Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.1959, Blaðsíða 18
112 í' K E Y R vinnslu mjólkurafurða, hafa ekki getað greitt jafn hátt útborgunarverð og þau mjólkurbú, sem selja meiri hluta mjólkur- innar til sölu mjólkur, rjóma og skyrs. í þetta mál skipaði Framleiðsluráð tvær nefndir. Nefndir þessar voru skipaðar fulltrúum beggja deiluaðila og einum hlutlausum full- trúa og komust báðar að samkomulagi í öllum atriðum. Varð m. a. að samkomulagi að hækka verðmiklunargjaldið úr 5 í 14 aura á hvern seldan mjólkurlítra. Enn- fremur var rjómamarkaðnum skipt niður milli allra mjólkurbúanna í hlutfalli við vinnslumjólk einstakra búa, til að ákveða upphæð verðmiðlunargj aldsins. Þá sagði ræðumaður, að frá 1956 hefði verið tekin upp útjöfnun á flutningskostn- aði kindakjöts; hefur hún verið fram- kvæmd þannig, að þeir sláturleyfishafar, sem hafa meira en 35 aura kostnað að meðaltali á hvert innvegið kg, fá það greitt úr Verðjöfnunarsjóði. Niðurgreiðslur á búvörum. Sveinn sagði, að niðurgreiðslur á búvör- um hefðu tíðkazt síðan 1943. Niðurgreiðsl- urnar væru, eins og allir vissu, liður í við- leitni hins opinbera við dýrtíðina, þ. e. til að halda niðri almennri vísitölu og kaup- gjaldi í landinu. Neytendur telji þetta með styrkjum til bænda, og bændur telji, að þetta sé gert fyrir neytendur, því að þeir fái þá vörurnar ódýrari. Sannleikurinn er hins vegar sá, sagði Sveinn, að þetta er hvorki gert fyrir bændur eða neytendur sérstak- lega, heldur fyrir þjóðina í heild. Hann sagði, að þó væri því ekki að neita, að nið- urgreiðslurnar gætu haft önnur áhrif, sem kæmu sér vel eða illa fyrir framleiðendur. Þannig væri t. d. hægt að örva sölu ein- stakra vörutegunda, sem hafa safnazt fyr- ir, með því að greiöa niður verð þeirra. Hins vegar gætu niðurgreiðslur skekkt það verð- hlutfall, sem er á búvörum innbyrðis; t. d. væri kindakjöt greitt niður um 40% af heildsöluverðinu, en svið og nautgripakjöt voru ekki greidd niður og hefði þetta sín áhrif á sölu þessara afurða. Sveinn sagði, að núverandi niðurgreiðsl- ur á búvörum væru hinar mestu, sem nokkru sinni hefðu tíðkazt hér. Mjólkin er greidd niður með kr. 2 ,44 lítrinn og kinda- kjötið með kr. 11,21 hvert kg. Ræðumaöur sagði, að Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði aldrei óskað eftir nið- urgreiðslum, nema þá til jafnvægis við aðra hluti og á smjörinu. Það hefði að jafnaði verið talið, að slikar aðgerðir ættu að vera í höndum þeirrar ríkisstjórnar, sem er við völd hverju sinni. Nú hefði Framleiðsluráðið hins vegar varað ríkisstjórnina við og það telji, að lengra verði ekki gengið í þessum efnum. Sem dæmi um ranghverfuna á niður- greiðslunum sagði Sveinn, að nú kosti mjólkin í Reykjavík 84 aurum minna en ætlazt er til að bændur fái fyrir hana, og kjötið kostar í heildsölu kr. 3,50 minna en grundvallarverðið er. Bændur drekki því dýrari mjólk og borði dýrara kjöt en kaup- staöarbúar. Ræðumaður taldi þó vera hægt að lagfæra þetta næsta haust með því að skipta hinu framleidda magni á heima- neyzlu og söluvörur og reikna heimaneyzl- una á hinu niðurgreidda verði. Væri for- dæmi fyrir slíku. Útflutningsbætur á búvörur. Sveinn drap á fyrirkomulag útflutnings- bóta á búvöru. Hann sagði, að í Útflutn- ingssjóðslögunum væri kveðið á um að greiða skuli uppbætur á útflutta búvöru, sambærilegar þeim uppbótum, sem báta- flotinn nýtur við þorskveiðar. Ráðstöfun þessa fjár er í höndum Framleiðsluráðs, en Hagstofan reiknar út uppbæturnar, eða svo nefnda útflutningsprósentu. Miðast upp- bæturnar við fob-verðmæti hinnar útfluttu vöru. Útflutningsprósentan fyrir tímabilið 15. maí til 1. september er þannig 95.04. Vara, sem selzt á fob-verði fyrir 10 krónur, hvert kg, selzt þá með uppbótum á kr. 19,50 hvert kg. Sveinn sagði, að nú væri bilið á verði kindakjöts innanlands og utanlands meira en svo, aö þessi prósenta nægði. Væru þá

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.