Freyr - 01.04.1959, Page 14
Í08
FRE YR
ljóssins myndast af kolefni 14 sykur, sterkja
og fjölsykrungar, rétt eins og vant er og er
geislavirkt kolefni þar meö orðinn nokkur
hluti vefja og forðanæringar jurtanna. Að
rannsóknum á þessum efnum standa sér-
fræðingar í jurtalífeðlisfræði og þeir geta
nú fylgzt með hvernig hin innri starfsemi í
einstökum plöntuhlutum og frumum þeirra
fer fram, en tilvera hins geislavirka kol-
efnis gerir það mögulegt. Yfir í fjölsykr-
ungana, sem jurtirnar mynda, berst kolefn-
ið, skepnurnar nærast af þeim með fóðrinu
og með því svo að taka sýni af úrgangs-
efnum er ganga frá hverri skepnu, er etið
hefur kolefni 14 í fóðrinu, eru leiöirnar
fundnar. Kolefni 14 hagar sér sem sé eins
og annað kolefni í þessum sökum, en virð-
ist sérstakt í því einu, að vera geislavirkt
og því hægt að finna eindir þess þar sem
þær eru, rétt eins og mislitar kindur
eru auðfundnar í hópi hvítra. Segjum að
ákveðinni kú sé gefinn skammtur af kolefni
14 í fóðrinu. Með því að rannsaka þvag og
mykju, útöndunarloft og svo mjólkina og
ef til vill innihald vambarinnar og blóðið,
er hægt að ákveða fjölda mislitu kindanna,
þ. e. geislavirku kolefniseindanna á hverj-
um stað og staðfesta leiðirnar, bæði við
sundurlausn næringarefnanna og uppbygg-
ingu afurðanna svo og viðhald líkamans.
Þegar nú á þennan hátt er oft búið að
staðfesta hvernig lífsstarfsemi heilbrigðra
skepna er má svo rannsaka veilar eða veik-
ar á sama eða líkan hátt og komast að raun
um hið afbrigðilega í fari þeirra.
Næsta hlutverkið er svo að opna úrræðin,
finna rétta lykla til þess að girða fyrir kvilla
eða lækna þær skepnur sem sjúkdómarnir
hrjá. Virðist líklegt að við stöndum hér við
þröskuld stórkostlegra nýrra viðhorfa, sem
vita að straumhvörfum í heilbrigðislegum
atriðum búfjárins og framleiðslugrundvelli
um leið, straumhvörfum álíka og þeim, sem
urðu á sviöi heilbrigðis- og læknisfræðilegra
viðhorfa, vegna manna og skepna, þegar
Lister uppgötvaði og sannaði almenningi
þýðingu gerilsneyðingar, sem varnar gegn
smiti, sníklum og sýklum.
-----x-----
Ef litið er inn á annað verksvið, er varð-
ar bændur og búskap þeirra, með tilliti til
geislavirkra efna, má minnast á erfðaskil-
yrðin.
Um geislavirk efni hefur oft verið rætt
í blöðum og þá fyrst og fremst frá sjónar-
miði hættunnar, og þaðan hefur almenn-
ingur fengið mesta fræðslu um þessi efni.
Það er auðvitað óvefengjanlegt, að áhrif
geislavirkra efna á erfðavísa þá, er í frum-
unum finnast — bæði jurta og dýra, geta
verið meinleg og meira að segja stórhættu-
leg og eyðileggjandi, en þau geta líka verið
til uppbyggingar eða að minnsta kosti orðið
það þegar menn hafa fengið fullt vald á
kjarnorkunni.
Allir, sem nám hafa stundað í framhalds-
skólum, kannast við „stökkbreytinguna“,
sem um er rætt í erfðafræðinni, það er, að
allt í einu eignast foreldri afkvæmi, sem í
einu, mörgu eða flestu eru frábrugðin ætt
sinni og upphafi.
Nú er það svo, að stökkbreyting í erfða-
eðli mun oftast vera skoðuð sem breyting
til hins verra og því ekki eftirsótt, heldur
tekið með fyllstu varúð.
Umskiptingseðlið er ekki prísað. En kom-
ið getur það fyrir, að við stökkbreytingu
skapist eftirsóttir eiginleikar og arfgengir,
bæði hjá lægri og æðri lifverum, sem beint
og óbeint treysta tilveru og í hvíla grund-
vallaratriði heilla atvinnuvega. Það er vit-
að og reynt, að með geislun er hægt að hafa
áhrif á litnið í frumunum og færa t. d. eðl-
iseiginleika jurta á þann hátt til betri veg-
ar og rneiri nota fyrir ræktunarmanninn.
Það getur t. d. verið eftirsóknarvert að
geisla útsæði korntegunda, rækta síðan út-
sæðið og staðfesta eðlismun plantna,er vaxa
upp af geisluðu korni, við að velja þá ein-
staklinga úr, sem sýna mest mótstöðuafl
gegn vissum kvillum eða sýklum. Með venju-
legri stofnræktun er svo hægt að prófa á-
fram og að lokum ná svo langt að sýna í
tilraunum virkilega nýjan stofn, sem t. d.
hefur sérlega mikið viðnám gegn vissum
kvillum eða safnar mjölvi við lægra hita-
stig en venja hefur verið eða einhverjir enn
aðrir kostir koma í ljós. Fyrirbæri eins og
hið nefnda er þegar byrjað að nota í þágu