Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Side 25
DV Helgin
Ákveðinn ævintýraljómi
yfir f lugfreyjustarfinu
Aðalstarf mitt er flug-
freyjustarf hjá Icelandair
en stundum kenni ég
skyndihjálp og er ein-
mitt að undirbúa slíkt námskeið
fyrir flugþjónustubraut Mennta-
skólans í Kópavogi," segir Margrét
Halldórsdóttir, flugfreyja og hjúkr-
unarfræðingur, og bætir við að frá-
bært sé að blanda þessum störf-
um saman. „Fyrir tveimur árum
vann ég til dæmis í hlutastarfi hjá
Icelandair og í öðru hlutastarfi á
sjúkrahúsi, sem var bæði fjölbreytt
og skemmtilegt," segir Margrét og
bætir við að rík þjónustulund sé
nauðsynleg í þessum störfum.
„Bæði störfin krefjast mikilla
mannlegra samskipta og líkar mér
það vel enda alin upp í stórri fjöl-
skyldu og draumurinn var alltaf að
verða flugfreyja og hjúkrunarkona
þótt ég myndi kannski velja annað
í dag. Hér áður fyrr voru ferðalög
ekki jafn sjálfsögð og tilhugsun-
in að geta ferðast um heiminn var
því spennandi. í dag eru tækifær-
in endalaus og ferðamöguleikarn-
ir hafa breyst. Það er samt ennþá
ákveðinn ævintýraljómi yfir flug-
freyjustarfinu fyrir utan að þetta
er bara alveg ágætis starf."
Margrét lærði hjúkrunarfræði
og árinu eftir útskrift skellti hún
sér í flugfreyjunámið. „Bæði störf-
in byggjast upp á vöktum sem get-
ur verið þægilegt þegar maður er
með börn en ég á fjórar dætur þó
reyndar séu þrjár flognar að heim-
an. Ég á oft frí í miðri viku og svo
eru vinnutarnir um helgar en eng-
inn vinnumánuður er eins."
Aðspurð hvers vegna flug-
freyjustarfið hafi orðið ofan á seg-
ir Margrét að ævintýraþráin hafi
líklega verið svona sterk. „Þetta er
ákveðin baktería sem margir segja
að erfitt sé að losna við ef hún tek-
ur mann sterkum tökum. Starfið
togar alltaf í mann þótt það hafi
vissulega galla jafnt sem kosti,"
segir hún en bætir við að hún
sé ekkert endilega búin að yfir-
gefa hjúkrunarstarfið endanlega.
„Stundum er ég með samviskubit
yfir því að vinna ekki á spítala því
ég veit hversu gífurlegur skortur
er á hjúkrunarfólki í dag. Ég á ör-
ugglega eftir að snúa aftur að ein-
hverju leyti."
Margrét segist alls ekki þreytt
á að þjónusta fólk eins og bæði
störfin krefjast. „Nei, alls ekki. í
báðum störfum er enginn dag-
ur eins. Ég hitti alltaf nýtt fólk og
lendi í nýjum uppákomum og get
því hiklaust mælt með báðum
störfum. Hjúkrunarstarfið býður
einnig upp á endalaus tækifæri og
fjölbreytileika bæði hér heima og
erlendis, því menntun hjúkrunar-
fræðinga hér er mjög góð. Hjálpar-
störf erlendis hafa líka alltaf heill-
að mig og það væri frábært að geta
látið gott af sér leiða í þessu lífi og
verkefnin ærin. Ég á það kannski
bara eftir að vinna slík störf."
indiana@dv.is'
«n??!!|gSS3
Buena Vista Social Club
Margrét hitti söngkonu
Buena Vista SocialClub I
einni ferð sinni um heiminn.
UTFARARSTOFA ISLANDS
^FARARSTOfy,
’-ífr, rfSr'
/SLANDS
Suðurhlíð 35 Fossvogi
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242
Sólarhringsvakt
Sverrir Einarsson
Bryndís Valbjamardóttir
Komuni lieim til aðstandénda ef ciskafi er
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfídrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiöla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
KT jeppa & útivistarvers[un
S:466-2111
Pallhús
loftdælur
skriógírar
lægra lágadrif
www.kliptrom.is
Fangaðu drauma þína!
- í gegnum dans
Finnstþér gaman að dansa?
Ertu ó krossgötum? Viltu breytingar inn í líf þitt?
-Tilvalið nómskeið fyrir þig sem finnst gaman að dansa
og vilt um leið koma hreyfingu ó líf þitt.
Þessi dagur verður spennandi fyrir alla en sérstaklega fyrir þá sem leita breytinga og
heilunar í lífi sínu. Við dönsum inn í orkustöðvar líkamans. Við dönsum inn í drauma okkar
og leysum kraftinn úr læðingi sem hjálpar draumum okkar að rætast hér á jörð. Við eflum
lífskraft og orkuflæði í gegnum dansinn. Við losum um höft og opnum fyrir gleðina.
Þú endurnýjast á líkama og sál. Það er kraftaverki líkast þegar við dönsum á þennan hátt.
- Finndu frelsið í tónlistinni og dansinum!
-Stundin fullkomnast í slökun.
Nómskeið fer fram laugardaginn 4.nóvember í Gerðubergi Reykjavík.
Skráning s: 848 5366
Jeppadeklcin frá
Fáanleg í flestum stærðum fyrir
15,16,17 og 18" felgur
Fiallasport
^4x4 specialist®
Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444