Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1959, Síða 9

Freyr - 01.04.1959, Síða 9
FREYR 103 ur og einnig neytendur, að dreifingu og sölu mjólkurafurða sé komið fyrir á sem hag- kvæmastan hátt. S.l. 2 ár hafa þessi mál verið til athugunar hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og Mjólkursamsölunni. Niður- staða þessara athugana varð sú, að heppi- legast taldist að sameina undir eina stjórn dreifingu og sölu á framleiðsluvörum mjólk- ursamlaganna. Samningar um þetta tókust á s.l. vori og í framhaldi af því stofnuðu Samband ísl. samvinnufélaga og Mjólkur- samsalan í Reykjavík með sér sameignar- félag til þess að annast um sölu afurða mjólkursamlaganna. Samband ísl. samvinnufélaga fer með umboð í félaginu fyrir m„ólkursamlög kaup- félaganna fyrir norðan og austan, en Mjólk- ursamsalan fyrir Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamlag Kaupfélags Borgfirðinga. Félagið, sem hlaut nafnið OSTA- OG SMJÖRSALAN S.F., er til húsa að Snorrabraut 54 í Reykjavík, en þar var áður gamla mjólkurstöðin. Tilgangur félagsins er tvíþættur: 1. Að annast á umboðssölugrundvelli sölu, þar á meðal útflutning á öllum fram- leiðsluvörum íslenzkra mjólkursamlaga. Félagið mun þó aðeins starfa sem heild- sala og selur því vörur sínar smásölum, er síðan verzla við einstaklinga. 2. Að koma á vöruvöndun og gæðamati á mjólkurafurðir samlaganna og sam- ræma framleiðsluna. Fyrirmyndina að starfsemi Osta- og smjörsölunnar höfum við sótt til nágranna- þjóðanna á Norðurlöndum og þó sérstak- lega til Noregs, vegna þess að staðhættir þar eru líkastir því sem hér eru. Það er einnig staðreynd, að Norðmenn, sem ekki teljast til mikilla landbúnaðarþjóða, hafa komið á hjá sér einföldu, en mjög hag- kvæmu fyrirkomulagi á dreifingu mjólkur- afurða. Hjá þeim þjóðum, sem langt eru á veg komnar í mjólkuriðnaði, hefur reyndin orð- ið sú, að framleiðsla gæðavöru hefur byggzt á því, að ráðin hefur verið bót á ýmiss kon- ar vanrækslu undirstöðuatriða. Beztur ár- Úr ostageymslu í kjallara. angur hefur alls staðar náðst með lagfær- ingu þessara mála á þann hátt, að fram- leiðendur hafa sameinazt og sett með sér reglur og eigið eftirlit. Með því móti hefur reynzt unnt að bæta framleiðsluna og veita neytendum fullkomið öryggi og góða vöru. — Mjólkursamlögin hafa verið sett undir strangt eftirlit um allt hreinlæti og með- ferð mjólkurinnar og þeim hefur verið veitt tæknileg hjálp og leiðbeiningar í öllu, sem betur mátti fara. Allt hefur þetta borið góðan árangur og á Norðurlöndum t. d. hef- ur verið komið á samræmingu í framleiðslu úrvals mjólkurafurða, sem heimsfrægð hafa hlotið. Eins og áður hefur verið tekið fram, mun Osta- og smjörsalan reyna að feta í fótspor nágrannaþjóðanna, með því m. a. að láta í té tæknilega þjónustu. Framleiðsluhættir samlaganna verða athugaðir og samlögun- um hjálpað og leiðbeint eftir því sem nauð- synlegt reynist. ----o--- Annar höfuðtilgangur Osta- og smjörsöl- unnar er að koma á gæðamati mjólkuraf- urða. í því sambandi hefur verið leitað til samtaka norskra mjólkurframleiðenda um

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.