Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.2006, Qupperneq 58
Síðast en ekki sist DV 78 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER2006 DÓMSTÓLL göturmor Erukonur óhultarí miðbæ Reykjavíkur? * megakonurfaraaðpassasig." Kjartan Guðjónsson tannlæknir „Ég veit það ekki, þetta hefur aiitafgerst en er bara f fjölmiðlum núna." Bernharður Þórsson nemi „Ég er helst á þvlen konur eiga að passa sig að ráfa ekki inn I þessi dimmu sund." Jónas Grétar Sigurðsson húsasmíða- meistari á eftirlaunum „Nei, þ ær eru það ekki.“ Jóhanna Pétursdóttir bankastarfsmaður „Já, þær eru það nema á sunnudagsmorgn- um þegar þær koma af djamminu." Tim Bronson kokkur á veitingastaðnum Itallu „Nei, þær eru það ekki." Ingunn Guðmundsdóttir atvinnurekandi „Nei, ekki samkvæmt siöustu fréttum." Hildigunnur Högnadóttir skrifstofustjóri „Nei, mérsýnistþað ekki vera. Eru konur almennt óhultar fyrir mönnum?" Sigurður Tómasson endurskoðandi á eftirlaunum „Allavega að nóttu til eru þær það ekki." Karen Halldórsdóttir háskólanemi „Ég veitþað ekki, nei örugglega ekki." Heimir Gylfason nemi Páll Rósinkrans og Garðar Cortes á menningarhátíð í sveitinni Davið Smári Sonur Páll Rósinkrans eigenda Kriunnar Menning fyrir sveitavarginn syngur og spilar á laugardeginum. Garðar Cortes Stjórnar 18 mannakórá októberhátiðinni. Októberhátíð sveitakráarinn- ar Kríunnar, rétt fyrir utan Selfoss, stendur nú yfir með fjölda lista- manna og uppákoma. Föstudag- inn 27. október verður hljómsveit úr sveitinni, Hitakútur, með dans- leik ásamt spænsk-íslenska tríó- inu Los tres Amigos. Garðar Cort- es eldri ásamt 18 manna kór verður með tónleika laugardaginn 28. okt- óber og síðan mun Davíð Smári Idol-stjarna spila og syngja. Aðal- skemmtikraftur laugardagskvölds- ins verður Páll Rósinkrans sem mun syngja við undirleik Þóris Úlf- arssonar hljómborðsleikara. Þetta er í fyrsta sinn sem Krí- an heldur þessa hátíð og ætla eig- endur kráarinnar, María Davíðs- dóttir og Hörður Harðarson að gera þessa menningar- og bjór- drykkjuhátíð að árlegum við- burði. María og Hörður segjast einnig ætla að vera með jóð- larakeppni að hætti Þjóðverja auk fjölda óvæntra uppákoma og skemmtiatriða. Þýskar pylsur verða bornar fram ásamt íslenskri kjötsúpu. Ætla má að sveitungar Kríunnar fjölmenni á þessa fyrstu októberhátíð kráarinnar sem menningarviðburðir af þessu tagi eru sjald séðir í nágrenni Sel- fn.Q.Q Syngur við undirleik Þóris Úlfarssonar. Tímaritið ísafold kemur út Unnur Birna segir allt Tímarit Reynis Traustasonar, ísa fold, kemur út í næstu vikunni og óhætt að segja að nokkur eftir- vænting ríki með það. Blaðið er heilar 212 síður og skipt í fjóra meginhluta, hver með sinni forsíðu. Það er Unn- ur Birna Vilhjálmsdóttir fegurðardrottning sem prýðir aðalforsíðuna en í tímaritinu er mjög opinskátt viðtal við hana þar sem hún gerir upp feril sinn og dregur ekkert undan, þar með talið atvikið sem olli sam- bandssiit- um henn- ar og Sigurðar Straum- fjörð. Æg get lofað því að Unnur Birna dregur ekkert und- an í þessu viðtali," segir Reynir Trausta son sem ritstýrir Isa- fold ásamt syni sínum Jóni Trausta. „Þetta er jafnframt síðasta við- talið sem hún gefur en hún ætlar að einbeita sér að lögfræðinámi sínu á næstu árum. Unnur Birna vildi ekki verða fegurðar drottning og hafði raunar engan áhuga á þessu fegurðardæmi öllu. En hún hefur gengið í gegnum mikla h'fsreynslu og á stund- um fór hrollur um mig í spjalli okkar." Af hinum forsíðunum þremur nefnir Reynir að á lífsstílshluta Isafoldar er Ragnhildur Steinunn íKastljósinu.Þjóðmála- hlutann prýðir forsíða með Davíð Odds- syni og menning- arhlutinn er með Ágústu Evu Er- lendsdóttur. „í þjóðmála- hlutanum er viðamikil úttekt á undanfara fjölmiðlafrum- varpsmálsins og falli Dav- íðs Oddsson- ar í framhaldi af því, Það er Jó- hann Hauksson sem skrifar þessa úttekt," segir Reynir. „Annars er ég hvað ánægðastur með að í menningarhluta blaðsins er Jón Við- ar Jónsson leiklistar- gagnrýnandi mætt- ur til leiks á ný. Hann fjallar meðal annars ítarlega um Mýrina og gagnrýnir hana ásamt - Reynir Traustason Fólkið á bak við Isafold er blanda afgömlum reynsluboltum og ungu og efnilegu fólki. leiklistargagnrýni eins og honum er einum lagið. Eg held að margir séu skjálfandi á beinum og bíði í ofvæni eftir því hvað Jón Viðar hefur til mál- anna að leggja í dag." Reynir segir að starfsfólkið á bak við ísafold sé blanda af göml- um reynsluboltum og nýju efnilegu fólki. Hann nefnir Björn Stefánsson í Mínus sem einn af hinum ungu og efnilegu. „Bjössi í Mínus skrifar grein um Rúnar Gunnarsson, eina af poppstjörnum okkar hér áður sem dó ungur á voveiflegan hátt, en Björn býr að þeirri reynslu hér að faðir hans Stefán var trommuleik- ari í Dátum þegar Rúnar söng með þeirri sveit." Hvað framtíðina varðar seg- ir Reynir að ekki þýði að byggja út- gáfufélag á bara einu tímariti. Fleira verði að koma til og þegar séu uppi áform um frekari útgáfur. Hann vill þó ekki fara nánar út í þá sálma. Foreldrar geta sparaö sér ómakið við að sannfæra börnin hvernig best sé að klæða sig Krakkaveður aftur í loftið með Sigga stormi „Veðurmaðurinn segir aö ég eigi aö vera í gúmmístíguélum!" Setning- ar sem þessa mátti heyra á mörgum heimilum fyrir nokkrum árum þegar Ari Trausti Guömundsson bauö upp á sérstakar veöurlýsingar fyrir börn. „Vegna fjölda fýrirspurna og beiðna frá foreldrum og börnum, höfum við ákveðið að endurvekja Krakkaveður," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur, veður- fræðingur á Stöð 2. En hann frum- sýnir Krakkaveðrið í þættinum fs- land í bítið í næstu viku. „Við verðum með veðurfréttirnar á hálftíma fresti frá klukkan sjö til níu á morgnana." Sigurður segir hér fyrst og fremst vera á feröinni þjónustu viö yngstu hlustendur og áhorfendur þáttarins, jafnframt því sem markmiðið sé aö auka áhuga yngsta hópsins á veður- frœöi og veðri almennt. „Það sem er líka mikilvægt er að veðurfréttir af þessu tagi fela í sér landafræðikennslu, þar sem börn- in læra myndrænt á áttirnar. Það er vitað að því fyrr sem börn fá innsýn í veðurfræði, því meiri verður áhug- inn." Siggi stormur segist vera með gott starfsfólk í liði með sér, sem vinnur nú aö því að byggja upp nýtt og lif- andi veðurstúdíó. „Við verðum með hreyfanleg- ar fígúrur sem fylgja nútímanum og kennarar í leik- og grunnskólum geta fengið þær sendar, ef þeir vilja auka áhuga barnanna á veðurfræði," sagði veðurfræðingurinn um leið og hann smeygði sér í vetrargallann frá 66° norður, enda veit hann ávallt hvaðan vindar blása. annakristine@dv.is C & ■c Q Flottir feðgar Bessi Þór Sigurðarson, átta ára sonur Sigga storms, ktæðir afsér veðrið elns og vera ber.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.