Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006
Fréttir DV
Kærðfyrir
dóp og
glæfraakstur
Héraðsdómur Vestur-
lands höfðaði í vikunni mál
á hendur 19 ára gamalli
stúlku fyrir umferð
ar- og fíkniefna-
lagabrot.
Stúlkan
á að hafa
keyrt ffá
heimili sínu í Skaga-
firði áleiðis til Reykjavíkur
undir áhrifum kannabis-
efna, ekið yfir hámarks-
hraða, hundsað stöðv-
unarmerki lögreglu og
margsinnis skapað hættu
fyrir aðra vegfarendur með
ógætilegum akstri.
Þegar lögreglan náði
loks að stöðva bifreið stúlk-
unnar við bæinn Grafarkot í
Borgarfirði fundust á henni
1,60 grömm af hassi auk
1,10 gramma af tóbaks-
blönduðu kannabisefni.
Maðurfýndisf
og fannst
Maður á þrítugsaldri
varð viðskila við göngufé-
laga sína á Ströndum um
fjögurleytið á miðvikudag.
Hann fannst um miðnætti
sama dag eftir að 5 björgun-
arsveitir á Norðvesturlandi
höfðu verið kallaðar út.
Um var að ræða fjall-
gönguferð íbúa á Felli sem
er sambýli skammt utan
Hólmavíkur og endaði með
þessum afleiðingum. Mað-
urinn, sem er einhverfur,
hafði gengið nokkra kíló-
metra og var kaldur og
blautur þegar hann fannst
en sakaði ekki að öðru leyti.
Vangá með
dínamít
Tveirmenn
skildu eftir 26
kíló af dínamíti
í aðalhúsnæði
Sorpstöðvar Sel-
foss í gærmorgun.
Dínamítið fannst á
öðrum tímanum í
gær og var kallað eftir aðstoð
sprengjudeildar Landhelgis-
gæslunnar sem fargaði efh-
inu á viðeigandi hátt. Oddur
Ámason, lögreglumaður á
Selfossi, segir það vítavert gá-
leysi að fara með dínamít á
þennan hátt, en efnið hefði
getað sprungið við hnjask og
stórskaði hlotist af.
Þetta kemur fram á vefii-
um sudurland.is
Velta á
Dettifossvegi
Fólksbíll valt á Mývatns-
öræfum eftir hádegi á
fimmtudag, nánar tiltek-
ið á Dettifossvegi eystri.
Bandarísk hjón voru í bíln-
um ásamt barni á þriðja ári.
Manninn og barnið sakaði
lítið en konan var send á
Akureyri til skoðunar þar
sem hún ber barn und-
ir belti. Bíllinn er talsvert
skemmdur.
Prófkjörsundirbúningur samfylkingarmanna virðist kominn á fullt skrið. Orðrómur
hefur gengið um að formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiti nú dyrum og
dyngjum að öflugum „kandídötum“ í prófkjör og til þings. Samtímis er búist við að ein-
hverjir samfylkingarmenn sem sitja í minnihluta í borgarstjórn eða nágrannasveitarfé-
lögum hyggi á prófkjörsframboð.
Sirrý hafnaði
Samfýlkingunni
„Ég neita því ekki að til
mín hefur verið ieitað
afSamfylkingunni en
ég er fjölmiðlakona og
uni hag mínum vel í því
starfí."
Andri Snær Magnason
Ekkert framboö í plpunum.
„Ég neita því ekki að til mín hef-
ur verið leitað af Samfylkingunni
en ég er fjölmiðlakona og uni hag
mínum vel í því starfi. Ég er auðvit-
að stolt af því ef fólkhefur trú á mér
sem mögulegum stjórnmálamanni
en það er ekki á döfinni hjá mér á
næstunni. Það var reyndar leitað til
mín um framboð fyrir daga Sam-
fylkingarinnar líka en þá var svar
mitt það sama, Ég hef alltaf lagt
áherslu á að gæta fyllsta hlutleysis
sem fjölmiðlakona og mun halda
því áfram," sagði Sigríður Arnar-
dóttir fjölmiðlakona, betur þekkt
sem Sirrý, í samtali við DV.
Rithöfundurinn kannast ekki
við neitt
Andri Snær Magnason sagði í
samtali við DV ekkert hæft í þeim
orðrómi að hann hygði á prófkjörs-
framboð frekar en mörgum öðrum
sögusögnum um framboð sitt til
forystu innan félagasamtaka sem
verið hafa á sveimi að undanförnu.
Andri segist einbeita sér að sum-
arfríi sínu og engin framboðsmál í
pípunum.
Sveitarstjórnarmenn íhuga
„Auðvitað erum við að leita að
fólki, því fleiri því betra," sagði FIosi
Eiríksson, oddviti Samfylkingar-
innar í Kópavogi. „Það eru augljós-
lega mikil sóknarfæri fyrir Samfylk-
inguna í suðvesturkjördæmi þar
sem útkoma Samfylkingarinnar
var mjög góð í sveitarstjórnarkosn-
ingunum.
„Nei
- ég hef engar ákvarðanir tekið
um framboð, sveitarstjórnarkosn-
ingunum er nýlokið og ég er bara
í sumarfríi. Auk þess á enn eftir að
ákveða hvernig prófkjörinu verður
hagað," segir Flosi enn fremur.
„Ég hef ekki rætt framboðsmál
við félaga mína í borgarstjórn, en
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur
lýst því yfir að hún sé að hugsa mál-
ið. Sjálfur er ég ekki að fara í fram-
boð enda starf mitt í borgarstjórn
ærið," segir Dagur B. Eggertsson í
samtali við DV.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum DV er búist við því að Krist-
rún Heimisdóttir lögfræðingur,
sem hefur stýrt framtíðarhópi Sam-
fylkingarinnar, fari fram. Hún þykir
hafa styrkt stöðu sína verulega inn-
an floldcsins og þykir sterkur kand-
ídat. Aðrir sem nefndir hafa verið
til sögunnar eru Hafnfirðingarnir
Gunnar Svavarsson, framkvæmda-
stjóri og bæjarfulltrúi, og jafnvel
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri, en
óljóst mun vera hvort Rannveig
Guðmundsdóttir, alþingiskona
úr Kópavogi, gefur áfram kost á
sér. Hins vegar er talið nánast ör-
uggt, samkvæmt heimildum DV, að
Valdimar Leó Friðriksson, sem tók
sæti Guðmundar Árna Stefánsson-
ar, fari fram. Þá er orðrómur í gangi
um að Ingibjörg Sólrún hafi einn-
ig leitað til Thelmu Ásdísardóttur,
starfsmanns Stígamóta.
þykir einnig heitur. „Ég get ekki
neitað því að þetta hefur verið orð-
að við mig en ég hef ekkert ákveð-
ið enn. Sumarið er rétt komið og
nú get ég hugleitt þetta utandyra.
Þetta er náttúrulega spurning um
framboð annars vegar og eftirspurn
hins vegar. Ég hef þó ekki rætt þetta
við formanninn þótt ég tali oft við
hana, við erum nágrannar á Nes-
veginum. En ég hitti marga flokks-
menn oft og sumir eru meðal innstu
koppa í búri," segir Guðmundur.
Líklegt þykir að Guðmundur myndi
fara fram í Kraganum þar sem fað-
ir hans Steingrímur Hermannsson
var sterkur og spurning hvort eitt-
hvað kvarnist úr fylgi framsóknar-
manna þar ef af verður.
Ekkert ákveðið
„Það hefur ekkert verið ákveð-
ið hvernig listavali verður háttað,
hvort það verður gert með opnum
prófkjörum, flokksprófkjörum
eða uppstillingum þannig að
það er ekki tímabært að segja
neitt um þetta á þessu stigi
enda getur það orðið
með mismunandi hætti
eftir kjördæmum. Ég
hef ekkert verið í við-
ræðum við einn eða
neinn um þessi fram-
boðsmál, ekki á þessu
stigi. Þetta skýrist
kannski eitthvað
í lok ágúst en
prófkj ör gætu orð-
ið í október eða
nóvember,"
sagði Ingi-
björg Sólrún
aðspurð um
þennan orð-
róm.
Jakob Frímann með á ný
Samkvæmt heimildum DV þyk-
ir nær öruggt að Jakob Frímann
Magnússon stuðmaður fari í próf-
kjör þó enn sé óráðið hvar. Líklegt
þykir að það verði annað hvort í
Kraganum eða norðvesturkjör-
dæmi. Þá eru nefndir til sögunn-
ar Runólfur Ágústsson, rektor Við-
skiptaháskólans á Bifröst, og Árni
Páll Árnason, bróðir Þórólfs Árna-
sonar fyrrverandi borgarstjóra. Jón
Sigurðsson og Jón Baldvin Hanni-
balsson eru gjarnan nefndir sem
ráðherraefni þótt ekki sé þeim ætl-
að að fara í gegnum neina próf-
kjörsslagi.
kormakur@dv.is
W
Fólk úr öllum
áttum
k Guðmundur
Sk Steingrímsson
yk pistlahöfund-
.tM ur og tónlist-
Wk armaðurmeð
meiru
Kristrun Heimisdóttir
Þykir hafa styrkt stöðu
slna innan flokksins.
Íl"’"
Ingibjorg Solrun
Gísladóttir
Framboðsmálin
skýrast I mánuðinum
Thelma Ásdisardóttir .
Orðrómur um framboð. 1
—
Runólfur Ágústsson
Rektorinn ersterklega
orðaður við framboð.
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Ihugar framboð.
Guomundur
Steingrimsson
Ihugar framboð I frlinu
Jakob Frimann Magnusson
Stuðmaðurinn fram á ný.
Sirrý
Flafnaði Samfytkingunni