Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Blaðsíða 25
DV Helgin Ákveðinn ævintýraljómi yfir f lugfreyjustarfinu Aðalstarf mitt er flug- freyjustarf hjá Icelandair en stundum kenni ég skyndihjálp og er ein- mitt að undirbúa slíkt námskeið fyrir flugþjónustubraut Mennta- skólans í Kópavogi," segir Margrét Halldórsdóttir, flugfreyja og hjúkr- unarfræðingur, og bætir við að frá- bært sé að blanda þessum störf- um saman. „Fyrir tveimur árum vann ég til dæmis í hlutastarfi hjá Icelandair og í öðru hlutastarfi á sjúkrahúsi, sem var bæði fjölbreytt og skemmtilegt," segir Margrét og bætir við að rík þjónustulund sé nauðsynleg í þessum störfum. „Bæði störfin krefjast mikilla mannlegra samskipta og líkar mér það vel enda alin upp í stórri fjöl- skyldu og draumurinn var alltaf að verða flugfreyja og hjúkrunarkona þótt ég myndi kannski velja annað í dag. Hér áður fyrr voru ferðalög ekki jafn sjálfsögð og tilhugsun- in að geta ferðast um heiminn var því spennandi. í dag eru tækifær- in endalaus og ferðamöguleikarn- ir hafa breyst. Það er samt ennþá ákveðinn ævintýraljómi yfir flug- freyjustarfinu fyrir utan að þetta er bara alveg ágætis starf." Margrét lærði hjúkrunarfræði og árinu eftir útskrift skellti hún sér í flugfreyjunámið. „Bæði störf- in byggjast upp á vöktum sem get- ur verið þægilegt þegar maður er með börn en ég á fjórar dætur þó reyndar séu þrjár flognar að heim- an. Ég á oft frí í miðri viku og svo eru vinnutarnir um helgar en eng- inn vinnumánuður er eins." Aðspurð hvers vegna flug- freyjustarfið hafi orðið ofan á seg- ir Margrét að ævintýraþráin hafi líklega verið svona sterk. „Þetta er ákveðin baktería sem margir segja að erfitt sé að losna við ef hún tek- ur mann sterkum tökum. Starfið togar alltaf í mann þótt það hafi vissulega galla jafnt sem kosti," segir hún en bætir við að hún sé ekkert endilega búin að yfir- gefa hjúkrunarstarfið endanlega. „Stundum er ég með samviskubit yfir því að vinna ekki á spítala því ég veit hversu gífurlegur skortur er á hjúkrunarfólki í dag. Ég á ör- ugglega eftir að snúa aftur að ein- hverju leyti." Margrét segist alls ekki þreytt á að þjónusta fólk eins og bæði störfin krefjast. „Nei, alls ekki. í báðum störfum er enginn dag- ur eins. Ég hitti alltaf nýtt fólk og lendi í nýjum uppákomum og get því hiklaust mælt með báðum störfum. Hjúkrunarstarfið býður einnig upp á endalaus tækifæri og fjölbreytileika bæði hér heima og erlendis, því menntun hjúkrunar- fræðinga hér er mjög góð. Hjálpar- störf erlendis hafa líka alltaf heill- að mig og það væri frábært að geta látið gott af sér leiða í þessu lífi og verkefnin ærin. Ég á það kannski bara eftir að vinna slík störf." indiana@dv.is' «n??!!|gSS3 Buena Vista Social Club Margrét hitti söngkonu Buena Vista SocialClub I einni ferð sinni um heiminn. UTFARARSTOFA ISLANDS ^FARARSTOfy, ’-ífr, rfSr' /SLANDS Suðurhlíð 35 Fossvogi Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 Sólarhringsvakt Sverrir Einarsson Bryndís Valbjamardóttir Komuni lieim til aðstandénda ef ciskafi er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfídrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiöla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar KT jeppa & útivistarvers[un S:466-2111 Pallhús loftdælur skriógírar lægra lágadrif www.kliptrom.is Fangaðu drauma þína! - í gegnum dans Finnstþér gaman að dansa? Ertu ó krossgötum? Viltu breytingar inn í líf þitt? -Tilvalið nómskeið fyrir þig sem finnst gaman að dansa og vilt um leið koma hreyfingu ó líf þitt. Þessi dagur verður spennandi fyrir alla en sérstaklega fyrir þá sem leita breytinga og heilunar í lífi sínu. Við dönsum inn í orkustöðvar líkamans. Við dönsum inn í drauma okkar og leysum kraftinn úr læðingi sem hjálpar draumum okkar að rætast hér á jörð. Við eflum lífskraft og orkuflæði í gegnum dansinn. Við losum um höft og opnum fyrir gleðina. Þú endurnýjast á líkama og sál. Það er kraftaverki líkast þegar við dönsum á þennan hátt. - Finndu frelsið í tónlistinni og dansinum! -Stundin fullkomnast í slökun. Nómskeið fer fram laugardaginn 4.nóvember í Gerðubergi Reykjavík. Skráning s: 848 5366 Jeppadeklcin frá Fáanleg í flestum stærðum fyrir 15,16,17 og 18" felgur Fiallasport ^4x4 specialist® Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.