Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 23
DV Veiðimál FÖSTUDAGUR21. JÚLl2006 23 Fjör viðist vera að færast í Breið- dalsána og er hún nú komin í 55 laxa. Mest hefur veiðst af stórlaxi. Þetta er meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Smærri laxinn er farinn að sýna sig og má þá gera ráð fyrir að veiðin glæðist til muna. Veiðin í Hrútaíjarðará er hins veg- ar eitthvað daufari en í fyrra, að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka. Grímsá Gunnarhefur tökur myndar Bjöbk veiðir A maðk Enginn er nú maður með mönnum nema hann veifi stöng sinni við vatn eða á. Og er enginn skortur á því nú, fremur en fyrri daginn, að mektarmenn leggi fyr- ir sig veiðar. Á dögunum sást til söngkonunnar góðkunnu Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem hún var stödd í Veiðihorninu í Síðumúla. Þar var þessi frægasti íslendingur allra tíma að skoða veiðibúnað en virðist eiga allt til veiðinnar því hún festi einungis kaup á 25 möðkum í poka. Hún var á veiðibíl sínum, Su- baru Forrester, og er nú, ef að líkum lætur, stödd við silungavatn með sínum ektamanni, listamanninum Matthew Barney. Tómas Skúlason í Veiðiportinu og fé- lagi hans Baldur voru við veiðar á vesmr- bakka Hólsár í Rang- árvallasýslu og hljóp heldur betur á snærið hjá þeim. Þeir félagar veiddu hvorki meira né minna en 19 laxa á tvær stangir á einum degi - settu í 27. Mjög grannar tökur og mælist Tómas til þess að menn brúki smáar krækjur. Tóku þeir flesta laxa á Svartan Francis púpu eða Snældu púpu á öngul númer 12. f heild veiddust 36 laxar á fjórar stangir sem voru í gangi þarna á svæðinu þann daginn. Á á saman tíma voru menn í Ytri-Rangá með tíu stangir á lofti. Fengu þeir aðeins þrjá laxa. Þar er veiðileyfið þrisvar sinnum dýrara og má því segja að gæðunum sé misskipt og laxinn taki ekki tillit til þess hversu mikið er greitt fýrir leyfin hverju sinni. Laxinum mokað upp úr Hölsá Leikarinn og galgopinn Gunnar Helgason er nú að taka framhald rómaðrar myndar sinnar Af hverju tekur laxinn? Við sögu koma ýmsir sögufrægir stangveiðimenn en í aðalhlutverki er Gunni sjálfur sem nú er að verða nokkuð forframaður 1 hinni göf- ugu list að kasta flugu. Breiðdalsá aðvakna % m Getur kastað Gunnar Helgason Svatar veiðiþrá sinni á . hagkvæman máta - en segir að ýmsir gallar fylgi starfinu. fýrir horn „Rúsínan í pylsuendanum er svo maður að nafni Klaus Frimore sem er danskt stangveiðigúrú. Atvinnumaður sem fæst eingöngu við það að veiða. Og er að þróa veiðibúnað fyrir sænska fyrirtæk- ið Loop. Sagt er að hann geti kastað fyrir horn," segir Gunnar Helgason leikari og laxveiðimaður. því ekki aðspurður hvort þessi kvik- myndataka sé ekki bara skálkaskjól til þess að svala veiðidellu hans. „Starfinu fylgja ýmsir kostir. En líka gallar. Sem eru þeir að maður getur ekki verið að veiða allan tím- ann. Ég verð að snúast í kringum myndavélina og koma henni fyrir til dæmis ofan í vatninu. Svo þarf að bíða. Fiskurinn truflast þegar hann sér myndavélina koma í vatnið. Og það þýðir ekkert að fara að kasta fyrr en í fýrsta lagi eftir hálftíma. Þannig að maður er ekkert alltaf að veiða." Gunnar Helgason er nýkominn heim frá Rússlandi þar sem hann var að velja leikara í verk sem hann hyggst setja upp þar í landi, Spin, sem hann setti upp við góðan orðstír í Finnlandi. Æfingar hefjast í nóv- ember. Gunnar var ekki fýrr lentur á íslandi en hann tók strikið upp í Grímsá. Þar er hann að hefja vinnslu fram- halds Af hverju tekur laxinn? sem er mynd sem Gunnar gerði og fékk mjög góðar viðtökur. Meðal annars lofsamlega umsögn í tímaritinu Fly Fishing and Fly Tying Journal. Þar var Gunnar í hiutverki byrjandans klaufalega sem ekkert kunni. En er nú orðinn nokkuð lunkinn þótt hann segi sjálfur frá. Gunnar orðinn sleipur í veiðinni „Þetta er óbeint framhald. í fyrri myndinni var þráðurinn sá að ég kunni ekkert og var að læra eins mikið og hægt er að kenna byrjanda. Nú tökum við þetta skrefinu lengra í samræmi við mína getu. Veiðiplan er rauði þráðurinn," segir Gunnar. Og segist nú vera orðinn talsvert betri stangveiðimaður en áður var. Hann segir mikilvægt að lagt sé á ráðin þegar fleiri en einn fara saman til veiða. Hvaða veiðibúnað, flugur og línu er rétt að hafa. Ekki er sniðugt að vera með sömu flug- una á mörgum stöngum svo dæmi sé nefnt. Um að gera að prófa sem flestar. Gunnar er nú við Grímsá í Borgarnesi þar sem er eitthvert glæsi- legasta veiðihús lands- ins og þó víðar væri leit- að. Seinna hggur leiðin í Breiðdalsá, Svalbarðsá og fleiri ár. Leikarinn og lax- veiðimaðurinn knái á vart orð til að lýsa hinni glæsilegu aðstöðu við Grímsá þar sem er að finna eitthvert glæsileg- asta veiðihús á íslandi. „Þetta er bara truflað." Veiðidellunni svalað á hagkvæman hátt Gunnar má heita klókur að sam- eina veiðidellu sína og það að gera mynd um allt saman. Hann neitar Haraldur Eiríksson Þrátt fyrir ungan aldur orðinn goðsagnapersóna í veiðiheiminum. Þjóðsagnapersónur koma við sögu í myndinni er Gunnar sem sagt í hlutverki nemandans en við sögu koma sérfræðingar á borð við Jón Þór Júlíusson og Gísla Ásgeirsson sem Gunn- ar spyr spjörunum úr. Til stendur að fylgjast með Bubba Morthens við veiðar, jafnvel koma einhverjir alþingismenn við sögu og Haraldur Ei- ríksson hjá Stangaveiði- félaginu. Þótt ungur sé að árum er hann þegar orð- in goðsögn í veiðiheim- inum. „Og svo Klaus Fri- more. Hann gerir ekkert annað en veiða. Og tekur þátt í þró- un veiðibúnaðar fýrir sænska veiði- vöruframleiðandann Loop. Hann þykir vera einhver fremsti flugukast- ari í veröldinni í dag. Við erum ekki búnir að taka neitt upp með honum ennþá en menn segja að hann geti kastað fýrir horn. Hann verður með okkur í einum túr í sumar." Fjölskylduparadísin Hvammsvík í Kjós Hópar - félagasamtök - fyrirtæki - fjölskyldur! Sfmi 566 7023 - 893 1791 - Fax 566 6960 - eMail: info@hvamnisvik.is - www.hvammsvik.is Hafið samband og látið okkur gera tilboð í fjölskyldudag fyrirtækisins eða ættarmótið, við setjum saman áætlun sem hentar öllum. i Hvammsvík er hægt að veiða, spila golf, róa kajak, grilla, spila fótbolta, fara í gönguferðir, tína krækling í fjörunni, fara á hestbak, slæpast, leika sér, tjalda eða slappa af í sveitakyrrðinni og njóta fagurs umhverfis. Tilvalin fyrir dags- eða helgarferð starfsmannahópa og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.