Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Fréttir DV Sandkorn Óskar Hrafn Þorvaldsson ♦Veðurfréttamað- urinn geðþekki Sig- urður Þ. Ragnars- son, sem skemmtir landsmönnum á NFS, verður heiðursgestur á bindindismótinu í Galtalæk um verslun- armannahelgina. Það kom því tölu- vert á óvart þegar Siggi „stormur", eins og hann er oftast kallaður, lét hafa eftir sér í veðurfréttatíma stöðv- arinnar að smá rigning á Suðurlandi væri bara fín út í viskíið... ♦Lögfræðingurinn Borgar Þór Einars- son, sem er formað- ur Sambands ungra sjálfstæðismanna og fóstursonur Geirs H. Haarde, formanns flokksins og forsæt- isráðherra, hefur barist með oddi og egg ásamt félögum sínum til að koma í veg fyrir að landsmenn geti skoð- að álagningarskrár skattsins sem eru opnar öllum í tvær vikur í byrjun ágúst. Borgar er á móti þessari árás á einkalíf fólks en þess má geta að hann hafði 682 þúsund krónur á mánuði í fyrra... ♦Og meira af tekjum íslendinga því Ásgeir Friðgeirsson, sem er hægri hönd feðganna Björgólfs Thors og Björgólfs Guðmundssonar, virðist ekki fá greitt í samræmi við eignir og ríkidæmi umbjóðenda sinna. Sam- kvæmt upplýsingum frá skattinum varÁsgeir aðeins með 241 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári. f ljósi þess að hann hafn- aði þingsæti á síðasta ári eru það greinilega ekki peningar sem fengu hann til að taka Björgólfsfeðga fram yfir Alþingi... •Hljómsveitin Tod- mobile mætti í upptökuver NFS í Skaftahlíðinni í gær. Þremenningarn- ir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Andr- ea Gylfadóttir og Ey- þór Amalds eru afar samrýmdir og komu saman í bíl Þorvaldar Bjarna. Það kom ekki á óvart að eigandinn og Andrea sátu í framsætum bílsins en Eyþór fékk hvergi að koma nálægt akstri bifreiðarinnar. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann hefúr ekki ökuréttindi næsta árið eins og alþjóð veit... •Fj ölmiðlamaðurinn Jóhann Hauksson, sem hætti svo eftir- minnilega á Frétta- blaðinu fyrr í sumar, hefur ráðið sig til Am- þrúðar Karlsdóttur á Útvarpi Sögu. Jóhann, sem er beygður og boginn af reynslu í útvarpi eftir veru sína á Rás 2, mun stjórna morgunþætti stöðvarinnar á milli klukkan sjö og níu á morgnana. Þar ætlar hann að kafa djúpt ofan í þjóðfélagsmál líðandi stundar. Mörg- um þykir Jóhann vera brattur að ganga til liðs við Arnþrúði og spurning hvort hon- um gengur betur að innheimta laun en þeim Ingva Hrafni Jónssyni, Sigurði G. Tómassyni og Hallgrími Thorsteins- syni sem allir þurftu að höfða mál á hendur Amþrúði vegna vangoldinna launa... Handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson afplánar nú seinni hluta fangelsisdóms síns á Kvíabryggju vegna þess að hann var færður frá Litla-Hrauni vegna deilna við annan fanga. Hann komst í hann krappan á miðvikudaginn þegar fyrrverandi mágur hans hót- aði að mæta í fangelsið með byssu og drepa hann. Fluttur á Kvíabryggju vegna ástarþríhyrnings Lögreglan í Ólafsvík og tveir meðlimir sérsveitar ríkislögreglu- stjóra voru kallaðir að fangelsinu á Kvíabryggju á miðvikudaginn vegna líflátshótunar í garð handrukkarans Annþórs Kristjáns Karlssonar. Hótunin barst í gegnum síma en ekki var staðið við hana. Annþór var fluttur á Kvíabryggju ffá Litla-Hrauni fyrr í sum- ar vegna deilna við annan fanga, Óiaf Ágúst Ægisson, sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að stóra BMW-málinu. /■.nimint Forsaga flutnings Annþórs yfir á Kvíabryggju var sú að hann hætti með unnustu sinni til marga ára fyr- ir nokkru. Sú byrjaði í sambandi við Ólaf Ágúst og fór það illa í Annþór. Allt varð síðan vitlaust þegar Ólaf- ur Ágúst var handtekinn um pásk- ana eftir að hann var gripinn ásamt þremur öðrum með 25 kíló af am- fetamíni og hassi í BMW-bifreið. Ólafur Ágúst var dæmdur í gæslu- varðhald og heimildir DV herma að fangelsismálayfirvöld hafi fljótt séð að þessir tveir menn gætu ekki ver- ið á sama stað. Ólafur Ágúst er enn í gæsluvarðhaldi og bíður þess að vera birt ákæra fyrir aðild að smyglmálinu. Hegðun til fyrirmyndar Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun vildi lítið tjá sig um flutning Annþórs en sagði þó að stundum væri erfitt að vista ákveðna menn með ákveðnum um á Litla- Hrauni. ^íj‘j/i sagði hegðun Annþórs hafa verið til íýrirmyndar þann tíma sem hann hefur setið inni en hann á eftir að af- plána eitt ár af þriggja ára fangelsis- dómi sem hann fékk síðla árs 2004 fyrir hrottalega líkamsárás. Líflátshótun í síma Erlendur staðfesti einng við DV í gær að lögreglan hefði verið kölluð að Kvíabryggju vegna líflátshótun- ar í garð eins vistmanna fangelsis- ins, sem samkvæmt heimildum DV er handrukkarinn Annþór Kristján Karlsson. DV hefur heim- ildir fyrir því að mað- urinn sem hringdi og hótaði Ann- þóri Kristjáni lífláti hafi verið fyrrver- andi mágur hans, , vinnufélagi og ná- f granni í Aragerðinu íVogum. Gaf upp fullt nafn „Það hringdi mað- ur á Kvíabryggju og hótaði að mæta með byssu og monn T; Annþór Kristján Karlsson r Handrukkarinn er kominn á Kvlabryggju og var hótaö lifláti I gegnum slma af fyrrverandi mági slnum. Fangelsið að Kvíabryggju Lögreglan IÓlafsvlk og tveirsérsveitarmenn lokuðu afleggjaran- um aö Kvíabryggju eftir að einn vistmannanna fékk llflátshótun Igegnum slma. drepa tiltekinn fanga. Hann kynnti sig með fullu nafni og yfirmanni Kvíabryggju þótti rétt að taka hótun- ina alvarlega. Hann hringdi á Neyð- arlínuna og í kjölfarið komu lög- reglumenn frá Ólafsvík sem og tveir sérsveitarmenn frá ríkislögreglu- stjóra. Þeir lokuðu afleggjaranum upp að fangelsinu í nokkra klukku- tíma eða þar til talið var að hættan væri liðin hjá. Sem betur fer lét mað- urinn ekki verða af hótunum sínum," sagði Erlendur og bætti við að bæði lögreglan og sérsveitarmennirnir hefðu brugðist fljótt og vel við og verið snöggir á vettvang. væri enn ljóst hvort brotaþoli myndi kæra atvikið. Aldrei áður gerst Erlendur sagðist ekki muna eftir því að svona uppákoma hefði átt sér stað áður. „Mig rekur ekki minni til þess. Við verðum hins vegar að taka svona hluti alvarlega. Þetta er opið fangelsi og hægt að keyra alveg upp í hlað. Þess vegna var viðbúnaðurinn kannski meiri en vanalega," sagði Er- lendur. Tek enga áhættu Geirmundur Vilhjálmsson, fang- elsisstjóri á Kvíabryggju, sagði í sam- tali við DV í gær að svona hlutir hefðu aidrei gerst áður á 20 ára tíð hans í fangelsinu. „Þetta truflaði daginn hjá okkur en lögreglan brást hárrétt við. Ég var ekki skelkaður en tók samt enga áhættu. Ég verð að hugsa um öryggi starfs- og vistmanna," sagði Geirmundur. Ólafur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Stykk- ishólmi, sagði málið upplýst en ekki Keyptu eina vinsælustu fataverslun Lundúna og flytja hana á Laugaveginn Ný fataverslun Kormáks og Skjaldar í september „Við Skjöldur fréttum að uppá- haldsfatabúðin okkar í London, Bertie Wooster, svona „second hand" búð, sem hefur verið starfrækt í ein 18 ár væri til sölu. Tveimur dögum síðar fór Skjöldur út og þetta ferli gekk alveg ótrúlega hratt fyrir sig," segir Kormákur Geirharðsson, einn af þremur eigend- um verslunarinnar. Hinir eru Skjöldur Sigurjónsson og Karl Th. Birgisson. „Við keyptum allt, herðatré, skápa, ljósakrónur, uppstoppaðan svíns- haus, mottumar - já, bara allt. Það stóðu bara vírar út úr veggjunum þegar við fórum. Eigandinn George Cazanove verður okkur áfram innan handar því hann getur ekki hætt og er að leita að fötum og fleiru fyrir okk- ur í London. Maðurinn er hafsjór af fróðleik og afskaplega skemmtÚegur en hann kemur hingað í byrjun sept- ember og við reiknum með að opna meðan hann dvelur hér. Við verðum með meira nýtt en í gömlu búðinni þó að þetta sé eins konar framhald af henni. Við leggj- um áherslu á klassík í herrafamaði, tvíd, sjakketjakka, hatta, skreytihluti og íleira sem tilheyrir svona búðum. Við verðum líka með fataleigu og búningaleigu fýrir bíómyndir, auglýs- ingar, brúðkaup og alls kyns veislur. Þær Dýrleif Ýr örlygsdóttir og Mar- grét Einarsdóttir eiga búnmgaleig- una með okkur. Búðin kemur til með að heita Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar en Bertie Wooster-nafnið verður einhvem veginn hengt við því þetta er frægt nafh og margir þekkt- ir tískuhönnuðir eins og til dæmis Ralph Lauren hafa nýtt hana við hug- myndaöflun. Þessari búð hefur fýlgt merkileg menning með stórmerki- legum fastakúnnum, sem við von- umst til að geti haldið sér eða orðið til hér líka. KarlTh ., Kormákur og Skjöldur stilltu sér upp Iklæddlr nýupp- tekinni fatasendingu viö svlnshausinn góða. Verslun þeirra félaga verður opnuð I Kjörgarðshúslnu I byrjun september. dv/mynd Hörður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.