Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Blaðsíða 26
Laun hinna svokölluðu „ofurforstjóra" halda áfram að vekja at-
hygli á íslandi. Met var slegið árið 2004 þegar Róbert Wessman,
forstjóri Actavis, var með rétt rúmar 20 milljónir króna í mánað-
arlaun en nú hefur Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupthing
Bank, skotið honum ref íyrir rass. Hreiðar Már var með 270 millj-
ónir í árslaun eða um 22,5 milljónir á mánuði.
Með þessum launum var Hreið-
ar Már launahæsti íslendingurinn á
síðasta ári. Hann hefur sagt í viðtöl-
um að stærstur hluti þessara launa
hafi verið í formi kaupréttar og að
sjálf launin séu minnstur hluti af
þessari himinháu upphæð. Strípuð
laun hans fyrir síðasta ár voru ekki
„nema" rétt tæpar 40 milljónir, eða
3,3 milljónir á mánuði. Sömu upp-
hæð fékk hann síðan í bónus fyr-
ir framúrskarandi rekstrarárangur.
Restin var kaupréttur.
Starfslokasamningar
Árið í fyrra var ár „spikfeitra"
starfslokasamninga. Þeir eru megin-
ástæða þess að Styrmir Þór Braga-
son, framkvæmdastjóri MP Fjárfest-
ingarbanka, og Sigurður Helgason,
fyrrverandi forstjóri Fiugleiða, eru
jafn ofarlega á listanum og raun
ber vitni. Styrmir Þór hætti sem for-
stjóri hjá Atorku Group í september
í fyrra og fékk að launum 200 millj-
óna króna starfslokasamning. Sama
gildir um Sigurð sem lét af störfum
sem forstjóri Flugleiða eftir lang-
an og gifturíkan starfsferil. Honum
var launað með 160 miifjóna króna
starfslokasamningi.
Gósentíð hjá
fjármálafyrirtækjum
Það eru þó ekki bara ofurforstjór-
ar og bankastjórar sem hafa not-
ið góðs af uppgangi fjármálafyrir-
tækja og fjárfestingafélaga. Þannig
var til dæmis Jón Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri fjárfestingasviðs FL
Group og nánasti samstarfsmaður
forstjórans Hannesar Smárasonar,
með tæpar 15 milljónir á mánuði.
Skammt á eftir honum kemur Þór-
arinn Sveinsson, framkvæmdastjóri
eignastýringar KB banka, með rúm-
ar 14 milljónir. Alls voru tæplega 130
starfsmenn fjármálafyrirtækja með
meira en milljón á mánuði í laun á
síðasta ári, allt frá forstjórum niður í
útibússtjóra.
Músin sem læðist
Sigurgeir Örn Jónsson, 32 ára
hagfræðingur úr Garðabæ, er á list-
anum að þessu sinni. Hann starfar
hjá bandaríska risabankanum Bank
of America og var færður til bókar í
fyrra með mánaðarlaun upp á 10,8
milljónir. DV ræddi við hann í síð-
ustu viku og þá kom fram að hann
hafði nýverið flutt sig um set frá
London til New York til að taka við
deild innan bankans. Hann vildi lít-
ið tjá sig um laun en heimildir DV
herma að bónusar í bankaheimin-
um vestra hlaupi á milljónum doll-
ara á ári ef vel gengur. Hann gæti því
hæglega skákað Hreiðari Má og öll-
um hinum ofurforstjórunum í laun-
um á næsta ári.
Styrmir Þór Bragason/
framkvœmdastjóri MP
Fjárfestingarbanka
16,5 milljónir.
Hreiðar Mar
Sigurðsson,
forstjóri
; Kaupthing Bank
! 22,5 milljónir.
Halldór J. Kristjánsson,
bankastjóri í Landsbankanum
20,1 milljón.
Ingólfur Hdgason,
forstjóri KB banka
á fslandi
8,5 milljónir.
Laun ofurforstjoranna
Hreioar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupthing Bank
HalldórJ. Kristjánsson, bankastjóri l Landsbanka Islands
Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka
Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs FL Group
Þórarinn Sveinsson, framkvæmdastjóri eignastýringar KB bahká
Sigurður Heigason, fyrrverandi forstjóri Flugleiða
Sigurgeir Örn Jónsson, Bank ofAmerica
Bjarni Armannsson, forstjóri Glitnis
Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Islandi
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group
Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group
Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjuhhár
Sigurjón Þ. Arnason, bankastjóri iLandsbanka Islands
Jón Karl Öiafsson, forstjóri lcelandair Group
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar
Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Islands
Þórður Már Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss
Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagreiningar
Friðrik Jóhannsson, forstjóri Straums-Burðaráss
Róbert Wessman, forstjóri Actavis
HannesSmárason, forstjári FL Group.~IZ.......................
Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa....................
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans
Finnur Inqólfsson, fyrrverandi forstjóri VlS..................
Pálmi Haraldsson, fjárfestir og stjórnarformaður Fons
Hörður Siqurgestsson, formaður stjórnar Landsbókasafnsins
Magnús Kristinsson, fjárfestiroq eiqandi Toyota...............
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr..............................
Jóhannes Jónsson, Bónus
Þorsteinn M. Jónsson, starfandi stjórnarformaður Vífilfells
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur
Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis og Buröaráss
Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarformaður Exista
Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða
Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður Kaupthing Bank
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP Fjárfestingabanka
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands
*Laun fþúsundum króna á mánuði
22.535
20.185
16.519
14.767
14.115
11.815
10.833
9.463
8.533
7.775
7.491
7.032
6.636
6.494
5.851
5.676
5.261
4.939
4.520
4.335
4.305
3.663
2.558
2.504
2.433
1.907
1.818
1.642
1.530
1.263
1.054
774
722
709
606
480
427
íSÉU.-í-
Sigurgeir örn
Jónsson, yfirmaður
hjáBankof America
10,8 milljónir.
Bjarni Ármannsson,
forstjóri Glitnis
9,5 milljónir.
Sigurður Helgason,
fyrrverandi
forstjóri Flugleiða
11,8 milljónir.