Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Viðskipti DV Vísitölur: ICEXMAIN 4.904 a0,27% - DowJones 11.200 a 0,13% - NASDAQ 2.079 ▼-0,61% - FTSE100 5.932 a 0,06% - KFX 378 ▲ 2,06% Loksins jákvæð skýrsla IpftllHB ! ’ t :*, , „I skýrslu matsfyrirtækisins Moody's um ísland sem birt var I gærmorgun er niöurstaðan sú aö lánshæfiseinkunnina Aaa fyrir skuldir rlkisins méð stöðugar horfur megi rökstyöja með traustum innviðum efna- hagsllfsins, sterkri ; skuldastöðu rlkissjóðs og góðri reynslu afþví hvernig hagkerfíö hefur brugðist við áföllum til þessa." Greining Glitnis segirfrá. „Iskýrslunni er Island sagt vera auöugt, þróað iðnrlki og að hér sé nú ör þróun I átt til meiri fjölbreytileika I efnahagsllf- Inu. Pað skjóti svo frekari rótum undir meirihagsæld og aukna framþróun. Pó hafi hérá landi myndast ójafnvægiá ýmsum sviðum, tilað mynda hafi erlendar skuldir vaxið hratt.sér! lagi skuldir bankakerfisins. Sérfræðing- ur Moody's telur að áhyggjur markaðsaðila afyfirvofandi bankakreppu hafi verið orðum auknar." Þarna er loksins komin jákvæð skýrsla eftir straum afneikvæðum allt frá þvl I febrúar, en þá tók hagkerfíð dýfu I framhaldinu. wmmmmmmmmmmmmmmmm Markaðsmaðurinn HreiðarMár Sigurðsson Ferill Hreiðars Más Sig- urðssonar, forstjóra KB banka, er hreint undraverð- ur en í samvinnu við stjórn- arforinann bankans, Sigurð Einarsson, hefur hann á ör- fáum áruni gert bankann að tíunda stærsta banka Norö- urlanda og ekkert lát virðist á framsókn bankans. Afkoma bankans á fyrri- hluta ársins 2006 er einnig frábær þrátt fyrir væringar á bankamarkaði og neikvæða uinfjöllun greiningarfyrir- tækja eriendis en hagnaður hluthafa bankans nam tæp- um 32 milljörðum króna, sem er aukning um sjö millj- arða frá sama tima í fyrra. Hreiðar Már Sigurðsson er fæddur 1970 og menntað- ur sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands. Saina ár oghann útskrifaðist, 1994, hóf hann störf á eignastýr- ingarsviði Kaupþings. Árið 1998 varð Ilreiðar aðstoðar- forstjóri Kaupþings og fram- kvæmdastjóri Kaupthing New Vork við stofnun þess í mars 2000 til ársloka 2001. í byrj- un árs 2003 tók Hreiðar við stöðu forstjóra Kaupþings. Hreiðar Már var valinn maður ársins af Frjálsri versl- un 2005 og Sigurður Ein- arsson viðskiptafræðingur ársins af Félagi viðskipta- fræðinga. Auk þess hlaut bankinn fjölda verðlauna bæði innlendra og erlendra. Mánaðarlaun Hreiðars Más voru 22,535 milljónir sam- kvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar fyrir árið 2005. Kaup FL Group á rúmlega Qórðungshlut í fjárfestingarbankanum Straumi-Burðarási fyrir skömmu vöktu mikla athygli. Bankinn hefur Qármagnað mörg af stærstu fjárfest- ingarverkefnum FL Group og Baugs, annars stærsta hluthafa félagsins, og velta menn fyrir sér hvort þessi viðskipti séu eðlileg í því ljósi. Kaup FL Group í Straumi geta vakið tortrygg Það hefíir aldrei verið neitt leyndarmál að Straumur-Burðarás, undir stjórn íyrrverandi forstjóra Þórðar Más Jóhannessonar, hefur fjármagnað mörg af stærstu fjárfestingarverkeíhum bæði FL Group og Baugs, sem er annar stærsti hluthafi félagsins, á undanförnum misserum. Eftir kaup FL Group á rúmlega fjórð- ungshlut í bankanum vakna spurningar um hvort hagsmunaá- rekstrar geti orðið þegar stór hluthafi í banka er jafnframt stór viðskiptavinur. Kaup FL Group á fjórðungshlut í Straumi-Burðarási af þeim Magn- úsi Kristinssyni og Kristni Björnssyni eru enn til skoðunar hjá Fjármálaeft- irlitinu. Það er ekki enn búið að sam- þykkja félagið sem virkan eignarað- ila og takmarkast hluturinn því enn sem komið er við 9,9%. Ragnar Hafliðason, aðstoðarfor- stjóri hjá Fjármálaeftirlitinu, sagði í samtali við DV að banka væri ekki bannað að lána hluthöfum í bankan- um. „Það eru hins vegar allnokkrar takmarkanir á slíkum lánum. Með- al annars eru takmarkanir á að lána beinlínis til kaupa á eigin hlutabréf- um," sagði Ragnar og vísar í 29. grein laga um fjármálafyrirtæki frá árinu 2002. Getur vakið tortryggni Ragnar sagði að kaup FL Group á fjórðungshlutnum í Straumi-Burða- rási væru í skoðun hjá Fjármálaeft- irlitinu með hliðsjón af ákvæði um virkan eignarhlut og hann gæti lítið tjáð sig um það einstaka mál. Hins vegar væri almenna reglan sú að svona dæmi kölluðu á að fylgst væri vel með. „Það eru lög og reglur yfir „Það eru hins vegar all- nokkrar takmarkanir á slíkum lánum. Með- al annars eru takmark- anir á að lána beinlínis til kaupa á eigin hluta- bréfum." hlutafélög og fjármálafyrirtæki og það sem skiptir máli er að öll mál fái eðlilega afgreiðslu innan stjórn- ar. Þetta getur vakið tortryggni og því kallar það á að vel sé fylgst með," sagði Ragnar. Björgólfur tjáir sig ekki Ásgeir Friðgeirsson, talsmað- ur Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums-Burða- ráss, sem fer fyrir stærsta eignarhlut- anum, sagði í samtali við DV í gær að Björgólfur Thor tjáði sig ekki um þetta mál. „Hann hefur sagt opin- berlega að hann fagni aðkomu þess- ara fjárfesta að bankanum og vonast til að þeir leggi sitt á vogarskálarnar til að efla og styrkja hann. Annað er það ekki," sagði Ásgeir. Ekki óþekkt FL Group og Baugur eru þó ekki einu stórfyrhtæk- in sem eru í viðskiptum við banka sem þau eiga hlut í. Samson, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, á rúm 40% í Landsbankanum sem hef- ur fjármagnað flest öll við- skipti félagsins innanlands á undanförnum árum, líkt og kaupin á Eimskipum. Það sama gildir um Exista, eignarhaldsfélag bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmunds- sona. Exista á 21% í KB banka sem hef- ur fjármagn- að flest við- skipti þeirra bræðra hér á landi, til dæmis kaupin á Símanum ogVÍS. oskar@dv.is Erfitt að vera neikvæður Jákvæðar fréttir hafa haldið áfram að berast í vikunni af rekstri fyrirtækja og þá sérstaklega af bönkunum. Glitnir skilaði mjög góðu uppgjöri, langt yfir væntingum, og var gaman að sjá hvað stefna bankans hef- ur skilað góðum árangri. önnur áhugaverð frétt er sala KB banka á rúmlega 6% hlut í Exista til 9 lífeyr- issjóða og innleysir hann þar með 5,7 milljarða hagnað á þriðja árs- fjórðungi. Þessi sala sýnir að lífeyris- sjóðirnir eru ekki vantrúaðir á markað inn, Exista og þau félög sem Exista á í, því ljóst er að um stór viðskipti var að ræða. Markmið KB með sölu á hlut sínum í Ex- ista eru langt komin þar sem meirihlutinn verður greidd- ur út sem arður til hluthafa KB seinnihluta ársins. Þetta styrkir KB og gerir krosseignarhald í bankanum óverulegt. Þó eru líklega bestu fréttirnar skýrsla Moodys þar sem skýrsluhöfundar segja fjármálakerf- ið sterkt, fjármálafyrirtækjum vel stjómað og ríkið vel í stakk búið til að taka áföllum ef svo ólíklega vildi til að þau yrðu. Þetta hefur farið vel í markaðinn og hefur krón- an styrkst í kjölfarið og hlutabréf bank- anna hafa heldur hækkað. Það er Kannski of snemmt að fagna og lýsa því yfir að allt sé jákvætt framundan en klárlega er margt gott að gerast. Valdimar Svavarsson Verðbréfamiðlari gefur góð ráð. Fyir pílukastarann íkjasala fslands hefur til .•róttavöruverslun í Kefiavík. aslunin hefur veriö f eigu sömu ila í 8 ár en áður hafði Reiðhjóla- rslun MJ verið í húsnæðinu jölda ára. Mest er selt af marvörum, til dæm- reiðhjólum, línu- lutum, tjöldum útivistarvör- um. Versl- unin hefur skapaðsérsér- stöðu með því að bjóða Hupp á mikið úrval af pílukastvör- um. En það sport virðist vera rnjög vinsælt í Keflavík. Að sögn seljanda er mikil vönmn á veiðivöruverslun í Keflavík bæði fýrir stangveiði og skotveiði. Þar sem verslunin einbeit- ir sér að sumarvörum koma 80% veltu/tekna inn á tímabilinu mars - ágúst. Ársveltan er um 15 til 20 milljónir en verð- ið á versluninni er ekki gefið upp á heima- síðu Fyrirtækjasölu íslands. Þetta er því tilvalið fýrir stang- veiðimanninn til að drepa tímann þangað til stangveiðitímabilið hefst aftur með því að kasta pílu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.