Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1959, Side 20

Freyr - 01.04.1959, Side 20
114 FREYR hátt, að' þeir taka aðeins eina búgrein út úr og jafnvel aðeins einn þátt þeirrar búgrein- ar. Þeir hafa reynslubú fyrir nautgripi, svín og hænur. Fyrir nautgripi er áherzla lögð á fóðrun og þá fyrst og fremst að spara kjarnfóður, en bæta gróffóðrið og beitina og halda sömu afuröum og áður. Ráðunautur annast allt skýrsluhald fyrir bóndann og sér einnig að miklu leyti um fóðrun og mjaltir, átti hver ráðunautur að hafa 1 nokkuð stórt bú og húsmannsbú, sem væri rétt hjá, en víða hafa húsmenn- irnir hætt og hefur ráðunauturinn þá að- eins eitt bú og vinnur því mjög mikið fyrir bóndann. Ekki eru þessi bú gerð upp reikn- ingslega, en aðeins haldin skýrsla um af- urðir og fóður. Sama fyrirkomulag er með svína- og hænsnabúin. Þar, sem reynslubú með naut- gripi og svín er hjá sama bónda, er einn ráðunautur með hvað fyrir sig, svo að bóndi hefur tvo ráðunauta, sem vinna á hans búi. Þetta fyrirkomulag Dana er mjög kostnað- arsamt og einnig held ég að það hæfi engan veginn okkar staðháttum. z / Svíþjóð eru reynslubúin hugsuð og skipulögð á sama hátt og í Noregi, en eftir- lit minna og ekki tekið hart á því þó bóndi breyti út af áætlun. T. d. var í áætlun hjá einum að hann ætti að fækka kúm veru- lega, en hann fjölgaði þeim. Annar bóndi átti að hætta við hænsnin, en byggði í stað- inn nýtt hænsnahús og fjölgaði hænum mikið, í báðum tilfellum slepptu bændurnir að gera umbætur þær sem ráð var fyrir gert, og útkoman varð því ekki í neinu sam- ræmi við áætlun. Virtist mér að þarna væri að finna ástæðuna fyrir því að Svíar töldu reynslubú ekki gefast vel. / Noregi er fyrirkomuiag með reynslubú í stórum atriðum þannig, að það eru bún- aðarsamböndin sem útvega bændur sem vilja hafa slík bú. Síðan kynnir héraðs- ráðunauturinn sér allar aðstæður og sér- staklega hvern vilja bóndinn hefur til sam- starfsins, ef ráðunauturinn telur búið og bóndann þannig, að rétt sé að hafa þar reynslubú, verður bóndinn að halda bú- reikning í eitt ár. Ef bóndinn hefur haldið búreikning árið áður eða ef til vill í fleiri ár, má sleppa þessu búreikningsári. Þegar búreikningur liggur fyrir, gerir ráðunaut- urinn fleiri en eina, helzt nokkrar áætlanir. Mikil áherzla er lögð á að það vinnuafl sem er á heimilinu notist sem bezt, en sem minnst þurfi að kaupa vinnu að. Þá er einn- ig lögð mikil áherzla á betri ræktun lands og miklar afurðir búfjár, svo nokkur atriði séu nefnd, en taka verður tillit til aðstæðna á hverjum stað. í áætlununum er reiknuð út fjárhagsafkoma búsins og búreikningur síðasta árs lagður til grundvallar fyrir því hvernig búskapurinn hefur verið rekinn. Nú verður bóndinn að velja úr þá áætlun, sem hann vill helzt fylgja og ráðunautur og að- alskrifstofan í Osló að samþykkja hana. Ekki er víst að hægt sé að taka þá áætlun, sem virðist gefa bezta fjárhagsafkomu, bæði getur verið að þá þurfi að gera svo fjárfrek- ar breytingar, að búið hafi ekki ráð á því eða þá að bóndinn trúi ekki á þær breyt- ingar. Skilyrði til að hægt sé að ná góðum árangri er að bóndinn sjálfur hafi trú á áætluninni. Bóndinn ber alla ábyrgð á búinu og fær enga fjárhagslega aðstoð umfram aðra bændur, en ráðunauturinn lætur honum í té alla faglega aðstoð sem hann getur veitt. Bóndinn verður að halda búreikning öll ár- in og veitir ráðunauturinn honum a'ðstoð við það, en mjög er talið nauðsynlegt að bónd- inn sé töluglöggur og hafi nokkurn áhuga fyrir útreikningum. Þegar búið er að velja áætlun, verður að fylgja henni svo vel sem kostur er á. Þó getur komið ýmislegt það fyrir, að óhjá- kvæmilegt sé að breyta nokkuð frá áætlun, en engar verulegar breytingar má bóndinn gera nema í samráði við ráðunaut, sem þá í öllum stærri tilfellum hefur um það sam- ráð við aðalskrifstofu. Getur þá ef til vill verið nauðsynlegt að breyta heildaráætlun- inni. Á hverju ári gerir ráöunauturinn áætlun um einstaka liði í búrekstrinum, t. d. áburð- arkaup, kjarnfóður og fleira í samræmi viö þá reynslu sem fæst frá ári til árs, og er sízt talinn galli, þó hægt sé að ná hagstæð- ari útkomu heldur en fyrsta áætlun sýndi.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.