Freyr - 01.04.1959, Qupperneq 13
FRE YR
107
í Windskale bjuggust menn við hættunni
af J-ísótóp, þ. e. a. s. afbrigði af frumefn-
inu Joði, sem nefnt er Joð 131.
Venjulegt Joð, sem frumefni, er ekki
haettulegt. Því er að vísu blandað í læknis-
lyf og þá jafnan merkt með þremur kross-
um, er tákna að það sé eitur. En Joð er
nauðsynlegt næringarefni fyrir okkur öll
og þá — eins og svo mörg önnur efni —
verkandi sem þetta eða hitt eftir því hvernig
notað er í samræmi við eðlilegar þarfir. En
verkanir hins venjulega Joðs eru smávægi-
legar miðað við afbrigðið Joð 131, sem er
geislavirkt. Rétt notað getur hið geislavirka
Joð, — eins og það, er dreifðist frá stöðinni
Windskale, — líka verið gagnlegt, en ef til
vill ekki í þeim mæli, sem það dreifðist í frá
nefndri stöð. Því var málið túlkað þannig,
að nú kæmist Joð 131 í grasið, hætta væri
á að kýrnar, sem grasið ætu, mundu veikj-
ast og þó ennþá meiri hætta á að efni þetta
bærist í mjólk þeirra og með henni til barn-
anna, sem drykkju þessa eitruðu mjólk, og
afleiðingarnar mundu verða öryrkja og al-
gjör eyðilegging.
Hið svokallaða helryk, sem blöðin hafa
svo oft rætt um af miklum fjálgleik, er í
rauninni smáeindir geislavirkra efna, frum-
efna, sem til hafa orðið, viljandi eða óvilj-
andi, þegar sundurlausn einhverra frum-
efna hefur átt sér stað og hin geislavirku
efni berast stjórnlaust um nágrenni eða í
fjarlægð frá upphafsstöðvum sínum. Ótt-
inn við hið geislavirka Joð 131 frá ensku
stöðinni var ekki með öllu ástæðulaus, en
óheillaáhrifanna hefur ekki orðið vart svo
sögur fari af.
Þegar um þetta er getið má líka minnast
hins, að einatt hafa óhöpp og tilviljanir
leitt til mikilsverðra framfara og skipu-
lagðra athafna. Um þetta efni má þá líka
segja, að óhöpp eru líkleg og ef til vill óum-
flýjanleg áður en kjarnorkan er alveg á
valdi mannanna til friðsamlegra og gagn-
legra hlutverka. Orkulind þessi er þegar
tekin í þjónustu mannkynsins, einnig í þágu
búvísindanna og verður þar þó sennilega
miku hærra á baugi er fram líða stundir.
Stöldrum því aðeins lengur við hið nefnda
óhapp Englendinga. Það var geislavirkt Joð,
sem þar um ræddi. Nú er það svo, að Joð
er næringarefni, eða réttara sagt snefilefni,
sem skepununum er nauðsynlegt að fá. Það
hefur sérstaklega mikla þýðingu í sambandi
við starfsemi skj aldkirtilsins og nauðsynlegt
við myndun hins mikilvæga vaka (hor-
móns) thyroið. Safnist í skj aldkirtilinn
geslavirkt Joð er hætta á ferðinni, en þó
því aðeins að það safnist í of miklum mæli.
Til þess að ráða bót á vissum kvillum í
skjaldkirtli var áður venja að viðhafa upp-
skurð. Nú geta menn notað geislavirkt Joð
í sama skyni, svo að lækningamátt þessa
hættulega efnis er í því sambandi um að
ræða.
Og einhvers staðar liggur markið milli
sýkingarhættu og lækningamáttar þess.
Þessum málum er það langt komið, að
geislavirk efni eru notuð til þess að fylgj-
ast með eðlilegri lífsstarfsemi jurta og dýra
og til þess einnig að komast að raun um
afbrigðilega lífsstarfsemi, þ. e. a. s. að fylgja
gangi vissra kvilla, staðfesta stig þeirra og
breytingar í samræmi við eðlilega lífsstarf-
semi í fari einstaklinganna, sem hrjáðir eru
af veikindunum. Til dæmis að taka Joð 131
notað til þessara hluta þá er auðvelt að
fylgja brautum þess í líkama þeim, sem það
hreyfist í, en til þess að finna þær, svo og
magn í líkama jurtar, skepnu eða manns,
er notaður sérstakur rafvirkur mælir.
----x----
Annað þýðingarmikið atriði í sambandi
við geislavirk efni og búfjárrækt felst í því
er snertir hagnýtingu kolefnisins. Geisla-
virkt kolefni er nú notað til þess að kanna
brautir kolefnisins frá því að skepnan fær
það sem hluta af fóðri sínu unz það er orð-
ið að afurðum eða hefur orðið orkugjafi við
brennslu í líkamanum.
Til þess nú að geta framkvæmt umrædd-
ar athuganir þarf geislavirkt kolefni. En
það er ekki framleitt úr sjálfu frumefninu
kolefni heldur úr köfnunarefni og því gefið
auðkennismerkið kolefni 14. Með því að
flytja það í glerbúr, sem jurtir vaxa í, sam-
einast kolefniseindir þessar uppbyggingar-
kerfi jurtanna rétt eins og um venjulegt
kolefni væri að ræða, og með aðstoð sólar-