Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Page 35
PV Helgin
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 55
Daður er lífslist, segir Heiðar Jónsson snyrtir í viðtali við DV í dag. En er fólk almennt á því að daður sé nauð-
synlegt krydd í tilveruna? Hvar eru mörkin - getur daður beinlínis verið hættulegur leikur að eldi? Þessar og
fleiri spurningar lagði DV fyrir þrjá þjóðþekkta einstaklinga, sem svöruðu af heiðarleika og einlægni.
DAÐUR: LÍFSGLEÐI,
HÆTTA EÐA NAUÐSYN?
Getur verið eins og gott„show"
„Já, daður er nauðsynlegt innan
skynsamlegra marka!" segir Guðrún
Möller, fegurðardrottning og verslun-
areigandi. „Daður er ákveðin líkams-
tjáning sem er að mínu mati nauð-
synleg í samskiptum kynjanna... Það
eiga ekki allir auðvelt með að „tala" við
þann sem þeim líst vel á og geta því
gefið ýmislegt í skyn með daðri."
Getur daður orðið hœttulegt?
„Já, sé ekki rétt að því staðið getur
daður líka verið hættulegt. „Ekki leika
þér að eldinum" er ágætis viðvörun!!"
Hefurþú daðrað?
„Já, já, ég hef alveg daðrað, en þar
sem ég er afbrýðisöm kona verð ég að
viðurkenna að daður getur valdið af-
brýðisemi! Daður getur verið ansi gott
„vopn" þegar þér líst vel eða illa á ein-
hvem, en ég held jafnframt að daður
geti verið gott fýrir sambönd þar sem
ríkir mikið gagnkvæmt traust og virð-
ing. Að fýlgjast með einhverjum daðra
vel er bara eins og gott show!"
Daður ber vott um lífsgleði og
sjálfsöryggi
„Já, ég myndi segjá að daður sé
nauðsynlegt innan skynsamlegra
marka," segir Elma Lísa Gunnarsdótt-
ir leikkona. „Ég held að það sé öllum
hollt að daðra soldið. Það er líka mun-
ur á daðri og viðreynslu. Mér finnst
daður oft bera vott um lífsgleði og
sjálfsöryggi. Sumir em fæddir daðrar-
ar og aðrir ekki. Það fólk sem að mér
þykir vænst um er daðrarar af guðs
náð. Þegar maður er farinn að vera
óheiðarlegur við sjálfan sig og aðra þá
hefur fólk farið yfir fínu línuna og dað-
ur orðið hættulegt."
Hejurþúdaðrað?
„Já, ég held ég sé bara nokkuð góð
í að daðra, jafnt við konur sem karla!
Það er fín lína að daðra á réttan hátt
og daður getur verið nægileg ástæða
til að vekja afbrýðisemi. Það getur ver-
ið gott trikk til að vekja athygli eða af-
brýðisemi að daðra, en það getur líka
virkað öfugt. Hins vegar tel ég að það
sé engin spuming að daður getur verið
gott til að viðhalda neistanum í sam-
bandi!"
Glettið innlegg í samskipti
kynjanna
„Daður telst nú tæplega til
brýnustu lífsnauðsynja," segir
Árni Þórarinsson, blaðamaður og
rithöfundur. „En það getur ver-
ið skemmtilegt sem glettið inn-
legg í samskipti kynjanna og gagn-
legt sem aðferð við að færa ný eða
jafnvel eldri kynni á annað plan,
leið til að láta hitt kynið vita að sá
sem daðrar hafi áhuga á nánari
kynnum ef um semst og áhuginn
er gagnkvæmur. Daður þjónar því
sem eins konar mæling á gengis-
skráningu viðkomandi - fólk daðr-
ar til að komast á séns, til að tékka á
hversu mikinn séns það á eða hvort
það á nokkurn séns yfirleitt. Fína
línan færist til eftir tíðarandanum.
Á fyrri tíð, áður en jafnréttisbar-
áttan missti mesta húmorinn, var
daður sjálfsagt stundum á mörk-
um þess sem í seinni tíð er kallað
kynferðisleg áreitni. Sumar svo-
kallaðar pikköpplínur nútímans
eru þó mun grófari en áður var og
mér hefur sýnst að daður hjá fólki
sé stundum, þrátt fyrir alla jafnrétt-
isbaráttuna, ansi nálægt glennu-
gangi og ribbaldastælum, sem eru
til marks um skefjalausa athyglis-
sýki og skort á sjálfsvirðingu. Dað-
ur getur orðið dálítið vúlgart ef í því
er ekki húmor fyrir sjálfum sér og
öðrum. Og daður fer illa saman við
mikla vímuefnaneyslu, langþreytta
höfnunarkennd og örvæntingu. Ég
held að daður sé jákvæðast þegar
bak við það er bæði húmor, einlæg-
ur áhugi og hrifning.“
Hefurþú daðrað?
„Já, já, já, einkum á síðustu öld,
og eflaust stundum farið yfir þau
mörk hófsemi sem ég nefndi áðan."
Er daður ncegileg ástœða til að
vekja afbrýðisemi?
„Að sjálfsögðu getur svo verið. Ef
einhver daðrar af fullri alvöru frek-
ar en í gríni við annan en þann sem
viðkomandi er í sambandi við er
það til marks um virðingarleysi fyr-
ir því sambandi. Ég myndi segja að
daður sé slæmt trikk til að vekja at-
hygli eða afbrýðisemi og lýsi van-
þroskaðri athyglisþörf. Daður getur
hins vegar verið gott til að viðhalda
neistanum í sambandi, en aðeins
ef daðrið beinist að þeim sem við-
komandi er í sambandi við en ekki
einhverjum öðrum."
annakristine@dv.is
Diddú: „Daðrari per exellance!"
Jónsi söngvari:
„Held að margir
| geri sér ekki grein
i fyrir hversu góður
' söngvari hann er,
því fólk hrífst fyrst
og fremst af persón-
unni. Hann daðrar
svo mikið að margir
halda að konan hans
L eigi erfitt með að
■fþola það. En gott
®samband þolir
H daður."
Daðrarar listalífsins:
Daðrarar Ijósvakamiðlanna:
Jónas Jónasson útvarpsmaður:
„Það er náttúrlega hrein snilld að
geta daðrað í gegnum útvarp. Jónas
getur hvorki beitt líkamstjáningu né
augunum, en daðrið berst beint til
þess sem á hann hlustar."
Hermann Gunnarsson: „Ótvíræð-
ur sigurvegari. Myndi sigra í hvaða
daðrarakeppni sem er! Hann er snill-
ingur í að daðra við þjóðina gegnum
sjónvarp og útvarp, enda sér ekki fýr-
ir endann á frægðarferli hans í þeim
miðlum."
Þórhallur
Gunnarsson:
„Ótrúlegur
daðrari. Kem-
ur daðrinu vel
til skila gegnum
vélarnar."
Daðrarar fegurðardrottninga:
Unnur
Steinsson:
„Ólíkt Bryn-
dísi daðrar
Unnur með
því að ögra."
Bryndís Schram: „Bryndís hefur
þann eiginleika að daðra í gleði. Það
er ekki öllum gefið."
I