Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2006, Blaðsíða 44
56 FÖSTUDAGUR 21.JÚLI2006 Helgin PV Helgi Felixson, einn víðförlasti kvikmyndagerðarmaður landsins, hefur undanfarin ár einbeitt sér að heim- ildarmyndagerð þar sem bágstaddir minnihlutahópar og vanvirt náttúra sem eru í bráðri hættu vegna yfir- gangs gírugra auðhringa og samviskulausra stjórnvalda eru í brennipunkti. En hann gerir líka hógværari myndir, jafnvel rómantískar. „Ég hef dvalist samtals fjórtán mánuði í öðrum heimsálfum á síðustu tveimur árum," segir Helgi Felixson ævintýra- og kvik- myndagerðarmaður, sem í 20 ár hefur rekið kvikmyndafyrir- tæki í Stokkhólmi og einbeitt sér að heimildarmyndagerð þar sem öll veröldin er mögulegt leiksvið. Helgi hefur undanfarið dvalist hér á landi við undirbúning heimildarmyndar um sam- göngu- og byggðasögu Skaftfellinga þar sem þungamiðjan er mótorskipið Skaftfellingur VE-33. í samtali við DV segir Helgi frá kvikmyndaferlinum og því sem efst er á baugi í kvikmynda- gerð hans í náinni framtíð. Þú hefur komiö víöa viö á þínum kvikmyndaferli, hver er rauði þráö- urinn íþeirri sögu? „Þetta var allt mjög smátt í snið- um í upphafi. Ég rak einhverskon- ar rassvasafyrirtæki og var með ýmis áform um kvikmyndagerð en kunni lítið sem ekkert til verka. Þó tókst mér að gera nokkrar mynd- ir tiltölulega fljótt, sumar sem vöktu athygli og umræður eins og til dæmis Sœnska Mafían og Bóndi er bústólpi. Fyrir þá síðarnefndu var ég nánast gerður burtrækur af landinu og fór því að leita meira út fyrir landsteinana eftir fjármagni og samstarfsaðilum. Það gekk mis- jafnlega og á tímabili freistaðist ég til að starfa í augiýsingabransan- um, gerðist framleiðandi eða með- framleiðandi á myndum annarra, en síðustu árin hef ég einbeitt mér að eigin framleiðslu sem ég vil kalla „skapandi heimildarmyndagerð", eða „creative documentary"." Þú hefur þá þurft líkt og aðr- ir kvikmyndagerðarmenn að eyöa megninu aftíma þínum íffármögn- unarvinnu? „Já, fjármögnun kvikmynda, sér í lagi heimildarmynda, getur oft verið snúinn og lítið kvikmyndafyr- irtæki eins og mitt á oftar en ekki litla möguleika í samkeppni við þau stóru þannig að þetta er mik- il barátta í hvert sinn. Sænski kvik- myndabransinn er ekkert öðruvísi en sá íslenski, það eru margir um hituna eða á spenanum ef mað- ur orðar það þannig. Sjóðakerfið skipist á að gefa spena en hópurinn stækkar þó svo að spenarnir séu alltaf jafn margir." Hvaöan koma þá peningarnir? „Ég geri eins og aðrir, sæki um hjá sjóðum, sjónvarpsstöðvum, fyr- irtækjum o.s.frv. en ólíkt öðrum hef ég verið duglegur að tengja verkefni milli landa og vekja áhuga sjón- varpsstöðva í fleiri en einu landi þó svo að sumar af seinni heimildar- myndunum hafi verið hugsaðar fyr- ir kvikmyndahús. Eins og til dæm- is Under stjárnorna, sem ég gerði í Suður-Afríku 2003. Menn eru fyrst núna að taka upp á því sem ég byrj- aði á fyrir 15 árum bara af því að ég sá engan annan möguleika. En yf- irleitt er þetta norræn fjármögnun, sjóðir og sjónvarpsstöðvar og mest kemur frá Svíþjóð." Erfitt að fjármagna heimildarmyndir Hvaö með Evrópusjóöina? „Evrópusamvinnan opnaði auð- vitað ýmislegt en um leið þrengd- ust möguleikarnir vegna þess að kröfur um eðli verkefnisins, efni, efnistök, samstarfsaðila og margt fleira þrengir úrval verkefna eða þá möguleika sem maður hefur í efn- isvali. Myndirnar verða þess vegna ekki eins góðar - já, eða oftast. Mér finnst tii dæmis mynd um einyrkja á Vestfjörðum hafa í mörgum til- vikum möguleika á að verða meira „universal" þó svo að það sé von- laust að fá styrki erlendis til að gera slíka mynd. Oft heldur maður að efnið sem maður er að fást við sé eitthvað sem allir vilja sjá, henti öll- um, en svo er maður á verulegum villigötum og verkefnið dagar uppi. Konsept - eða hugmynd, sem allir vilja sjá og allir vilja kaupa, krefjast þess að þú sért fyrirfram að þóknast sjónvarpsstöð sem er með ákveðið „slott", ramma í dagskrá sem efnið á að passa í. Ég vil sjá meira frelsi í kvikmyndabransanum og trúi að það gefi betri myndir. Ég vil til dæmis sjálfur vinna með einhvers- konar persónulegan stíl þar sem form og merking skapast í ferlinu. Efnið fær að leiða vinnsluna. Vinna „Ég geri eins og aðrir, sæki um hjá sjóðum, sjón- varpsstöðvum, fyrirtækjum o.s.fr. en ólíktöðr- um hefég verið duglegur að tengja verkefni milli landa og vekja áhuga sjónvarpsstöðva í fleiri en einu landi þó svo að sumar afseinni heimildarmyndunum hafi verið hugsaðar fyrir kvikmyndahús." Marianne Greenwood og Picasso Marianne Greenwood ersá Ijósmyndari sem oftasthefur myndað Picasso. gegn eigin þráhyggju og uppgötva það sem ég mæti hverju sinni. f mínum augum er einkenni heim- ildarmynda að þær hafa sitt eigið líf og fyrir mig er það helsta vanda- málið gagnvart fjármagninu. Þeir sem styrkja heimildarmyndir vilja fá plott, karakterþróun, jafnvel full- búið handrit, áður en aurinn kem- ur, sem er í sjálfu sér ómögulegt. Þetta er allt öðruvísi en áður var. Traustið er minna. Markhóparn- ir kannski ekki nógu stórir og kvik- mynd er dýrt fyrirbæri hvort sem markhópurinn er lítill eða stór." En þessi árœöni þín í útrásinni hefur einmitt boriö ávöxt, ekki satt? „Ja - það voru margir sem kunnu ekki að skrifa orðið þegar ég byrj- aði og auðvitað vakti árangurinn athygli annarra kvikmyndagerðar- manna. Það voru margir sem vildu koma í samstarf við mig enda var þetta á þeim tíma sem ég var mikið að sinna framleiðandanum í mér, tók meðal annars þátt í framleiðslu Társ iír Steini eftir Hilmar Odds- son og fjöldanum öllum af heim- ildarmyndum. Ég hitti líka á þessu Sabina Spilrein og Carl Gustav Jung Úr kvikmyndinni um Sabinu Spilrein. tímabili Torgny Anderberg, einn af mentorunum í sænskri kvikmynda- gerð. Samstarfið við hann opnaði mér dyrnar að ókunnum heimi, kenndi mér að tala mínu máli, vera hreinn og beinn og standa á minni sann- færingu." Þiö geröuö tvær myndir í sam- einingu en var þaö ekki í raun hann sem hrattþér út íœvintýrin? „Jú, það má segja það, enda var hann ótrúlegur ævintýramað- ur og hafði gert fjölda mynda víða um heim, meðal annars mynd- ina Villervalle i Söderhavet með Bengt Danielson, sem var einn af áhafnarmeðlimum Kon Tiki með Thor Heyerdahl þegar þeir sigldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.