Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.1959, Qupperneq 19

Freyr - 01.04.1959, Qupperneq 19
FREYR 113 R E Y N S L U Á Búnaöarþingi 1958 flutti Gísli Krist- jánsson erindi um reynslubú, og var þar um það rætt aö fara aö reka reynslubú hér á landi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessu máli hefur verið hreyft hér. Árið 1947 gaf Bún- aðarfélag íslands út Verðlaunaritgerðir og þar á meðal var grein eftir Gísla Kristjáns- son og þar ræðir hann um reynslubú. Þar var gert ráð fyrir að það op-inbera ætti og ræki þessi bú og búrekstrinum yrði hagaö í samráði við búfróðustu menn. Mun fyrst og fremst hafa verið meiningin að fá hag- fræðilegar upplýsingar um ýmis atriði við- víkjandi búskap í sambandi við þær miklu breytingar, að ég ekki segi byltingar, sem þá áttu sér stað í búnaðarháttum. Þessi uppástunga í grein Gísla Kristjáns- sonar fékk þá engar undirtektir og er þaö fyrst nú í fyrra að farið er á Búnaðarþingi að ræða um þetta mál, en þá eru nú mörg Eyvindur Jónsson, forstöðumaBur Búreikninga- skrifstofunnar. ár síðan aðrar þjóðir byrjuðu að hafa reynslubú í einhverri mynd. í Hollandi var byrjað með slík bú fyrir mörgum árum. í Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku byrjaði þetta starf seinna, en hefur þó, t. d. í Noregi, verið síðan 1948. Reynslubú á Norðurlöndum. í sumar fór ég til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur og kynnti mér þessa starfsemi í þessum löndum. Danir skipuleggja reynslubúin á þann teknar allar útflutningsuppbætur af gær- unum og V3 af uppbótum ullarinnar og greiddar yfir á kjötið. Þegar kjötið var verðlagt s.l. haust, leit svo út, sem þetta væri heldur ekki nóg, og var þá bætt ofan á verðið innanlands 85 aurum, hvert kg, til þess að mæta því, sem enn vantaði á. Nú hafa fulltrúar neytenda í Verðlagsnefnd kært Framleiðsluráð fyrir þessi vinnubrögð. Sveinn sagðist engu vilja spá um málsúrslit, en eitt væri þó víst, að lögin um Framleiðsluráð slái því föstu, að verðlag afurðanna skuli miðast við það, að bændur hafi sömu laun og aðrar sambæri- legar stéttir, og hvaða aðra leið hefði þá verið hægt að fara í þessu máli? Framfarir og félagsleg uppbygging. Ræðumaður sagði að lokum, að þetta yf- irlit sýndi glögglega hversu geysimikil aukning hefði orðið á framleiðsluhæfni landbúnaðarins. Til viðbótar þessum fram- förum kæmi svo félagsleg uppbygging land- búnaðarins og betri nýting vörunnar o. m. fl. Ræðumaöur kvað íslenzka bændur hafa unnið af dugnaði, framsýni og mesta myndarskap. Engu sagðist Sveinn vilja spá um það, hvort framfarirnar yrðu jafn örar á næstu árum, eins og verið hefur, en eftir væri stórkostlegt verkefni í afurðasölunni, sem lítið hefði verið unnið að, en það er að gera verðmætari þær afurðir, sem við þurfum að flytja út. Væru þar fyrst á blaði ull og gær- ur, en e. t. v. kindakjöt einnig. Sveinn kvaðst þess fullviss, að á næstu árum mundi miklu áorkað á þessu sviði. J. J. D.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.