Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.2006, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST2006 Fréttir DV Sandkorn Friðrik Indriðason • Sigtryggur Bald- ursson hefur verið að plögga diskinn Ban- anaveldið með Bog- omil Font og Flístríó- inu undanfarna daga. Um er að ræða ca- lypso-tónlist með ís- lenskum textum. En í næstu viku söðlar Sigtryggur um og hefur tökur á stuttmynd sinni „Fenc- ing" eða „Girðingar" með Sigurði Sigurjónssyni í aðalhlutverki. Um er að ræða þögla mynd um mann sem vinnur við að setja upp girðingar en er samt aldrei að girða neitt sérstakt af eða þannig... • Óvæntustu tíðindi í pólitíkinni í lið- inni viku verður að telja framboð Hauks Haraldssonar til formanns Fram- sóknarflokksins. Ekki er vitað hvað Hauki gengur til með þessu ffamboði því varla telur hann sig eiga möguleika á stöðunni. Gárungarnir eru þó með þetta á hreinu. Á síðasta flokksþingi Fram- sóknar var sem kunnugt er boðið upp á magadans við mismikla hrifn- ingu. Nú sé ætlunin að fara alla leið og bjóða þingfulltrúum upp á súlu- dans. Og þá er gott að eiga hauk í homi enda hefur Haukur töluverða reynslu í þeim málum frá því á árum áður er hann stjórnaði Pan-hópn- um... • Lesendur Séð og heyrt tóku eftir því fyrr í sumar að hinn umdeildi blaðamað- ur Eiríkur Jónsson var farinn að skrifa í blaðið en síðan hvarf undirskrift hans. Hann mun þó ekki hættur held- ur aðeins farinn í sumarfrí. Flaug í vikunni til Berlínar með sinni heittelskuðu Petrínu Úlfarsdóttur. Þau stoppa þó stutt í Berlín og mun ætíunin að fara á rómantískt flakk um Evrópu... • Sigurjón Már Egilsson ritstjóri Bfaðsins hefur verið að gera mjög góða hluti þar á bæ og nú er Blaðið lesið víða af miki- um móð í stað þess að lenda beint í ruslinu. Sigur- jón hefur verið duglegur að hala inn til sín starfsfólk af 365 miðlum, með- al annars koma báðir fréttastjórar hans og ritstjórnarfulltrúi frá þeim bæ. Og nú hefur enn bæst í hópinn því Hildur Kristborgardóttir er far- in úr smáauglýsingum 365 og yfir á Blaðið. Það voru hæg heimatökin að fá hana yfir enda er hún dóttir konu Sigurjóns... • Andrés Jónsson, einn af bloggur- unum á Orðið á götunni, hefur nú verið ráðinn til Útvarps Sögu. Mun hann sjá um dægurmálaþátt á Sögu og fór sá fyrsti í loftíð í gær, fimmtu- dag. Annars verður Andrés daglega á Sögu hér eftir. í tílefni af þessu sendi útvarpsmaðurinn nýi rafrænt boðs- kort víða um bæinn og bauð í teití á ölstofuna í gærkvöldi. Ekki verður betur séð en sú sending hafi verið í boði Viking Lite en kortíð lítíð annað en auglýsing fýr- irþannmjöð. Og þá er spumingin hvort þættir Andr- ésar séu einnig í boði Lite... Það er eftir því tekið hve margir fyrrverandi framámenn úr ungliðahreyfingum Sjálf- stæðisflokksins hafa verið ráðnir inn á fréttastofu RÚV og í Kastljósið. Vinstri menn saka RÚV um að vera undir hæl Sjálfstæðisflokksins. Ungir sjallar hópast á fréttastofu RUV Svanfríður Jónasdóttir Álltur RÚV undir hæl sjálfstæðismanna. Níu starfsmenn, sem eiga allir fortíð í ungliðahreyfingu Sjálf- stæðisflokksins, starfa nú á fréttastofu RÚV eða í Kastljósi. Löngum hefur verið sett spurningarmerki á milli sterkra tengsla Ríkisútvarpsins og Sjálfstæðisflokksins en forsvarsmenn RÚV neita öllum ásökunum um flokkadrætti og segja hið faglega alltaf haft að leiðarljósi þegar kemur að mannaráðningum. „Ef þú ert að tala um sumar- ráðningar þá hef ég haft þá skoð- un að útvarpsráð eigi ekki að skipta sér af mannaráðningum, það eigi að treysta því að yfirmenn stofn- unarinnar ráði hæfasta fólkið. Það er hins vegar ljóst að Ríkisút- varpið hefur lengi verið undir hæl sjálfstæðismanna og er það enn," segir Svanfríður Jónasdóttir, út- varpsráðsfulltrúi Samfylkingarinn- ar. „í sjálfu sér veit ég ekkert hverjir eru ungliðar í Sjálfstæðisflokknum hvorki í SUS né annars staðar og útvarpsráð hefur ekkert fjallað um þetta," sagði Svanfríður enn fremur. Níu sjálfstæðismenn Það hefur vakið athygli DV hve margir sjálfstæðismenn, sem ver- ið hafa í forsvari ungliðahreyfinga Sjálfstæðisflokksins, eru nú starf- andi á fréttastofu RÚV eða í Kast- ljósi. Spurningin er hvort unglið- arnir séu brennandi af áhuga á fréttamennsku eða hvort um kynn- ingarátak og undirbúning sé að ræða fyrir pólitíska framrás á sviði bæjar-og landsmála. Meðal þeirra sem nú starfa hjá fréttastofunni eru Baldvin Þór Bergsson Vökuliði, Einar Þorsteinsson, fyrrver- andi formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, María Sig- rún Hilmarsdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Landsam- bands sjálf- stæðiskvenna, Guðfinnur G. Sigurvinsson, fyrrverandi stjórnarmað- ur í SUS. I Kastljósi eru Erla Tryggvadóttir í varastjórn Tíkurinn- ar - vefrits ungra sjálfstæðiskvenna, Sigmar Guð- mundsson, fyrrverandi stjórnar- maður í SUS, Jóhanna Vilhjálms- dóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í SUS og Sigmundur G. Sigurgeirs- son, fýrrverandi stjórnarmaður í SUS. Á faglegum forsendum „Fréttamenn eru einvörðungu ráðnir til RÚV á faglegum forsend- um - eftir menntun, hæfileikum og reynslu. Við gerum reyndar þá kröfu að menn séu ekki virkir í pól- itísku starfi þegar þeir eru frétta- menn í útvarpi eða sjónvarpi en að öðru leyti er aldrei spurt út í pól- itíska afstöðu við ráðningar," seg- ir Bogi Ágústsson fréttastjóri. „Mér finnst heldur ekki einkennilegt að ungt fólk sem hefur áhuga á fé- lags- og þjóðmálum og er í stjórn- málafræði sæki í fréttamennsku og það eru margir úr stjórnmálafræð- inni hjá okkur, það er alveg rétt," segir Bogi jafnframt, aðspurður um fjölda stjórnmálafræðinga hjá RÚV. „Fólk er valið og ráð- ið með þarfir Ríkisútvarps- ins í huga og engra ann- arra, það þreyta hátt í 100 manns frétta- mannapróf á vorin og það eru kannski 2 nýráðning- ar sem um er að ræða yfir sumar- ið. Frétta- stofa RÚV er ! sú fréttastofa sem fólk treystir best allra fjölmiðla á íslandi, það hefur „Allir blaðamenn hafa skoðanir, hvortsem það er á stjórnmálum, viðskiptalífí eða öðru. Skoðanir okkar eru eitt - vinnan annað" margoft komið fram í könnunum og starfsmenn fréttastofu eru að þjóna áhorfendum og hlustendum ein- göngu en hvorki stjórnmálaflokk- um, viðskiptaaðilum né nokkrum öðrum." segir Bogi aðspurður um verkferli við ráðningar. „Bláskjár" eða vinstri velvild Vinstri menn hafa lengi haft áhyggjur af mannaráðningum hjá RÚV og er skemmst að minnast ummæla össurar Skarphéðins- sonar, sem gaf sjónvarpinu nafn- ið „Bláskjár" af þessu tilefni. Sjálf- stæðismenn hafa aftur á móti sakað ýmsa þáttagerðarmenn og ákveðna dagskrárliði um vinstri slagsíðu, sérstaklega á útvarpinu. Ómakleg umræða Sigmar Guðmundsson í Kast- ljósinu kannast við um- ræðuna en finnst hún ómak- leg og vega að starfs- » heiðri manna; „Ég hef verið ráðinn inn á þrjár ritstjórnir, frétta- stofu Sjónvarpsins, fréttastofu Stöðvar 2 og inn í Kastljósið, þetta eru allt aðskildar ritstjórnir og ég ráðinn af mismunandi aðilum. Ég veit ekki til þess að þessi bakgrunn- ur minn hafi skipt neinu máli. Ég vona allavega að ég hafi verið ráð- inn vegna þess að þetta fólk trúir því að ég hafi eitthvað fram að færa sem blaðamaður. Ég held að það sé mjög erfitt fyrir blaðamann inni á stórri ritstjórn að ætla að vinna einhvern veginn annarlega, vinna fyrir hagsmuni einhvers stjórn- málaflokks, félagasamtaka eða fyr- irtækja vegna þess að það er alltaf mikið aðhald frá vinnufélögunum á slíkri ritstj órn. Ég hef reyndar aldrei séð nokkurn blaðamann vinna svo óheiðarlega og geri það ekki sjálfur. Við setjum skoðanir okkar til hlið- ar þegar við fjöllum um mál, jafn- vel þótt við höfum sterkar skoðanir á þeim. Allir blaðamenn hafa skoð- anir, hvort sem það er á stjórnmál- um, viðskiptalífi eða öðru. Skoðan- ir okkar eru eitt - vinnan annað." kormakur@dv.is Sigmar Guðmundsson „Vona að ég hafi verið ráöinnáfaglegum forsendum Bogi Ágústsson Fréttamenn eru ráðnir meö þarfirRÚVí huga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.