Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006
i
Fréttir DV
Stefán Hjálmarsson kenndi í nær þrjátíu ár 1 Brekkubæjarskóla á Akranesi. Lögregl-
an á Akranesi greip hann í skólanum fyrr i þessum mánuði þar sem hann var að prenta
út klámfengnar myndir af börnum. Honum var umsvifalaust vikið úr starfi. Stefán
segist hafa leitað til sálfræðings vegna gerða sinna.
•Prófkjörsbaráttan er nú í al-
gleymingi hjá sjálfstæðismönnum
og í sumum tilvikum hlaupin pan-
ík í kandídatana. Ásta Möller ku
hafa brugðið á það ráð að
8fá markaðsfyrirtæki til að
hringja út til kjós-
enda þegar hún /'*'%
frétti að lllugi L - *
9k Gunnarsson
hefði
■ hringt
n ú'eil-
efu
þúsund símtöl...
ilUii f 1
illugi I— *
rsson '
aa
•Téður Illugi var á sínum tíma að-
stoðarmaður Davíðs Oddssonar í
ráðherratíð hans og því vel skól-
aður í pólitískum hráskinnaleik.
Annar prófkjörskandídat og fyrr-
verandi aðstoðamaður ráðherra,
Ármann Kr. Ólafsson forseti
bæjarstjórnar Kópavogs, hefur ný-
lokið viðlíka skólagöngu hjá Árna
Matthiesen fyrst í sjáv-
arútvegsráðuneytinu
og síðar í fjármáíaráðu-
neytinu en hann hafði
áður lokið forskólagöngu
hjá Halldóri Blöndal í
samgönguráðuneyt-
inu...
•Árni var ekki lengi að flnna sér
nýjan nemanda
og sótú hann til
Reykjanesbæj-
ar en formað-
ur bæjarráðs þar
Böðvar lóns-
son viðskiptafræðingur sest nú á
skólabekk hjá Árna. Hvort hann
þarf á 11 ára skólagöngu í ráðu-
neyti að halda eins ogÁrmann til
að þora í prófkjör er óvíst en ein-
hver hætta mun á að ráðuneytis-
skólarnir verði lagðir niður í vor...
•Annar Möller er
í hremmingum en
fréttir berast af hat-
rammri baráttu
Kristjáns Möllers
alþingismanns við
Benedikt Sigurðsson
aðjunkt við Háskólann á Akureyri
og mun Kristján vera farinn að ótt-
ast um þingsætið því Akureyringar
eru staðráðnir í að ná sem flest-
um Akureyringum inn fýrir Norð-
austurkj ördæmið.
•Eins og kunn-
ugt er af fréttum
hefur St. Martin
Press í Bandaríkj-
unum nú gefið út
aðra bók eftir Amald Indriðason í
Bandaríkjunum, Grafarþögn eða
Silence of the Grave. Fyrsta bók-
in, Mýrin eða Jar City, seldist ekki
í neinum risaupplögum þama
vestanhafs en þó þokkalega mið-
að við fyrstu bók. Útgáfan sér eitt-
hvað við Arnald og mun vera með
langtímaáætlun í gangi um að
koma honum á framfæri á þess-
um markaði. Munu því samningar
um útgáfu á fleiri bókum Amalds í
Bandaríkjunum vera í bígerð...
•Nýir eigendur
Sportbarsins á
Hverfisgötu Jón
IJafnfjörö og
Hjörleifur Hall-
dórsson ætla
að efna til mikils opnunarteitis á
morgun laugardagskvöld en það
verður jafnframt lokahóf fyrri eig-
anda Björns Þórissonar. Þeir fé-
lagarnir ætla að bjóða öllum fasta-
gestum Grand Rokk í teitið í þeirri
von að einhverjir þeirra ánetjist
staðnum. Þorsteinn Þórsteinsson
vert á Grand Rokk er hins vegar
pollrólegur því óendanlega marg-
ar slíkar tilraunir hafa verið gerðar
án árangurs...
Brekkubæjarskóli á Akranesi
Samkennarar mannsins sáu
hann prenta út barnaklám.
DV-Mynd: Eirlkur Kristófersson
„Ég tel mig ekki
hættulegan börnum'
„Ég hef aldrei gert bömum neitt, þetta var bara í tölvunni,"
segir Stefán Hjálmarsson, fyrrverandi grunnskólakennari í
Brekkubæjarskóla á Akranesi. Stefán var staðinn að verki af
lögreglu fýrr í þessum mánuði við að prenta út barnakláms-
myndir af netinu.
Lögreglufulltrúi segir grun-
semdir hafa vaknað eftir að sam-
kennari Stefáns tilkynnti að sést
hefði til hans prenta efnið út. Stefán
var handtekinn á staðnum og játaði
verknaðinn. Honum var sleppt að
loknum yfirheyrslum en umsvifa-
laust vísað úr starfi sínu en því hafði
hann gegnt í nær þrjátíu ár.
Lögreglan á Akranesi hefur skýrt
frá því að bamaklám hafi ekld verið
vistað í vinnutölvu Stefáns heldur hafi
hann aðeins notað hana til að prenta
myndir út af netinu. Ekkert bendi til
þess að bömin í skólanum hafi rekist
á klámið eða tengist málinu.
Vinsælasti kennarinn
Haftvarsambandviðnokkranem-
endur sem Stefán hefur kennt. Allir
báru honum vel söguna. Sögðu hann
hafa verið valinn vinsælasti kennari
skólans ár eftir ár og bæjarbúar væm
slegnir yfir þessu. Einn greindi frá því
að það væri mál manna á Akranesi að
útprentunin í skólanum hefði verið
kall á hjálp. Þetta væri einfaldlega of
klaufalegt til þess að geta staðist.
í samtali við blaðamann DV vildi
Stefán ekki staðfesta að útprentun-
in hefði verið ákall á hjálp. ítrekaði
hann að bömum hefði hann aldrei
gert neitt. „Ég get ekki tjáð mig meira
um þetta nema hvað ég hef aldrei
gert bömum neitt og leitaði mér strax
hjálpar hjá sálfræðingi eftir að þetta
komst upp," segir Stefán sem kveðst
líða mun betur eftir að hafa fengið
aðstoð. „Ég tel mig ekki hættulegan
bömum eða öðrum og ég veit að það
sem ég gerði var rangt," segir hann.
Það er hægt að leita sér
aðstoðar
Bjöm Harðarson sálfræðingur
hefur reynslu af mönnum með kyn-
ferðislegar kenndir til bama. Hann
segir hægt að hjálpa mönnum sem
þjást af slíkum hugmyndum með
meðferð. Aftur á móti sé lítið gert af
því þar sem þeir geri sér sjaldnast
grein fyrir að það sem þeir gera sé
rangt og leiti því ekki aðstoðar. Hinir
sem átti sig á gjörðum sínum séu oft
svo yfirkomnir af skömm að þeir geta
það ekki.
„Það sem ber að hafa í huga er að
það fer ákveðin þróun í gang áður en
menn brjóta af sér. Fólk sem finnur
fyrir einhverri kynferðislegri örvun
í tengslum við böm ætti samstund-
is að leita aðstoðar," segir Bjöm sem
leggur ríka áherslu á að ef hugsunin
er til staðar séu líkur á að henni verði
Björn Harðarson, sálfræðingur segir
mikilvægt aö fólk sem fmnur fyrir
kynferðislegri örvun gagnvart börnum leiti
sér hjálpar sem fyrst þvl þróunin virðist oft
vera sú að áhuginn ágerist og endar með
afbroti.
hrint í framkvæmd. Fólki sem einu
sinni hafi fundið fyrir kenndum til
bama sé nauðsynlegt að halda sig frá
þeim, rétt eins og aðrir fíkiar halda sig
frá því sem kveildr hjá þeim fíkn.
karen@dv.is
Linda Pétursdóttir er aö flytja út til Vancouver með dóttur sína ísabellu
„Núna erum við mæðgurnar tilbúnar til aðfara"
Fegurðardrotmingin og líkams-
ræktarfrömuðurinn Linda
Pétursdóttir er að flytja úr
landi ásamt dóttur sinni
ísabellu sem er fjórtán
mánaða. Stefnan er sett
á Vancouver í Kanada en
þar bjó Linda einmitt áður
en kom til íslands snemrna
á síðasta ári til að fæða ísa-
bellu.
„Það var alltaf ætlunin að
fara aftur út. Ég kom til að fæða
ísabellu og njóta aðstoðar
fyrstu mánuðina. Nú erum
við mæðgurnar tilbúnar
til að fara heim til Van-
couver, þeirrar yndislegu
borgar," sagði Linda Pét-
ursdóttir í einkaviðtali við
DV í gær.
Linda er nú í óða önn að pakka og
stefnir að því að flytja út nú í byrj-
un nóvember. Linda á fallegt
hús í Vancouver og á ekki eft-
ir að væsa um þær mæðgur á
vesturslóðum.
Eins og áður sagði flutti
Linda til landsins til að fæða
ísabellu og bjó hún fyrstu
mánuðina hjá foreldrum sín-
urn í Grímsnesi. Þaðan lá leið-
á Arnamesið en síðustu
mánuði hafa þær mæðgur
búið í Vogahverfinu.
Linda Pétursdóttir
Flytur til Vanœuverl
Kanada meö dóttursína
Isabellu nú I byrjun
nóvember.
Fallegt hús Eins og sést á þessari mynd þá er hús Lindu afar fallegt og á glæsilegum stað I
Vancouver.