Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 40
1 52 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Helgin DV Mæðrum drengja hættara við fósturláti Rannsóknir við Háskólasjúkrahúsið í Kaupmannahöfn hafa leitt í.ljós að mæðrum sem eiga syni er hættara við að missa fóstur. Rannsóknirnar sem Henriette Svarre Nielsen hefur staðið fyrir og kynntar voru á ráðstefnu Félags um fæðingar og fósturfræði, sem haldin var í Prag fyrr í sumar, byggja á fæð- ingarsögum þrjúhundruð kvenna. Allar eiga það sameiginlegt að hafa alið son sem frumburð og síðan átt í fósturlátum eftir það. Svarre segir að frum- ur úr fóstri frumburðar berist um fylgjuna og auki líkur á að ónæmiskerfið byggi sig upp gegn frekari getnaði. Nielsen segir að frumur fósturs geti verið í líkama móður í allt að tvo áratugi. Lfkur mæðra sem eiga syni að frumburði á að eignast fleiri börn segir rannsóknin að sé þriðjungi minni en þeirra sem eiga dóttur að frumburði. Orsökin er rakin til gena úr frumburðinum. Rannsóknin hefur staðið um tveggja áratuga skeið og vakti athygli í upphafi að óeðlilega margar mæður drengja misstu endurtekið fóstur. Greint var frá niðurstöðum Nielsens í blöðum í Danmörku og á Bredandseyjum. Athafnakonan A horni Blönduhlíðar og Stakkahlíðar hef- ur á fjórða áratug verið starfrækt hárgreiðslustofa. Síðustu fimm árin hefur Kristín Björk Reynisdóttir rekið stofuna Aida og aldrei þurft að auglýsa. Á tímabili var yngsti viðskiptavin- ur hennar sex mánaða og sá elsti eitthundrað og fimm ára. Kristfn Björk Reynisdóttir „Vissl að lífið væri armað og meira en skúringar." „Ég er með viðskiptavini alls staðar að úr heiminum," segir Krist- ín Björk þegar hún er spurð hvemig hún afli sér viðskiptavina í þessu ró- lega hverfi. „Orðið hefur bara borist manna á milli og hingað hefur kom- ið fólk frá Raufarhöfn, Egilsstöðum, Vopnafirði, Bandaríkjunum, Sví- þjóð, Hollandi og Bretlandi. Það er þá fólk sem íslenskir vinir hafa bent á mig í upphafi og þeir hafa komið tvisvar, þrisvar á ári." Kiistín Björk er fædd íBorgamesi og byrjaði að vinna fyrir sér fjórtán ára gömul. „Ég vann í unglingavinnunni, á Hreðavatnsskála, á Bifröst, á sumar- hótelum og í Esso sjoppunni í Borg- arnesi," segir hún. „Svo giftist ég og flutti í Búðardal. Þar vann ég í Kaup- félaginu og í bakaríinu og komst þá að því að lífið var meira en að skúra gólf. Ég ákvað að láta gamlan draum um að læra hárgreiðslu rætast. Þá átti ég eina dóttur, en keyrði til Reykjavíkur á mánudögum og vest- ur aftur á föstudögum. Atvinnutæki- fæmnum úti á landi á þessu sviði fer sífellt fækkandi, þannig að við hjón- in ákváðum að flytja suður. Byggð- um okkur sjálf hús í Garðabænum, þar sem ég járnabatt, smíðaði og málaði. Ég hóf hárgreiðsluferilinn hér hjá Guðrúnu Pálsdóttur í Garða- bæ en ákvað að kaupa þessa stofu fyrir tæpum flmm ámm. Mér finnast Hlíðarnar mjög góður staður og hér er yndislegt samfélag." Kristín Björk á fjögur börn, 23 ára dóttur, tvíburadætur sem eru fjórtán ára ogníu ára son. Aukþess að sinna börnum, búi og hárgreiðslustofunni gefur hún sér tíma fyrir áhugamálin sem eru heldur óhefðbundin þegar kona á í hlut. „Ég er með jeppadellu!" segir hún hlæjandi, „og hef átt jeppa í tuttugu og eitt ár. Ég fer í kvennaferðir á veg- um jeppaklúbbsins 4x4 og ferðin í ár var farin í febrúar. Þá keyrðum við upp undir rætur Hofsjökuls. Ég held ég sé svona strákastelpa og er mjög ævintýragjörn. Það er margt sem ég hef prófað, eins og að pússa bíla nið- ur fyrir sprautun, en það er líka margt sem ég hef ekki prófað eins og fallhlífarstökk og mótorhjól. En að því kemur, því ég er þeirrar skoðun- ar að maður á að prófa allt sem mann langar til. Um tíma var ég mikið í hestamennskunni, en tíma- skortur hefur hamlað mér frá því áhugamáli nú um nokkum tíma, enda er stofan opin frá níu á morgn- ana til sex á daginn og til átta á fimmtudagskvöldum." I viðskiptavinahópi Kristínar Bjarkar eru karlmenn lítt færri en konur. „Það skemmtilega við þetta starf „Það skemmtilega við þetta starfer hversu ólíku fólki ég fæ tæki- færi til að kynnast. Um tíma varyngsti viðskiptavinur minn sex mánaða og sá elsti eitt hundrað og fimm ára." er hversu ólíku fólki ég fæ tækifæri til að kynnast," segir hún. „Um tíma var yngsti viðskiptavinur minn sex mánaða og sá elsti eitt hundrað og fimm ára. Hann er nýlátinn blessað- ur. En hárgreiðslustarfið er ekki tóm gleði, gaman og glamúr," bætir hún við. „Margir halda að hárgreiðslunni fylgi eintóm skemmtun. Svo er ekki, þetta er hörkuvinna og það þarf að fylgjast vel með nýjungum." Ekkert sumarfrí? „Jú, jú, Spánn bíður eftir mér í lok ágúst. Þangað fer öll fjölskyldan saman en skærin verða ekki með í för!“ segir þessi dugnaðarkona að lokum. annakristine@dv.is ÍVAR GUÐMUNDSSON 9-12 ALLA VIRKA DAGA HLUSTAR ÞÚ Á VINSÆLUSTU ÚTVARPSSTÖÐ LANDSINS? Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins skv. nýjustu fjölmíðlakönnun Gallup. Það eru sérlega ánægjuleg tlðíndi á afmælísárinu sem eru okkur hvatning til frekarí afreka. BYLCJAN 20*** ALLIR ERU AÐ HLUSTA!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.