Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 47
DV Menning FÖSTUDAGUR 21. JÚLl2006 59 Höfuðrit norrænnar menningar, Völuspá, er komið út í gerð Helga Hálfdanarsonar, þar sem hinn aldni þýðandi raðar kvæðinu upp á nýtt. Ármann Jakobsson gerir grein fyrir þessari nýju útgáfu. Völuspá og Helgi Hálfdanarson Margir íslendingar hafa lesið Völuspá. En fæstir þeirra vita að það sem þeir hafa í höndunum er ekki ein og sönn Völuspá held- ur sambland af fræðilegri tilgátu um upprunalegt útlit kvæðisins og safn allra þeirra erinda sem eru talin til kvæðisins, þar sem einni af þremur gerðum er fylgt mest- an part. Flestir þekkja Völuspá sem er 67 erindi en engin slík er til frá miðöldum, aðeins tvær Völuspá, önnur 63 erindi en hin 59. Nokkrar gerðir Til eru tvær Völuspár frá mið- öldum, önnur í Konungsbók Eddukvæða en hin í Hauksbók. Síðan má bæta við þeirri þriðju því að margar vísurnar eru í Snorra- Eddu og stundum breytiar. Sú fjórða er þá sú 20. aldar samsetn- ing sem flestir þekkja og velflestir menntaskólanemar læra til prófs. Og nú hefur Helgi Hálfdanarson geflð út þá fimmtu og er sú endur- gerð á upprunalegu Völuspánni, miðað við kenningar Helga sjálfs. Samsett kvæði og tilgáta Völuspá sem Helgi hefur nú gefið út er fræðileg tilgáta um kvæði sem hvergi er til varðveitt eins og Helgi gefur hana út. En hvers vegna að gefa út slíka til- gátu? Þá er því til að svara að lang- Helgi Hálfdanarson Þýðandinn virti og afkastamikli hefurraðað Vöiuspá saman á nýjan leik og gefið út. flestar útgáfur Völuspár sem til eru í heiminum - og þær eru fleiri en svo að ég hafi nennt að telja þær - eru grundvallaðar á annarri til- gátu um upprunalegt útlit kvæðis- ins. Og sú tilgáta er ekki endilega betri en tilgáta Helga. Gömul kenning Helga Að vísu njóta hinar hefð- bundnu útgáfur Völuspár þess að þar er engu erindi sleppt. Hins vegar eru þær þeirrar gerðar að fylgt er röð Konungsbókar en skot- ið inn Hauksbókarvísunum. Og stundum eru vísurnar lagfærðar miðað við Snorra-Eddu, oftast þar sem hún þykir smartari (til dæm- is í 3. vísu sem hefst „Ár vas alda“ og síðan er Ými sleppt þótt hann sé nefndur í Konungsbók). Það er þannig fengur að þess- ari litlu smekklegu bók sem nú er nýkomin út, blá að lit. Hún mið- ast við þær hugmyndir Helga um upphaflega gerð kvæðisins sem hann setti fyrst fram í Maddöm- unni með kýrhausinn árið 1964 (en hún var endurútgefm 2002). Fyrir fræðimenn væri galli á þess- ari nýju og fallegu litlu bók að for- sendurnar séu í annarri bók. En þessi útgáfa er vitaskuld ekki ætl- uð þeim heldur almenningi. Grunnur endurgerðar Um kenningar Helga er aðeins unnt að fara fáum orðum. Um sumt er hann sammáia Sigurði Nordal en er þó djarfari í að láta útgáfu sína mótast af eigin við- horfum. Þannig færir Helgi óhikað til vísur á staði þar sem hann tel- ur þær efnislega eiga best heima. Mikilvægasta kenning hans er hins vegar sú að stefin í kvæðinu (Þá gengu regin öll, Vituð ér enn, Geyr nú Garmur) bendi til drápu- forms og þannig telur hann hægt að endurgera kvæðið út frá stefj- unum. Eru aðferðir hans ekki ósvipaðar því sem tíðkast hafa meðal útgefenda dróttkvæða að fornu og nýju. Fálæti fræðimanna Á tilgátum Helga er vitaskuld sá galli að þær er efitt að sanna eða afsanna. Sá vandi er almennur og hefur valdið því að dregið hef- ur úr móði norrænufræðinga í leit að hinu upprunalega hin seinni ár. Hins vegar eru þær áhugaverðar, skemmtilegar og ómaklegt er það fálæti sem flestir aðrir útgefendur hafa sýnt þeim. Þessi nýja útgáfa HálfdAnarsonar / mun aftur á móti eflaust koma hugmyndum Helga betur á fram- færi og er það vel. Ármann Jakobsson VOLUSPA Völuspá í útgáfu Helga Hálfdanarsonar. Mál og menning 2006. Börn byltingarinnar Wladimir Kaminer er einn þekktasti rithöfundur Þjóðverja um þessar mundir en hann skrifar einnig reglulega í blöð og tímarit, er með vikulegan þátt í útvarpi og er einn helsti sérfræðingur heims í rússneskri popptónlist. Wladimir Kaminer er Rússi en hann fæddist árið 1967, fimmtíu árum eftir Októ- berbyltinguna, og flutti til Berlín- ar árið 1990 þar sem hann hefur búið og starfað síðan. Segja má að honum hafi skotið upp á stjörnu- himininn með útkomu fyrstu bók- ar sinnar Militarmusik sem út kom árið 2001, en hún kom nýlega út í íslenskri þýðingu Magnúsar Þórs Þorbergssonar undir heitinu Plötusnúður Rauða hersins. Sovésk æska I bókinni lýsir Kaminer æsku sinni og uppvexti í Sovétríkjun- um en þó fær lesandi ekki að vita nein smáatriði í lífi hans því áherslan er lögð á hans nánasta umhverfi bæði í fortíð og framtíð. Hann skrifar um þær breytingar sem verða á rússnesku samfélagi á uppvaxtarárunum en einnig reif- ar hann rússneskt listalíf, muninn á sveit og borg, þá möguleika sem ungu fólki buðust á þessum árum og alls kyns hundakúnstír sem menn stunduðu til að leika á út- sendara KGB. Sagan er byggð upp í formi nokkurra stuttra frásagna sem hverja um sig má þess vegna lesa sem smásögu og það leiftr- andi skemmtílega smásögu. Stefnulaus ungur maður Sem ungur maður var Kam- iner ekki alveg viss um hvaða stefnu hann vildi taka í lífinu svo hann ákvað að fara í leikhúsnám JÞað eru hægt ad horfa á hcuninn á þtjá vegus á jákvæðsm hátt, á ncikvæðan hátl og á Wladimir Kaininci--hált.“ Prankfui ff'v Himdxchnu Plötusnútlur Rauða hersins að læra dramatúrgíu og fór það- an í starfsþjálfun við Majakov- skí-leikhúsið. Lýsingar Kaminers á leikhúslífinu eru óborganleg- ar svo ekki sé meira sagt. Leikar- arnir voru undir svo miklu álagi að drykkjuskapur varð gríðarlegt vandamál. Til að stemma stigu við að leikarar stigu fullir á svið æddu tveir eftírlitsmenn um búnings- herbergin með áfengismæli og hver leikari mátti blása í blöðru. Sá sem mældist með meira en 0,5 prómill í blóðinu mátti ekki fara á svið. En barnasýningarnar fóru iðulega úr böndunum því enginn eftírlitsmaður nennti að vinna á sunnudögum og þess vegna end- uðu ævintýrin í hvert sinn á nýjan hátt sem var gríðarlega vinsælt hjá áhorfendum! Upp á kanti Þótt fjörugt væri í leikhúsinu, og kannski einmitt þess vegna, varð Kaminer þó ekki langlífur þar. Hann lýsir sér sem hálfgerð- um andófsmanni, segir að hann hafi margsinnis lent upp á kant við öryggismálastofnanir og að nafn hans hafi verið skráð í svokallaða „Svörtu bók" æskudeildar KGB. En upp úr þeirri staðreynd veltir hann sér ekki mikið heldur reyn- ir hvað mest hann má að elta uppi skemmtilegar og ævintýralegar uppákomur, sér til dæmis lítið at- hugavert við það að taka að sér að koma 46 nautgripum lifandi tíl Sa- markand. f það verk gengur hann fullur áhuga ásamt' Georgi vini sínum en fljótlega renna á félag- ana tvær grímur. Þeir kunna ekk- ert á nautgripi en til hvaða ráða þeir grípa verður ekki upplýst hér svo væntanlegir lesendur fái að njóta frásagnarinnar. Grátið úr hlátri Kaminer lýsir rússnesku þjóð- arsálinni eins og klisjan býður, sem drykkfelldri og kaótískri en um leið glaðværri þjóð sem lif- ir fyrir daginn í dag í von um að allt lagist á morgun. Hann ger- ir góðlátlegt grín af þjóð sinni en undirliggjandi er mikill kærleikur til fólksins og föðurlandsins sem hann á sínum tíma ákvað að yfir- gefa. Ég man ekki hvenær ég grét síðast úr hlátri yflr bók en það gerði ég í þessu tílviki. Lýsingarnar á því þegar Matthías Rust flýgur í gegnum sovéska lofthelgi óáreittur af því að hermennirnir sem fylgd- ust með honum voru ekki vissir um fyrirbærið ... þetta gæti verið „bara fullur samyrkjubússtjóri á leið til frænku sinnar" (114)... þær lýsingar einar og sér nægja til þess að mæla með bókinni við hvaða lesanda sem er. Það er greinilegt að þýðandi skemmtí sér við vinnu sína, útkoman er dásamleg. Sigríður Albertsdóttir PLÖTUSNÚÐUR RAUÐA HERSINS ★ ★★★ Plötusnúður Rauða hersins eftir Wladimir Kaminer. Þýðandi: Magnús Þór Þorbergsson. Mál og menning 2006. D r\ IS h /IC h! ft/ Tl D bUHIVItNN I líi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.