Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Fréttir DV „Ég er einn afijölmörgum sem byrjuðu að fylgjast meö spennuþáttunum Lost. Ég var mest spenntur að vita hvernig þetta myndi enda en svo rann það upp fyrir mér að það var enginn endir og þá hætti ég að horfa." Jón Gnarr í pistli sínum á baksíðu Fréttablaðsins um hve oft vantar endi á sögur og sjónvarpsþætti. Er til einhver sem ekki er alveg lost í söguþræðinum í Lost? ■ sessssr „Þau sátu sitthvorum megin við borðið og gps s. i j—p. þurftu stanslaust að * vera að lyfta sér upp af figg þ , „ stólnum tilað ná yfir gfegTSÍSte I borðið og kyssa hinn * -r aðilann og það voru ekki siðmenntaðir kossar heldur oft á tíðum svokallað slumm afverstu gerð. Auk þess töluðu þau sín á milli á sætu ástarmáli sem fór óendanlegaí taugarnará Víkverja..." Vikverji Morgunblaðsins að greina frá hremmingum sínum í kaffihúsaheim- sókn. Já það er alveg ótækt að fólk geti ekki kysst hvort annað á siðmenntaðan háttá opinberum stöðum. En þó tekur alveg steininn úr að slumminu fylgi sætt ástarmál. „Við vitum þegar að þetta verður dýrt fyrir okkur Frónbúa. Til að mynda þarfað stórefla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og það kostar skildinginn. Síðan þurfum við að taka á okkur auknar byrðar varðandi rekstur Keflavíkurflugvallar. Ég velti því fyrir mér hvað verði um þau tæki og tól sem hafa verið notuð til að halda vellinum gangandi. Hér er ég til að mynda að tala um slökkvitæki og snjóruðn- ingsbúnað." Magnús Þór Hafsteinsson bloggar á síðunni sinni um afleiðingarnaraf brotthvarfi Varnarliðsins. Erekki kominn tímitilað endurvekja Sölunefnd varnarliðseigna og setja allt klabbið á útsölu? „Ríkissaksóknari settieinn manní aðfarayfir samráðsmál olíufélaganna, sem erþó mikið umfangs. Sá má bara vinna það í dagvinnu. Reiknar hann því ekki með að komast til botns íþví, hvort til ákæru komi eða ekki fyrr en íhaust. Vonandi verður það áður en málið verður fimm ára." Sigurður G. Guðjónsson í viðhorfsgrein í Blaðinu um ólögmætt samráð olíufélaganna. Hvernig erþað? Erekkiöllum löngu orðið dagljóstað ákæruvatdið ætlarsérað klúðra þessu máli hvað sem tautarog raular? „En þegar viðtalið var skoðað kom á daginn að einkaviðtalið mikla voru aðeins nokkrar setningar sem hafðar voru eftir henni um að forseta- frúnni myndi hugnast að eldast á fslandi. Heldur þunnur þrettándi." Andrés Magnússon í klippt og skorið í Blaðinu að býsnast yfir viðtali helgar- blaðs DV við Dorrit Moussaiev. Já Andrés. Þau eru súr. Menningarelíta Berlínarborgar bíður spennt eftir föstudeginum 11. ágúst, en þá hefur hið fornfræga leikhús Admiralspalast starfsemi á ný. í hringiðu starfseminnar eru tveir þjóðþekktir íslendingar, kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Tryggvason og þúsundþjala- smiðurinn Helgi Björnsson. Islendingar opna risaleikhús í Berlín „Ég og Jón Tryggvason tilheyrum fjárfestingarhópi sem stendur á bak við enduropnun menningarhallar- innar," segir Helgi og vísar þar í Ad- miralspalast, en það er engum orð- um aukið að um algera höll er að ræða. Húsið er 23.000 fermetrar á stærð og slagar þar með hátt í stærð Kringlunnar. „Þetta er risastór leik- hússamstæða, með fjórum leik- hússölum, veitingahúsi, klúbbi og spa-aðstöðu." Kostnaðarsamar aðgerðir Ævintýrið hófst fyrir al- vöru árið 2003 þeg- ar Helgi og Jón keyptu húsið, ásamt þremur Þjóð- verj- um. „Við eig- um fjórð- ung húsinu en ■ „Þetta er risastór leik- hússamstæða, með fjórum leikhússölum, veitingahúsi, klúbbi og spa-aðstöðu“ kostaði eina millj- ón evra. End- urbygging hallarinn- ar hefur kostað 15 milljón- ir evra," segir Helgi og er bjart- sýnn á að það muni skila sér aft- ur. „Já, held- ur betur. Annars værum við varla að þessu," segir hann og hlær. Sögufrægt hús „Húsið var byggt árið 1911 sem skautahöll með mörgum svölum í kring þar sem áhorfendur gám set- ið," segir Helgi og er mjög meðvitað- ur um hina ótrúlegu sögu leikhúss- ins. „Húsið hefur náttúrulega lifað af tvær heimsstyrjaldir og kommúnista- ríki!" segir hann. Síðast var sýnt í hús- inu árið 1997, en síðustu níu árin hef- ur það legið í dvala - sem lýkur senn. „Mikill spenningur fyrir þessu" Admiralspalast er staðsett í hjarta Berlínar, við Friedrichstrasse og steinsnar frá Unter den Linden, að- alverslunargötu Austur-Berlínar. „Það er mikill áhugi og spenning- ur fyrir þessu hérna í Berlín," segir Helgi. „Opnunarstykkið verður Tú- skildingsóperan eftir Bertolt Brecht, í leikstjórn Klaus Maria Brandauer, sem er ein stærsta leilchússtjarna og leikari Þýskalands." Söngvar- inn Cambino úr Die Toten Hos- en, Katrin Sass - bemr þekkt sem móðirin í Goodbye Len- in - og Hollywood-leikarinn Gottfried John leika öll í leik- ritinu. „Allar helstu stjörn- ur Þýskalands eru í verkinu," segir Helgi glaður í bragði. I nógu að snúast Menningarhöllin opnar eftir viku og því augljóst að mikið er að gera hjá þeim fé- lögum. „Ég hlakka mildð til Admiralspalast-leikhúsið í Berlín Ótrúlegt mannvirki. Uppsetning á„Fleur d'Hawai" í Admiralspalast árið 1931 Innandyra minnir leikhúsið á höil. Jón Tryggvason kvikmyndargerðamaður Einn fjárfestanna I teikhúsinu. opnunarinnar, en verð á fullu fram að henni. Við verðum að vinna í þessu dag og nótt til að koma þessu upp," segir Helgi að endingu. Þess má geta að um framtíðarverkefni leikhússins má lesa á admiralspalast.de. ottar@dv.is Dr. Þorvarður Árnason náttúru- og umhverfisfræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Háskólasetursins á Hornafirði Háskólasetrið á Hornafirði hyggur á aukin umsvif Dr. Þorvarður Arnason og Soffía Auður Birgisdóttir Fiytja á Hornafjörð tilaðstýra háskóiasetri. dv/mynd Heiða Helgadóttir „Ég tek hérna við mjög góðu búi af dr. Rannveigu Ólafsdóttur, sem gegndi því frá stofnun Háskólaset- ursins 2002. Hér er mjög góð aðstaða, sem er til húsa í Nýheimum á Höfn í Hornaflrði ásamt fleiri fræðslu- og menningarstofnunum. Rannsóknir sem nú eru í gangi eru fyrst og fremst á sviði umhverflsmála, náttúruffæða, ferða- og menningarmála á okkar starfssvæði. Við erum eins konar úti- bú frá Háskóla Islands og erum hluti af neti nokkurra svipaðra stofnana sem hafa það sameiginlega markmið að efla tengsl HÍ við landsbyggðina. Auk rannsóknanna er okkur þannig ætlað að vera tengiliður og mið- stöð fyrir kennslu á háskólastigi fyrir landsbyggðarfólk á okkar starfssvæði. Þá vonumst við til, í náinni framtíð, að geta bætt við fólki. Helst vildi ég geta ráðið ferðamálafræðing til starfa þegar í haust en einnig bíða hér mörg spennandi rannsóknarverkefni í líf- fræði og jarðfræði og í tengslum við mannlíf og menningu. Við bjóðum jafnframt upp á aðstöðu fyrir fræði- menn og vísindamenn enda er það eitt af hlutverkum setursins að styðja við rannsóknir á svæðinu og við afar áhugasöm um að fá fólktil okkar. Sjálf höfum við hjónin fest kaup á húsi fyr- ir austan sem verið er að gera upp þannig að við vonumst til að verða komin austur fyrir fullt og fast um miðjan mánuðinn," segir Þorvarður í samtali við DV. Eiginkona Þorvarðar, Soffía Auð- ur Birgisdóttir bókmenntafræðing- ur, hefur einnig verið ráðin í 50% starf sem sérfræðingur við fræða- setrið. „Ég mun starfa við setrið sem sérfræðingur í austfirskri menningu í hálfu starfi jafnframt kennslu við íslenskuskor HÍ," segir Soffía Auður. „Starfið leggstvelímigogmérfinnst afar spennandi að flytja austur. Ég mun vinna áfram að rannsóknum á Þórbergi Þórðarsyni en ég er með bók í smíðum um hann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.