Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 58
70 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Siöast en ekki síst DV Smokkakennsla læknanema Ástráður, félag læknanema, hef- ur í samstarfi við Halldór Jónson, innflytjanda Durex á fslandi, og fleiri góða aðila, ákveðið að hrinda af stað átaki um verslunarmanna- helgina. „Við hyggjumst vera á að minnsta kosti fjórum stöðum á I landinu; BSÍ, Reykjavíkur- flugvelli, höfninni í Þor- lákshöfn og á Akureyri og dreifa smokkum til fólks á leið á skemmtanir víðs vegar um land- ið. Við byrjum á fimmtudegi fyrir ^verslunarmannahelgi og verðum þangað til smokkarnir klárast, en þetta eru um 15 þúsund stykki. Nú hefur planið um verslunarmanna- Ha? / # helgina verið ákveðið, með fyrirvara um að smokkarnir klárist ekki." þetta segir í til- kynningu frá Ástráði til allra fjölmiðla um málið sem er gott og blessað. Hins vegar kom upp- færsla á þessa tilkynningu þar sem segir meðal annars: „Einnig erum við opin fyr- ir umfjöllun um mál þessu tengd, ásamt því sem " . "0 g.r <?}' ssssrsrr smokkakennsluenmjog gmM>,,„aMau. er þörf á því í dag. Jahá, við á ritstjórn ha? vissum ekki að svona mikil þannig. þörf væri á smokkakennslu - en notkunin á smokk hefur , hingað til verið jafneinföld og að drekka vatn. Erum við því enn að velta því fyr- ir okkur hvernig smokka- kennslan fari fram. Er það þannig að áhugaverðum nemendum er safnað sam- an fyrir framan læknanema sem væntanlega er með „hann" blýstífan? Síð- an sýnir hann nem- endunum hvernig eigi að rúlla smokloium upp á réttan stað, eða Furðufréttin Stóra álamálið í Blaðinu Furðufrétt vikunnar að þessu ^ sinni var í Blaðinu sem greindi frá því að nú hefur íbúum enska bæjarins Lyme Regis ver- ið bannað að lemja hver ann- an með dauðum álum. Það ku víst vera löng hefð fyrir þessu „sporti" þar á bæ. í Blaðinu segir m.a.: „Ibúar bæjarins hafa lengi haft gam- an af þeirri íþrótt að lemja hver annan með álum og að þeirra sögn er fátt skemmtilegra hægt að gera við dauðan fisk. Árlega skipta bæjarbúar sér í tvö lið og keppast við að lemja hvorir aðra með álum til þess að safna fé fýrir Konunglegu björgunar- bátastofnunina, sem eru frjáls félagasamtök sem sinna öryggi sjófarenda við Bretlandseyjar. Keppnin felst í því að reyna að slá andstæðinga sína af litlum tréstubbi með áli... Það fýlgir svo sögunni að náttúruverndarsamtök hafi mótmælt þessu harðlega og sagt að þetta væri argasta van- virðing við dauða fiska. Tja, það er eins gott að Bretarnir upp- götvi ekki hvernig við íslend- ingar verkum harðfisk. Annars ætti einhver að taka upp þennan sið hérlendis í þágu góðs málefnis. Þannig mætti t.d. fá lið af Alþingi, stjórn- og stjórnarandstöðu, til að berja á hvort öðru með dauðum þorsk- um niðri á kajanum í Reykjavík. Það mundu eflaust fleiri horfa á slíkan bardaga en nú horfa á baráttuna á þinginu í beinum útsendingum. Stefán í Stuðmönnum RÚV-Tops láta Ijósið skína Gamla myndin Barið gegnum bass Það hefur ekki farið framhjá nein- um að leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson hefur tekið lagið með Stuðmönnum á ferð þeirra um land- ið í sumar. „Upphafið að þessari veru minni í Stuðmönnum má rekja tO þess að við Jakob Frímann höfðum lengi rætt um að gera eitthvað sam- an,“ segir Stefán. „Tækifærið kom svo í febrúar síðastliðnum er EgUl Ólafs- son forfallaðist fyrir tónleUca sveitar- innar í Kaupmannahöfn. Hins veg- ar er ég ekki að fylla í skarðið fyrir Egil enda er það ekki hægt. Hins veg- ar tókst svo vel til að við ákváðum að ég yrði með þeim í sumar. Við erum núna fimm sem syngjum í sveit- inni, ég, EgUl, Valgeir, Jakob og Birg- itta Haukdal og við syngjum svo bak- raddir fyrir hvert annað." Meðal þeirra laga sem Stefán syngur með Smðmönnum er fyrsta frumsamda lagið hans, ReykjavUc. Og það mun hafa gerst á tónleikum Stuð- manna á Bolungarvík að Ásgeir Ósk- arsson trommuleikari barði í gegn- um húðina á bassatrommu sinni í miðju þessu lagi en þetta er aðeins í annað sinn sem slíkt kemur fyrn Ás- geir á ferlinum. Þurfti sveitin að taka hlé meðan Ásgeir strengdi nýja húð á trommuna. „Fyrir utan Reykjavík tek ég að sjálfsögðu lagið Ó Lína á tónleikum okkar enda Ijúft að hugsa til sinnar heittelskuðu á laugardagkvöldi þeg- ar hún er langt í burtu," segir Stefán. „Annars má geta þess að lagið mitt Reykjavík fer í almenna spUun nú eft- ir helgina en það er með á plötunni Pottþétt 40." Stefán segir að það sé einstáklega skemmtUegt að ferðast um landið Kaupmannahöfn Frá tónleikum Stuðmanna íKaupmannahöfn en þarkom Stefán Karl fram með þeim I fyrsta skipti. með Stuðmönnum. „Þeir eru stöðugt að segja mér sögur af sér og öðrum sem komið hafa við sögu Stuðmanna í gegnum tíðina," segir Stefán. „Og aU- ar þessar sögur eiga það sameigin- legt að vera framúrskarandi fyndnar þannig að stundum verkjar mann í magavöðvana." Annað sem Stefán nefnir er að Stuðmenn eiga nú lagalager upp á hátt í 400 lög þannig að úr mörgu er að velja. „Við höfum ekki fyrirfram ákveðið prógramm heldur tökum þetta meir eftír hvemig stemmingin er í salnum hverju sinni," segir Stefán. „Og eitt kom mér soldið á óvart. Það er hversu vel er tekið á mótí Stuð mönnum hvar sem við kom- um. Það er stundum einstakt að upplifa viðtökur heimamanna." Annað kvöld, laugardags- kvöld, munu Stuðmenn koma fram í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum í Laugardal en það er að komast hefð á að sveitin troði þar upp um verslunarmannahelg- ina. Og Stefán segir að næsta laugar- dagskvöld muni Stuðmenn efna tíl risaballs á Ingólfshvoli rétt fyrir utan Selfoss. „Ég get lofað því að stuðið verður þar þá helgi," segir Stefán Karl. RÚV-Tops Á myndinni eru þau Georg Magnússon, Usa Pálsdóttir og Magnús Elnarsson I góðri sveiflu. Á innfelldu myndinni er Lísa I dag. Gamla myndin að þessu sinni er tekin á Púlsinum 1991 og sýnir hljómsveitina RÚV-Tops koma fram í fyrsta og eina sldptí. Þarna er valinn maður í hverju rúmi, Georg Magnússon, Lísa Pálsdóttir og Magn- ús Einarsson. „Ef ég man rétt vorum við þarna á blúskeppni milli fjölmiðla sem fulltrúar Rásar 2," seg- ir Lísa Pálsdóttir er við biðjum hana að rifja upp þennan atburð. „Hins vegar man ég ekki hver vann að lokum." Lísa segir að á þessum tíma hafi oft verið efnt til allskonar tónlistar- keppna milli fjölmiðla og þetta hafi verið ein af þeim. „Við erum þarna á fullu í laginu „Bring it to me" með hljómsveitinni Animals," segir Lísa. Og hún minnist þess að allir viðkom- andi hafi skemmt sér stórkost- lega á þessari keppni. Lísa tekur enn lag- ið af og til en hún og eiginmaður hennar Björgólfur Egilsson eru saman í hljóm- sveitinni Slow Beatl- es. „Maður er svona að dútla við ýmis- legt í tónlistinni af og til," segir Lísa. „Þetta eru svona meira ákveð- in verkefni sem ég tek að mér. Núna síðast var það hlutverk í söngleiknum Barperan sem sett- ur var upp á Grand rokk við mikla hrifningu fastagesta og annarra sem náðu að bera þetta stykki augum og eyrum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.