Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Síða 57
DV Síðast en ekki sist
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2006 77
Nína í nýjum búningi Stebba og Eyfa
„Við höfum verið að syngja sam-
an annað slagið í 15 ár og það hefur
alltaf staðið til að taka upp plötu. Við
höfum bara ekki gefið oldcur tíma til
þess fyrr en nú," segir Stefán Hilm-
arsson um plötuna Nokkrar nota-
legar ábreiður sem hann gefur út í
næstu viku ásamt félaga sínum Eyj-
ólfi Kristjánssyni. Platan hefur með-
al annars að geyma nokkur banda-
rísk tökulög frá 8. áratugnum en
þeir félagar sömdu íslenska texta við
mörg þeirra. „Eyjólfur er hafsjór af
fróðleik um bandaríska tónlist frá 8.
áratugnum enda er hann alinn upp
með hana í eyrunum. Þetta er búið
að vera fróðlegt ferli fyrir mig því
þetta er músík sem ég hef ekki hlust-
að mikið á áður."
Það er nú oft þannig þegar fólk
heyrir minnst á tökulagaplötu koma
slagarar upp í hausinn á manni.
„Þetta er ekki slagaraplata en það
eru þó tvö lög sem fólk ætti að kann-
ast við. Annað þeirra er þegar kom-
ið í spilun og heitir Góða ferð en
B.G. og Ingibjörg gerðu það vinsælt
veturinn 1974-1975 og það stefnir
í álíka vinsældir núna. Svo má ekki
gleyma Nínu sem við Eyfi tókum í
Evrópusöngvakeppninni árið 1991
og settum í nýjan búning fyrir þessa
plötu," segir Stefán.
Stefán segir að það verði ekki
auðvelt að fylgja þessari plötu eftir
enda þeir báðir á kafi í öðrum verk-
efnum sem og þeir hljóðfæraleikar-
ar sem spiluðu inn á plötuna. „Við
ætlum að minnsta kosti að halda út-
gáfutónleika þann 30. nóvember í
Borgarleikhúsinu og svo sjáum við
til." Hljóðheimur plötunnar er allur í
anda 8. áratugarins og því voru not-
uð gömul hljóðfæri og allir sampler-
ar og sequenserar skildir eftir heima.
Þeir sem vilja heyra tóndæmi er bent
á síðuna ftt.is/stebbiogeyfi.
Stefán Hilmarsson og Eyjólfur
Kristjánsson gefa útplötuna Nokkrar
notaiegar ábreiður I næstu viku
Söng fyrir fullu húsi
Birgitta Haukdal sló i
gegn ÍKrossinum seinasta
fös tudagskvöld þegar hún
söng þar fyrir fullu húsi.
DV-Mynd Vilhelm
Birgitta í Krossinum Fullt
hús og svaka stemming
Krossinn heldur á hverju ári hátíð sem þeir kalla herkvaðningu.
Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum segir að þessi hátíð sé í raun
orðin stærri en jólin hjá Krossinum. Herbílar og hermannagallar
eru hlutí af hátíðinni og segir Gunnar að það sé verið að minnast
þess að safnaðarmeðlimir Krossins séu hermenn Krists.
Krossinn heldur á hverju ári hátíð
sem þeir kalla herkvaðningu. Gunn-
ar Þorsteinsson hjá Krossinum segir
að þessi hátíð sé í raun orðin stærri
en jólin hjá Krossinum. Herbílar og
hermannagallar eru hluti af hátíð-
inni og segir Gunnar að það sé ver-
ið að minnast þess að safnaðarmeð-
limir Krossins séu hermenn Krists.
„Þetta var alveg virkilega gaman.
Það mættu líka alveg rosalega marg-
ir á tónleikana. Ég hef ekki upplifað
svona stemmingu áður." segir Birg-
itta Haukdal en hún söng fyrir fullu
húsi seinasta föstudagskvöld á sam-
komu í Krossinum.
„Ég hef aldrei sungið hjá svona
söfnuði áður. Ég hef sungið í Hall-
grímskirkju og Grafarvogskirkju á
tónleikum en aldrei hjá Krossinum
eða öðrum söfnuði áður," segir Birg-
itta sem er alveg í skýjunum yfir tón-
leikunum.
„Ég söng Angels eftir Robbie
Willams, í bljúgri bæn og svo Son
of a Preacherman. Þau báðu mig
um að vera með í sumar og ég sagði
hvaða lög hvað ég vildi syngja og svo
æfði ég með sönghópnum Gig sem
er sönghópur Krossins, þar eru sko
stelpur sem kunna að syngja. Ég er
viss um að þar eru söngkonur sem
eru með þeim bestu á landinu," segir
Birgitta kát.
Foringinn Gunnar Þorsteinsson íKrossinum
segir aö hann eigi eftir að vera lengi aðná sér
eftir þessa tónleika, þeir hafi verið svo
stórkostlegir.
„Við verðum lengi að ná okkur
eftír þetta," segir Gunnar Þorsteins-
son, kenndur við Krossinn, um tón-
leikana. „Það var alveg troðið út úr
dyrum og alveg mögnuð stemming.
Við erum með það sem við köllum
herkvaðningu á hverju ári hjá okk-
ur en þá fáum við vandaða og góða
söngvara tíl okkar.
I fýrra var það Jónsi í í svörtum
fötum og núna fengum við Birgittu
„Við erum ekki að
sprengja turna eða
skjóta gamlar nunnur
í bakið heldur að elska
menn einlægt."
til liðs við okkur. Birgitta er alveg
yndisleg stúlka og er til fyrirmyndar
fyrir ungar stúlkur,” segir Gunnar og
ánægja hans með Birgittu leynir sér
ekki.
„Þessi herkvaðning er þannig að
allir eru klæddir í hermannabúninga
og það eru herbílar íyrir utan hjá okk-
ur. Það er til þess að minna okkur á að
við erum hermenn Krists. Við erum
ekki að sprengja tuma eða skjóta
gamlar nunnur í bakið heldur að
elska menn einlægt," segir Gunnar.
myrdal@dv.is
Þorsteinn Guðmundsson hefur samtöl Jóns Baldvins undir höndum
„Ég er búinn að gera 13
svona pistla," segir Þor-
steinn Guðmundsson um
pistlana sem hann er með
á þriðjudögum á Rás 2 og
ganga undir nafninu Frétta-
lygi. Það var þannig að
Freyr Eyjólfsson hafði
samband við mig og
bað mig um að gera
pistlana fýir síðdegis-
útvarpið.
Jón Baldvin Hannibals-
son Samkvæmt fréttalygi
Þorsteins þá heyrðiJón
Baldvin bara skrýtin hljóð I
símanum þegar hann var
fuliuraðvinna.
„Það var þannig að ég las fyrir-
sagnir úr blöðum og bjó til almenn
leiðindi og bull út frá þeim. Svo-
leiðis byrjaði þetta hjá mér. Fólk hef-
ur verið að tala aðeins um þetta en
þá aðallega Gillzenegger-kaU-
ar og treflar," segir Þor-
steinn en sérstaklega
er skemmtilegur pistill
sem Þorsteinn kallar
Hlerunardaginn. Þar
segist hann hafa kom-
ist yfir hieranir frá Birni
Bjamasyni. í þeim
pistli er hlerun þar
sem Jón Baldvin hring-
ir í Heymar- og talmeina-
stöð íslands. Jón er þar að
kvarta yfir hljóðum í símanum en
viðmælandinn spyr hvort hann heyri
þetta ekki bara þegar hann sé fullur í
vinnunni. Hægt er að mæla með því
að fólk lilustí á þennan pistil.
„Fólk má ekki taka þetta of alvar-
lega," segir Þorsteinn og bætir við
að hann ætli að halda áfram að gera
þessa pistla fram að áramótum en þá
ætlar hann í barneignarffí.
„Ég ætla að skeina rassgöt eft-
ir áramót og hugsa um bömin mín.
Ég er að fara að eignast fjórða bam-
ið mitt," segir Þorsteinn sem situr líka
sveittur þessa dagana við að skrifa
áramótaskaupið.
Þorsteinn skrifar það ásamt Hug-
leiki Dagssyni, Úlfi Eldjárn, Ara Eld-
Þorsteinn Guðmundsson Þorsteinn hefur
verið aðsláfgegnmeð fréttalygi sinni á Rás 2
og honum er ekkert heilagt.
jám og Margrétí Ömólfs. Það verður
því eflaust skemmtilegt gamlárskvöld
fram undan á Ríkissjónvarpinu.
• Nokkrar deilur
eru um framboð
Benedilcts Sigurð-
arsonar í prófkjöri
Samfylkingarinn-
ar. Benedikt var
stj órnarformaður
KEA á sínum tíma og rak fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins fyrir
að taka sér lögbundið fæðingar-
orlof. Benedikt sagði þessi fleygu
orð um framkvæmdastjórann frá-
farandi: „Menn á góðum launum
eiga ekki að fara í fæðingarorlof."
Þessi orð eru varla það sem góðir
jafnaðarmenn kvitta upp á...
• Á vefnum betriborg.is/betri-
borg/xd/skulda-
klukka/ er svoköll-
uð skuldaklukka
Sjálfstæðisflokksins.
ICluklcuna settu þeir
upp til að benda á þá
skuldaaukningu semR-listínn
hafði staðið fyrir. Það er spuming
hvort það væri ekki rétt hjá þeim *.
sem standa að þessari klukku að
stöðva hana því samkvæmt henni
þá aukast skuldir Reykjavíkur-
borgar um 34 milljónir á dag...
• Ásgeir Koibeinsson er kominn
á fullt aftur með þáttínn sinn Sirk-
us Reykjavík. Brynja Björk blaða-
maður Séð og heyrt var hægri
hönd Ásgeirs í nokkrum þáttum
seinast þegar þeir voru á dagskrá
en nú hefur Ásgeir ráðið fimm
stelpur í hennar stað. Þær eru
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, Hel-
ena Eufemía Snorradóttir, Karen
Lind Tómasdóttir, Manu-
ela Ósk Harðardóttir og
, Ragnhildur Magnús-
dóttir. Þetta er því einn
r ^ fjölmennastí þáttur sem
* sést hefur í íslensku
^ sjónvarpi...
V
• Smá fféttír úr
prófkjörunum en
margir eru sveittír
við að opna kosn-
ingaskrifstofur þessa
dagana. Nokkuð góð
mæt-
ingvarhjá Jakobi
Frímanni þegar
hann opnaði sína
skrifstofu enda
þeklctur plöggari. Fá-
mennt var hjá Stein- "
unni Valdísi en þó
elcki eins vand-
ræðalegt og hjá
Ástu Ragnheiði
en þangað mættu
færri en voru í
kórnum sem söng
við opnunina...
• Kántrísöngvarinn Hallbjöm
Hjartarson rekur með mildum
myndarskap Útvarp Kántríbæ.
Þegar blaðamaður sló á þráðinn
til Hallbjörns sagði hann að það
væri lítíð að frétta. Það keyptu
ekki neinir auglýsingar hjá sér og
það væru margir að spyrja hvem-
ing þetta gæti gengið. Hann hefði
ekki nein svör því hann vissi það