún er ungur réttarlækn-
ir sem starfar fyrir rannsóknarlög-
regluna í Reykjavík," segir Stephen.
„Hún er nýbyrjuð í starfinu þegar
hún finnur afar sérkennilega beina-
grind sem hrindir af stað ofbeldis-
fullri aburðarás og í kjölfarið fara
mjög brenglaðir hlutir að gerast í
kringum hana. Askja drekkur of mik-
ið, hún á við kvíðatruflanir að stríða
og efast um geðheilsu sína. Hún er
einnig berdreymin og treystir á upp-
lýsingar sem birtast henni í draum-
Svaf ekki íviku
Skáldsagan kemur út í þrem-
ur hlutum, tveir fyrsm eru nú þeg-
Hófundurinn
Stephen'Murphy hefur
lifad og hrærst í
teiknimyndasögum frá
blautu barnsbeini
fslensk lesbíuást Askja elskast með Freyju á
forslöu Umbra #2
ar komnir út og kemur sá þriðji út í
september. Stephen fékk hugmynd-
ina að sögunni þegar hann var stadd-
ur í Reykjavík í lok síðustu aldar. „Ég
hef komið tvisvar til íslands. í fyrra
skiptið leigði ég mér bíl og keyrði
hringinn. Ég varð gersamlega agn-
dofa yfir náttúrufegurðinni. I seinna
skiptið var ég einungis í viku og svaf
svo gott sém ekki neitt allan tímann.
Mig langaði að sjá hvernig Reykjavík
væri að vetri til og gera eitthvað sem
aðrir túristar gera ekki. Áhugi minn
á íslandi vaknaði með tónlist Bjark-
ar Guðmundsdóttur og svo fór ég að
lesa mér til um land og þjóð. Ég varð
mjög spenntur fýrir hjátrúnni á ís-
landi og hvernig fólk tekur enn tillit
til álfa og huldufólks."
Yfir þrjú hundruð skjaldbökur
Margir landsmenn ættu að
kannast við handbragð Stephens
Murphy. Hann hefur árum sam-
an unnið fyrir Mirage Publishing
sem á heiðurinn að upphafi hinna
heittelskuðu Teenage Mutant Ninja
Turtles. Stephen hefur skrifað yfir
þrjú hundruð teiknimyndasögur
um hin grænu flatbökuátvögl. „Ég
skrifa ennþá um níu Turtles-blöð
á ári auk þess sem ég skrifa teikni-
myndir og barnabækur. Næsta sjálf-
stæða teiknimyndasagan mín kall-
ast God's Dog og fjallar um prest
sem vinnur að rannsókn fyrir Vatík-
anið en fer að efast um trú sína. Eft-
ir það er ég að skrifa sjálfsævisögu-
lega teiknimyndasögu um eitt kvöld
þar sem ég og vinir mínir í mennta-
skóla drukkum og reyktum allt of
mikið og gerðum eitthvað heimsku-
legt. Það er einmitt hinn hæfileika-
ríki Mike Hawthorne sem vinnur
hana með mér. Hann sá um
teikningarnar í Umbra.
„Ég elska ísland"
En þá er það stóra spurningin:
Af hverju ísland? „Af því að ég elska
fsland! Eins og ég sagði áður kom
hugmyndin þegar ég var staddur í
Reykjavík og fannst sá tími og staður
vera vel við hæfi. Ég upplifði mikið
af sérkennilegum hlutum á fslandi.
Þegar ég var að keyra um Suðurland-
ið tók eftir að einhver dökk vera veitti
bílnum eftirför. Hún hljóp meðfram
bílnum og faldi sig bak við grjót með
reglulegu millibili. Veran hélt í við
bílinn nokkra kílómetra og stoppaði
síðan. Ég veit ennþá ekki hvað þetta
var."
Fyrir forvitna er hægt að kaupa
Umbra á síðunni http://vww.tfaw.
com.
Skuggalegur líkfundur Forslðan á fyrsta
hefti Umbra.
Fyrir skemmstu birtist grein í tímaritinu The Boston Herald um velgengni íslenska áfengisins á svæöinu
Reyka Vodka funheitur í Boston
í vikunni sem leið var að finna
blaðagrein í tímaritinu The Boston
Herald sem fjallar um velgengni ís-
lenska áfengisins Reyka Vodka. Þar
kemur meðal annars ffam að Reyka
Vodka sé fáanlegur á yfir 400 bör-
um og veitingahúsum á svæðinu og
sé að skjóta upp kollinum á fleiri og
fleiri stöðum. Þá kemur einnig fram
að Reyka Vodka sé fáanlegur í kring-
um 300 verslunum í Massachusetts-
fylki. Auk þess er Reyka að sækja á
markaði í New Tork og New Jersey.
Það er því alveg ljóst að þokkgyðj-
an og fegurðardísin Anna Rakel Ró-
bertsdóttir hefur verið að gera virki-
lega góða hluti við að kynna Reyka
Vodka á erlendri grundu. Hún hef-
ur verið andlit vörunnar og verið
erlendis að kynna áfengið undan-
farin misseri. Anna er nú nýkom-
in heim úr víking en ætlar ekkert að
slá slöku við og er að fara að leika
í kvikmyndinni Konfektkassinn,
en það er Guðrún Ragnarsdótt-
ir móðir Önnu sem skrifar hand-
ritið.
asgeir@dv.is
ReykaVodka
vinsæll Er
fáanieguráyfír
400 börum og
Anna Rakel Róbertsdóttir Gerir
góða hluti við að kynna Reyka.
FÓTBREMSAN GÓÐA
vinsœlu dönsku götuhjólin
komin aftur
Hk ELLUR.com
„ í einum grænum
KILDEMOES
G. Tómasson ehf • Súöarvogi 6
• sími: 577 6400 • www.hvellur.com
• hvellur@hvellur.com