Freyr - 01.04.1959, Síða 15
FRE YR
109
landbúnaðarins. Þetta er að vísu á tilrauna-
stigi ennþá, en menn sjá hylla undir hag-
nýtingu tilbúinna kosta í fari nytjajurta,
kosta, sem eru tilbúnir með geislun upp-
hafsaðila.
Má í þessu sambandi minna á, að í notk-
un er nú sú aðferð, að geislavirkt kóbolt
(kóbolt 60) er lagt við fræ, stöng, sem dreifir
mældu magni geisla á ákveðið magn af fræi.
Það má vera að aðferðin brytist í meðferð-
inni þannig, að úði eða duft verði notað í
staðinn, en þá er aðeins um að ræða breyt-
ingu á starfsaðferð en ekki á verkunum.
Neikvæðum árangri óskar enginn eftir af
starfi sem þessu, hvorki að því er snertir
jurtir eða búfé. En ef lamaður yrði lífeðlis-
þróttur meindýra, gerla og sveppa, sem
herja á uppskeru jarðar eða heilbrigt búfé,
þá þætti það góður árangur. Og svo langt
er nú komið í búverkum þessum, að þetta
er hægt og þetta er gert. Með geislum virð-
ist vera hægt að veikla svo erfðaeðli karl-
flugna, að afkvæmi þeirra verði einnig
veikluð, og sökum veikleika síns valdi minni
búsifjum þeim, er rækta jarðargróður, held-
ur en þegar um hraustar flugur er að ræða.
Það er líka hægt að útrýma smá lífverum
með geislum — í bili að minnsta kosti — til
hagræðis fyrir þá, sem þurfa að geyma vör-
ur sínar óskemmdar um einhvern tíma. Það
er t. d. hægt að geisla kjöt án þess að það
sjálft verði geislavirkt, en það úldnar ekki
né eyðileggst sökum þess, að sá lífveru-
gróður, er venjulega veldur eyðileggingu,
hefur lífi týnt fyrir áhrif geislaverkana. Það
er gerilsneyðing með nýju sniði. Til þessa
þarf talsvert magn af geislavirkum efnum,
en þau fást ódýr sem úrgangsefni. Hið dýr-
asta við matvælageymslu á þennan hátt eru
þykkir steinmúrar, þungar hurðir og færi-
bönd birgðaskemmanna.
Allt er þetta á tilraunastigi, en þó í raun-
hæfum undirbúningi til notkunar á al-
mennum vettvangi. Hvenær það verður við
almennings hæfi og í hve miklum mæli er
ekki hægt að íullyrða. Almenningur hefur
tileinkað sér aðra tækni í bili að minnsta
kosti og spurningin er þá auðvitað hvenær
annað og betra leysir hana af hólmi. En við
höfum séð týrur víkja fyrir lömpum, olíuljós
fyrir gasljósum og gasljós fyrir rafmagni.
Hví skyldum við vera við endanlega tækni
á sviði matvælageymslu með þeim útbún-
aði, sem nú ríkir?
----x----
Á vettvangi starfs með hagnýtingu geisla-
virkra efna, sem á kjarnorkuöld vorri eru
tekin í þjónustu landbúnaðarins eða verða
það senn, eru það aðeins fáir punktar, sem
stungið hefur verið niður hér. Fleiri —
miklu fleiri — munu eflaust á eftir koma.
í ýmsum tímaritum erlendum er að þessum
málum vikið og opnuð ný og ný sjónarmið,
sem framundan eru. Þegar ég var að hrein-
rita þennan þátt barst mér í hendur enskt
tímarit, sem greinir frá því, að með aðstoð
geislunar hafi tekizt að breyta svo eðli
vissra jurta, sem aldrei hefur verið hægt
aö víxlfrjóvga, að nú sé það auðvelt og á
þessu sviði einu opnist ræktunarmönnum
ótakmörkuð verksvið í sköpun nýrra teg-
unda og afbrigða.
Framundan virðast ótal dyr standa opn-
ar á þessu sviði. Önnur fregn segir að svo
horfi, að með sólarorku megi skapa kolvetni
úr kolefni og súrefni, ásamt vatni, án að-
stoðar plantnanna. Tilraunir með hagnýt-
ingu kolefnis 13 hafi fært vísindin inn á
færa leið í þessum efnum. Sé það fært, þá
ætti að vera auðvelt að íyrirbyggja hung-
ursneyð, sem annars er þann dag í dag
hversdags viðburður víða um heim. Sann-
ast mála mun, að aldrei hafa verksviðin
verið víðari en nú til hagnýtingar jurta og
dýra, í þeim tilgangi að gera árangurinn af
starfi bóndans og búnaðarins í heild virk-
ari en nú. Heilar stofnanir eru reistar og
fengnar til að sinna verkefnum á þessum
sviðum og eldri stofnanir, er fást við rann-
sóknir og tilraunir, hljóta að breyta starfs-
aðferðum sínum með tilliti til nýrra tíma.
Tilveran öll fær nýja hornsteina að byggja
á. Hið efnislega er miklu hreyfanlegra en
nokkur efnafræði hefur áður kennt.
Kennsla i efnafræði og eðlisfræði mótast
vegna hinna nýju staðreynda og verkefna-
val og vinnuaðferðir hljóta að mótast og
breytast samkvæmt fengnum árangri í
starfi hins nýja tíma,
Máske er þróunin örari en jafnvel þá