Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 35
DV Helgin FÖSTUDAGUR21. JÚLl2006 47 Átrúnaðargoðið Jason Newsted sem var bassaleikari Metallica hefur lengi veriö átrúnaöar- goö Magna. Hann hefur nú tækifæri á að komast I hijómsveitina hans. Fjölskyldumaður fram í fingurgóma Heimir Eyvindarson, hljóm- borðsleikari Á móti sól, hefur bara gott um félaga sinn að segja. Heim- ir segir Magna góðan og heiðar- legan dreng sem sér hafi litist vel á frá íyrstu kynnum. „Hann er mjög músíkalskur og frábær félagi," segir Heimir en hljómsveitin hafði spil- að saman í þrjú ár áður en Magni kom til sögunnar. „Við borguðum far undir hann hingað suður og eftir aðeins eina æfingu var hann kominn með þetta á hreint og gat talið í á balli helgina eftir." Heimir segir Magna yngstan í hljómsveitinni og að allir meðlim- irnir séu fjölskyldumenn. „Magni er mjög góður pabbi og fjölskyldu- maður fram í fingurgóma. Hann er rosalega barngóður og nær rosa- lega vel til allra barnanna minna þriggja. Við í hljómsveitinni stönd- um við bakið á honum í Rock Star: Supernova og erum vissir um að hann eigi eftir að ná langt enda mjög góður tónlistarmaður," segir Heimir um félaga sinn. Erfitt að vera frá peyjanum Ómar Berg Torfason er frændi og æskuvinur Magna en þeir eru systkinabörn. „Við Magni höfum þekkst frá því við fórum að geta tal- að. Ég bjó samt alltaf fyrir sunnan en við hittumst oft þar sem ég er einnig ættaður að austan. Ég fylgd- ist með honum taka sín fyrstu skref í hljómsveitarbransanum enda var hann alltaf að spila með vinum sín- um þegar eitthvað var að gerast á Borgarfirði," segir Ómar. Aðspurð- ur um hið nýja föðurhlutverk sem Magni hefur verið að takast á við segir Ómar Magna frábæran föð- ur. „Hann er að stíga sín .. ► fyrstu skref s - ^ si sem A pabbi ogégveitað \ honum þykir mjög erfitt aðveraíburtufrálitlapeyj- anum." Ómar Berg segir enn- fremur að Magni og Eyrún Huld séu samrýmt par og góðir vinir. „Það gengur mjög vel hjá þeim enda eru þau góðir vinir og mjög náin." Magni er rokkari Þótt Magni hafi verið í „bransan- um“ frá árinu 1999 hafa fáar sögur spunnist um hann sem snúast um fyllerí og djamm og aðra hluti sem oft virðast loða við tónlistarbrans- ann. Ómar Berg, æskuvinur Magna, segir að þótt Magni geti auðveld- lega fengið sér í glas með félögun- um á góðri stundu hafi aldrei verið nein vitleysa á honum. „Hann er enginn brjálaður djammari og hefur alltaf verið mjög stabíll. Það er spurning hvernig þetta rokklíf fer með hann ef hann vinnur þessa keppni. Tommy Lee er náttúrulega svolítið klikkaður en ég veit ekki hvort nokkur á samleið með honum," segir Ómar hlæjandi. „Hann er að stíga sín fyrstu skrefsem pabbi og ég veit að honum þykir mjög erfitt að vera í burtu frá iitla peyjanum" Ómar segir Magna alltaf hafa verið rokkara og að fyrsta alvöruhljóm- sveitin, Shape, hafi verið rokkband. „Hann hlustaði bara á rokk og þá aðallegaMetallica, Pearl Jam, Stone Temple Pilots og Alice in Change og hann á allt sem þessar sveitir hafa gefið út. Það sést líka í þáttunum hvað hann þekkir öll þessi lög vel og hann er reglulega að hjálpa hin- um keppendunum. Hann á ótrú- lega auðvelt með að læra lög og þarf aðeins að hafa heyrt þau einu sinni til að geta spilað þau og sung- ið," segir Ómar en segist aðspurð- ur ekki vita hvort þessi lífsreynsla í þættinum eigi eftir að beina honum aftur út í rokkið. „Það er aldrei að vita en ég veit að hann hefur gam- an af því sem hann er að gera með Á móti sól. Hann langaði að spila tónlist og greip því tækifærið þegar það bauðst og hefur aldrei séð eftir því enda er þetta skemmtilegur fé- lagsskapur og hressir strákar." Fann hinn hlutann af sér í ársgömlu viðtali sem DV tók við Magna sagðist hann hafa fund- ið hinn hlutann af sér fyrir átta árum þegar hann kynntist Eyrúnu Huld og að hún væri allt það sem hann gæti hugsað sér í lífsförunaut. Eyrún á að sama skapi auðvelt með að hrósa kærastanum sem hún segir yndislegan föður og unnusta. „Hann er opinn, skilningsríkur og traustur. Þeir Marinó eru mjög nánir og ást Magna leynir sér aldrei þegar þeir tveir eru saman. Hann er duglegur, heiðarlegur og um- fram allt góður vinur," segir Eyrún Huld sem er að sjálfsögðu að rifna úr stolti af manninum sínum. Rokk og ról í öðru sæti f gömlum viðtölum við Magna kemur í ljós að tónlistarlífið á vel við hann. „Það er mjög erfitt að festa fingur á hvað gerir þetta gam- an," svaraði hann aðspurður um poppbransann í viðtali við DV. „Fé- lagsskapurinn er stór þáttur og við í bandinu erum mjög sterkur vina- hópur. Svo eru ferðalögin æðisleg," sagði hann og hélt áfram: „Síðan er bara eitthvað við það að vera á sviði fyrir framan fullt húsi af fólki sem syngur með skælbrosandi sem er ekki hægt að lýsa. Ég meina, hvern langaði ekki að verða söngvari þeg- ar hann var lítil?" Magni talaði einnig um nei- kvæðu hliðarnar á bransanum og minntist þar aðallega á fjarveruna frá fjölskyldu og vinum. „Maður missir af öllum viðburðum því all- ar veislur eru haldnar um helgar og síðan tekur þetta sinn toll líkam- lega," sagði hann en Magni hefur Sæt fjölskylda Magni, Marinó Bjarni og Eyrún Huld á góðri stundu. einnig látið hafa eftir sér að fjarver- an frá konunni og syninum sé það erfiðasta við að taka þátt í keppn- inni Rock Star: Supernova í Los Angeles. „Ég er orðinn nógu gamall til þess að vita hvað skiptir máli í líf- inu og það er ekki rokk og ról. Rokk og ról er í öðru sæti. Ef ég fengi ekki að heyra í konunni myndi ég ekki fara út. Ég segi það af fullri alvöru. Ef mér yrði tilkynnt að ég mætti ekki tala við hana, þá myndi ég bara segja þeim að fara norður og niður," sagði Magni áður en hann hélt út til að freista gæfunnar. Hittir átrúnaðargoðin Magni, líkt og fjöldinn allur af öðru íslensku tónlistarfólki, mætti í áheyrnarprufur fyrir Rock Star: Su- pernova en eins og allir vita snýst þátturinn um að finna rétta söngv- arann fyrir nýju hljómsveitina Su- pernova. Sveitin skartar þrem- ur af helstu rokkgoðum heimsins en þar er að finna Jason Newsted sem spilaði áður á bassa í Metall- ica, trommarann úr Mötley Criie og villinginn Tommy Lee og fyrr- verandi gítarleikara Guns N’ Roses, Gilby Clarke. f viðtali við DV sagðist Magni hafa haldið upp á Metallica til fjölda ára og að hann ætti líklega yfir 110 plötur með sveitinni. í sama við- tali sagði hann að Jason Newsted hefði líklega verið fyrsta átrúnað- argoðið og því væri frábært að fá að hitta hann. „Þetta eru afspyrnu vinalegir og skemmtilegir menn. Alveg lausir við alla stæla. Þetta eru náttúrulega goðsagnir, hver og einn þeirra er búinn að selja millj- ónir platna. Þegar ég talaði við Ja- son [Newsted] lofaði hann mér að þetta væri skemmtilegt efni sem þeir væru að semja. Ég missti af Mötley Crue en Jason var fýrsta átrúnaðargoðið mitt. Ég á einhverjar 110 plötur með Metallica. Ekki það að ég sé einhver „stalker". Ég rauk ekk- ert og knúsaði hann þegar ég hitti hann," sagði Magni í fyrr- nefndu viðtali. Er nú þegar sigurvegari Leitað var að rétta söngv- aranum í sjö löndum þar sem yfir 25 þúsund manns mættu í prufur. Það má því segja að sú staðreynd að Magni hafi verið valinn í 15 manna lokahópinn sé stór sigur út af fyrir sig. Á meðan á þættinum stendur býr Magni ásamt hinum keppendunum í lúxusvillu þar sem myndavélar elta hann all- an sólarhringinn. Þegar DV heyrði í Magna áður en hann hélt til Los Angelses lá vel á honum. Aðspurður hvernig fé- lögum hans úr Á móti sól litist á að söngvari þeirra væri að leita á stærri mið sagði Magni þá styðja hann heilshugar. „Ef ég vinn þetta hef ég ekki jafn miklar áhyggjur af mér og hljómsveitinni frekar bara Á móti sól Hljómsveitina vantaöi söngvara og leist strax vel á Magna sem gekk til liös við sveitina árið 1999. mér og geðheilsunni, sagði Magni léttur í bragði. Þættirnir eru sýndir beint á Skjá Einum seint á þriðjudagskvöldum í beinni útsendingu. Við íslending- ar verðum að standa við bakið á okkar manni, halda okkur vakandi og kjósa, svo Magni kom- ist sem lengst. indiana@ dv.is Rokkari Magni hefur alltafveriö rokkari. Þeg- ar honum bauðst tækifæri til aö spila meö poppsveitinni A mótisól slóhann tiloghefur ekki séð eftirþeirri ákvöröun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.