Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Caponebræður
mættireftir
sumarfrí
„Já, það er rétt, við byrjum
aitur á þriðjudaginn," segir
Búi Bendtsen annar helm-
ingurinn af þessu fræga tví-
eyki. Caponebræðrum var
sagt upp störfum á útvarps-
stöðinni Xfm, daginn áður
en þeir fóru í sumarfrí. „Við
vitum ekki neitt, maður þarf
að vinna sinn uppsagnarfrest
eins og aðrir. Við mætum
aftur á þriðjudaginn í góðu
stuði," segir Búi og bætir því
við að framtíðin sé ekki ljós.
Þátturinn hefur verið í um-
sjón Andra Freys Viðarson-
ar og Búa Bendtsen á Xfm og
hefur hann verið mjög vin-
sæll. Það kom á óvart þegar
Axel Axelsson framkvæmda-
stjóri íslenska útvarpsfélags-
ins sagði þeim upp störfum.
En hlustendur geta tekið
gleði sína á ný og stillt inn á
strákana um klukkan níu á
þriðjudagsmorguninn.
Dj Holyfield
Hinn geðþekki
plötusnúður Kári Ey-
þórsson sem lenti í
því óhappi að hluti af
eyra hans var bitinn af
um seinustu helgi hef-
ur fengið nýtt nafii. Á
heimasíðu veitinga-
staðarins Priksins er
hann kallaður Dj Kári Ho-
lyfield. Eins og allir vita þá
beit Tyson hluta af eyra box-
arans Evanders Holýfield af
í frægum bardaga. Dj Kári er
þó ekki þekktur fyrir að boxa
heldur að spila dansvæna
tónlist á börum bæjarins.
bílasölu
Komin eru fram augljós
merki um samdrátt í bif-
reiðasölu - einum stærsta
og sveiflukenndasta þætti
einkaneyslu heimilanna. í
júfi voru seldar 1.394 nýjar
fólksbifreiðar samanborið
við 1.807 í sama mánuði í
fýrra. Samdrátturinn er 23%.
A öðrum ársfjórðungi voru
seldar ríflega 15% færri bif-
reiðar en á sama tímabili í
fyrra. Samdrátturinn er þvi
að aukast eftir því sem líður
á árið. Greining Glitnis seg-
irfrá.
fsi og Sena í
eina sæng
Bravo kallast nýtt fyrirtæki
í innflutningi á skemmti-
kröftum. Fyrirtækið er sam-
runi Event og Senu. fsleifur
Þórhallsson stóð að Event en
Sena er gamla Skífan. Sena
rekur Skífubúðimar og er
stærsti útgefandi tónlistar á
íslandi. Nokkur titringur er
meðal annarra tónleikahald-
ara út af þessum samruna.
Arnaldur Indriðason verður með nýja sakamálasögu að vanda fyrir jólin í ár. Heitir
hún Konungsbók og kemur út þann 1. nóvember. Arnaldur mun ekki fjalla um Erlend,
Sigurð og Elínborgu að þessu sinni, en þetta er i þriðja sinn á ferlinum sem hann hvílir
þetta þekktasta þríeyki sakamálasagna landsins. Konungsbók gerist í Kaupmannahöfn
og víðar í Evrópu.
Arnaldur hvílir Erlend í
þriðja sinn á ferlinum
Tíunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar kemur út þann 1. nóv-
ember. Það hlýtur að teljast til tíðinda að í henni hvílir hann Er-
lend og félaga í þriðja sinn á ferlinum. Áður hafa þau verið fjarri
góðu gamni í Napóleonsskjölunum og Bettý. Bókin Grafarþögn
kemur út í Bandaríkjunum í haust.
„Þessi bók er sakamálasaga sem
gerist árið 1955 að mestu leyti í Kaup-
mannahöfn en einnig viðar í Evr-
ópu," segir Arnaldur Indriðason um
nýja bók sína sem kemur út hjá Eddu
þann 1. nóvember. „Ég hvíli þau Er-
lend og co í þessari bók en það er í
þriðja sinn á ferli mínum sem ég geri
það." Arnaldur vill ekki tjá sig nán-
ar um efni hinnar nýju bókar sinn-
ar að öðru leyti en þessu. Bókin mun
að stórum hluta vera frágengin fyrir
nokkru og segir Arnaldur að hann sé
nú í sumarfríi. „Ég ætla ekki að gera
neitt sérstakt í þessu fríi, bara slappa
af hérna heima," segir hann.
Grafarþögn á
Bandaríkjamarkað
Af útgáfumálum hjá Arnaldi er
það annars að frétta að St.Martin's
Press í Bandaríkjunum ætlar að gefa
út bók hans Grafarþögn vestan hafs
í haust. Sama útgáfa gaf út bókina
Mýrina þar fyrir ári síðan. Að sögn
Amaldar hefur Mýrin gengið ágæt-
lega vestan hafs. „Þeir eru að gefa
út aðra bók eftir mig núna sem sýnir
kannski að þeir hafa einhverja trú á
að þetta geti gengið á þessum mark-
aði," segir Arnaldur.
Tíunda skáldsagan
Konungsbók er tíunda skáidsag-
an á ferli Arnaldar en flestar bóka
hans hafa orðið metsölubækur hér á
íslandi. Þeim hefur einnig vegnað vel
á Evrópumarkaði, einkum í Þýska-
landi. Á síðasta ári náði hann þeim
áfanga að selja yfir milljón bækur
en aðeins tveir aðrir íslenskir rithöf-
undar hafa leikið það eftir, Halldór
Laxness og Gunnar Gunnarsson.
Mýrin frumsýnd í haust
Þótt dyggir lesendur Arnaldar fái
ekki sögu af uppáhaldspersónum
sínum þessi jólin verða þau Erlendur,
Sigurður og
ínborg þó á
boðstól-
um í vet-
ur. Kvik-
mynd
Baltas-
ar Kor-
máks
sem
gerð er
eftir Mýr-
inni verð-
ur frumsýnd í
október. Þar fer
Ingvar E. Sigurðs-
son með hlutverk Er-
lends ogÁgústa Eva Er-
lendsdóttir (Silvía Nótt)
leikur dóttur hans.
Arnaldur Indriðason Ný
bók, Konungsbók,! vetur og
Grafarþögn! útgáfu I
Bandaríkjunum i haust.
Á hraða snigilsins
Svarthöfði hefur alið með sér
þann draum frá barnæsku að eiga
mótorhjól. Að aka um á kraftmiklu
Harley-hjóli í leðurfatnaði frá toppi
til táar og finna frelsistilfinninguna
og gúmmílyktina fyrir vitum sér er
tilfinning sem Svarthöfði hefur séð
í hillingum. Svarthöfða ber þó gæfu
til að vita eitt. Hann er spennufíkill
og ökuníðingur á sínum 75 hestafla
Volkswagen Polo og yrði því seint
gæfulegur á kraftmiklu mótorhjóli
úti í umferðinni. Þess vegna hefur
Svarthöfði látið sér nægja að dreyma
um mótorhjól.
Því miður virðist sem aðrir menn
hafi ekki sömu dómgreind til að bera
og Svarthöfði. í hverri viku les Svart-
höfði um ofsaakstur á mótorhjólum.
Á hverjum degi verður Svarthöfði
vimi að því að óðir mótorhjólamenn
^ Svarthöfði
prjóna á milli ljósa á Sundabrautinni
eða sviga þannig á milli bíla í þéttri
umferð á Miklubrautinni að Ingemar
Stenmark væri stolmr af. Þessir
menn hefðu betur látið draumórana
nægja líkt og Svarthöfði.
Það era þessir menn, hinir svo-
kölluðu svörm sauðir, sem eyði-
leggja orðspor bifhjólamanna á ís-
landi. Meginþorri mótorhjólamanna
er upp til hópa rólyndisfólk sem
kann að fara með kraftnikil farartæki
sín. Flest er þetta fólk í bifhjólasam-
tökunum Sniglunum. Samtökin hafa
barist fyrir bættri umferðarmenn-
ingu í gegnum árin og orðið ágengt.
Það hefur hins vegar ekki náðst að
stoppa vitleysingana. Það mun ^
sennilega aldrei takast en Svart-
höfði telur sig hafa lausnma. Væri
ekki tilvalið að að allir bif-
hjólamenn myndu aka
á hraða snigilsins?
Svarthöföi