Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 46
58 FÖSTUDAGUR 21. JÚL/2006 Menning DV Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri ' )' ' ' '-'W-" v ■ . r-'-t’í V:. „•"X'- -. MR SKALLAGRIMSSON ★ ★★★★ Leikari: Benedikt Erlingsson Leikmynd: Ragnar Kjartansson Lýsing: Lárus Björnsson Höfundur: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist Irvine Welsh er enn að Skoski rithöfundurinn Irvine Welsh sem varð heimsfrægur fyrir skáldsögu sína Trains- pottíng sem varð að kvikmynd og síðar leiksýn- ingu er að gefa út sína áttundu skáldsögu. Hann v Ém var sonur hafnarverkamanns í Leith og lifði lengi í jaðri samfélagsins í Edinborg þar sem menn kölluðu ekki allt ömmu sína. Þangað sótti hann efnið í Trainspotting. Nú þrettán árum síðar er hann auðugur höfundur og býr til skiptis í San Francisco, Dublin og London. Aðrar sögur hans hafa vak- ið athygli, Filth, Glue og Porno. Nýjasta sagan hans heitir The Bedroom Secrets of the Master Chefs og er nýkomin út. Þar segir af ungum drykkfelldum manni sem leitar uppruna síns. Spillane latinn Bandaríski krimmahöfund- urinn Micky Spillane er látinn. Hann andaðist þann 17. júlí í hárri elli, var fæddur 1918 og hét réttu nafni Frank Morrison. Hann samdi á löngum ritferli sínum aragrúa af harðsoðnum og ofbeld- isfullum löggusögum og var met- söluhöfundur lengst af ferils síns. Frank var af írskum ættum og ólst upp í Jersey. Aðeins sautján ára tók hann að skrifa sögur fyrir skrípóblöð, Superman, Batman og Captain Marvel. Hann gekk í her- inn daginn eftir árásina á Perlu- höfti. Sögur af ferli hans í stríðinu og árunum á eftir eru óstaðfestar, en hann hafði meðal annars stað- góða þekkingu af vinnu í fjölleika- húsi. Fyrstu þekktu sögu sína skrif- aði hann á níu dögum, I, the Jury kom út 1947 og sótti heimsýn sína í vikurit á borð við Black Mask. Þar kynntí hann til sögunnar Mike Hammer, ofbeldisfullan og drykk- felldan leynilögreglumann. Utanfarir höfunda Þær fréttir berast frá Bjarti að þýski útgáfurisinn Ullstein Buchverlage hafi keypt næstu bók Jóns Halls Stefánssonar auk rétt- ar á Krosstré, krimmanum sem Jón sendi frá sér í fyrra. Krosstré var ein söluhæsta bók síðasta árs, endavoru við- tökur lesenda og gagnrýnenda á einn veg, og hún kom snemm- sumars út í kilju. Þýðingarrétt- ur á Krosstré hefur nú verið seldur til virðu- legra forlaga í Danmörku, Noregi og Hollandi, auk Þýskalands, og í ársbyrjun var kvikmyndarétturinn seldur til kvikmyndafyrirtækisins Pegasus. Nágranni þeirra kvenna á Bjarti, JPV, hefur sent frá sér enska þýðingu á Svaninum eftir Guðberg Bergsson. Bernard Scudder þýddi bókina sem kom upphaflega út í Bretlandi fyrir allmörgum árum og er löngu uppseld.Þá hefur JPV sent frá sér skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Tröllakirkju, í enskri þýðingu David McDuff og Jill Burrows. Bókin kom upphaflega út á íslensku 1992 og var síðan gefin út á ensku af breskum útgefenda í tveimur prentunum en er löngu uppseld. Er forlagið sýnilega að sækja fé í hendur erlendra ferðamanna sem vilja gjarnan lesa skáldskap frá því landi sem þeir sækja heim. Sýningar á Landnámssetrinu í Borgarnesi hafa staðið yfir frá því í byrjun sum- ars. Elísabet Brekkan leit á sýningu Benedikts Erlingssonar um síðustu helgi og er yfir sig hrifin af Benedikt og Agli. Beinflís oq blóðslettur Baugur og Bobby Fischer Leikarinn er í íslenskum bún- ingi nútímans og er það mikill létt- ir að ekki sé verið að sveifla alvöru sverðum og hrista ryk úr göml- um gærum sem gjarnan er ein- kenni á svona sögulegum sýning- um. Frásögnin þeytíst um víðan völl og þó svo að höfuðmarkmiðið sé að segja einmitt þessa margum- ræddu Egils sögu þá tvinnast rétt- lætismál samtímans hæglega inn í atburðarásina með skírskotun til atburða í sögunni. Þannig fá Baug- ur, Bandaríkjaforseti og Bobby Fis- cher hvertsína hlámrsgusu auk þess sem leikarinn spinnur upp stemmningsbrot er byggja á þeim persónum sem eru í salnum. Handbragð leikstjórans Peters Engkvist er sýnilegt, það er skyld- leiki með Ormstungu og þessari sýningu en þó alls ekki verið að endurtaka neitt. Lýsingin er látlaus og tíl beggja handa leikrýmisins eru drumbar tveir sem þjóna vel leiknum, það er bæði til að ramma inn svæðið og eins fyrir lúna menn verksins að tylla sér á. Blóðslettulegur frásagnarmáti Þetta er karllæg nálgun á ribb- aldasögu um mikinn kappa sem bæði ortí vísur og drap menn glott- andi með sitt ofvaxna höfuð. Frásagnarmátinn gekk út á að segja svona blóðslettulega með kæruleysistón frá afrekum mikil- mennisins Egils Skallagrímssonar. Áhorfendur voru meira en til í að láta segja sér söguna á þennan máta þannig að þegar sögumað- ur ætlaði að færa frásögnina inn á alvarlegri brautir voru áhorfend- ur ekki alveg tíl í að fylgja honum eftir, því allir vildu hlæja meira og meira að hinu þjóðlega ofbeldi for- feðranna. Frábær sýning Hvort sem hann rignir áfram eður ei er víst alveg óhætt að mæla með þessari sýningu fyrir alla þá sem hafa gaman af vitrænu leik- húsi og vilja sjá og heyra meðferð talaðs máls sem flæðir ffam í lík- ingu fossa áreynslulaust en þó svo helvíti skýrt og skemmtilega. Frá- bær sýning í spennandi umhverfi! Karllæg ruddaleg nálgun sem hentar ákaflega vel hillingu land- námsins þar sem það auðvitað var tómur karllægur ruddaskap- ur. Norrænir með með skipsfarma af keltneskum konum sem þeir höfðu kippt nauðugum með sér og við konur nútímans eigum allt að þakka í dag, því hvernig hefðum við orðið ef konurnar hefðu líka verið eins og þeir? Það er vitaskuld mjög karl- mannlegt að leysa sín mál þannig að blóðið renni og... Elísabet Brekkan Oss hefur tæmst arfur. Það er menningararfur. Hvernig eigum við að láta hann ávaxta sig? Ég veit, komum honum í þann búning að fleiri en þrír skarfar á Árnastofnun geti notíð hans! Eitthvað í líkingu við þetta hefur sennilega brotist um í höfði snill- ings sem kremur á sér höfuðkúp- una og vindur upp á trýnið þannig að úr verður fornkappi engum lík- ur. Snillingurinn heitir Benedikt Erlingsson. Honum tekst það sem fræðimönnum hefur ekki tekist hingað til, það er að gera Egilssögu spennandi, fyndna og áhugaverða fyrir aðra en fræðimenn. Drullusokkur og fjöldamorðingi Á leikhúslofti hins nýja Land- námsseturs í Borgarnesi geysist hinn flinki Benedikt um í mörg- um hlutverkum úr þessu forna riti. Egill er og verður drullusokkur og fjöldamorðingi en saga hans er þó sagan okkar, það er, hún er hluti af þessum arfi sem við verðum að ávaxta hvort sem okkar skoðun er að hér sé minningargrein um eðal- menni að ræða, eður ei. Maðurinn var jú skáld! Beinflís úr Agli var að finnast Til beggja handa undir súðinni sitja áhorfendur og verða þátt- takendur í ferðalagi milli fjalls og fjöru, í friði og stríði og yfir mörg höf. Frásagnarmáti leikarans er einkenni verksins. Hann byrjar á því að kynna fyrir okkur á spaugi- legan hátt hvernig einhver flís fannst í kistu í fornleifauppgrefti í Mosfellsdalnum í fyrra. Beinflís úr Agli, sem þýðir að Egilssaga hófst níuhundruð og eitthvað en henni lauk ekki fyrr en í fyrra. Á mjög smekklegan myndrænan hátt, með tvöfaldar dyr opnar út að haf- inu og Brákarsund sem blasir við, fá áhorfendur tilfinningu fyrir ná- lægð persónanna sem fleyttu kerl- ingar og drápu bæði tittlinga og menn við þessa sömu strönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.