Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.1959, Side 26

Freyr - 01.04.1959, Side 26
120 FREYR byggðarlögum. Sú regla er að ætla 20 kind- ur jafnar einni kú í búi. Fyrir nokkrum ár- um fékk framleiðsluráð þrjá menn, sem góða þekkingu hafa á þessum málum, til þess að gera athugun á því, hvort þessi regla væri ekki sanngjörn og varð niður- staða þeirra sú, að hér skeikaði ekki miklu. Menn þessir voru: Halldór Pálsson sauð- fjárræktarráðunautur, Ólafur Stefánsson nautgriparæktarráðunautur og Eyvindur Jónsson forstöðumaður búreikningaskrif- stofunnar. Og má finna frásögn af þessari athugun í Árbók landbúnaðarins frá 1954. Ef við gerum samanburð á helztu kostn- aðarliðum við sauðfjár- og kúabú, sem eru fóður, hirðing, stofnfé og vextir af því, kem- ur í ljós, hvað fóðrið snertir, að ein kýr og 20 ær, sem skila meðal afurðum eða nærri því, eins og verðlagsgrundvöllurinn gerir ráð fyrir, þurfa um 1600 F.E. hvort um sig, eða um 32 h.b. af töðu. Þ. e 80 F.E. á kind. Auð- vitað eru þessar tölur mjög teygjanlegar. Sama er aö segja um hirðinguna og vinnu- kostinn. Hann er samkvæmt upplýsingum búreikningaskrifstofunnar mjög mismun- andi, að meðaltali heldur meiri á einni kú en 20 kindum eða nærri því að vera jafn á 23 kindum og einni kú. Mismunur er lang- mestur á höfuðstólnum, sem bundinn er í gripunum sjálfum og þar af leiðandi á vöxt- unum. Líka þarf meira veltufé til sauðfjár- búsins, vegna þess hvað langur tími er frá því, að fóðurs er aflað, þangað til ærin skilar afurðum fyrir það. Algengt skattmat á kú er kr. 3200.00 en á kind kr. 400.00 eða um kr. 8000.00 á 20 kindum. Mismunurinn veröur kr. 4800.00, og á 10 kúgildum yrði hann þess vegna kr. 48.000.00. Höfuðstóll, sem bundinn er i byggingum yfir þessa gripi, er hins vegar sambærilegur, miðaður við byggingarkostnað að undanförnu, ná- lægt kr. 750.00 á kind og kr. 15.000.00 á kú. Auðvitað eru margir smærri kostnaðar- liðir við þessi bú, sem ég rek ekki hér. Ef til vill eru þeir eitthvað óhagstæðari kúa- búinu. Að þessu öllu athuguðu hygg ég, að því megi slá föstu, að þessi regla, að ætla kú jafna í bú og 20 kindur, sé ekki ósann- gjörn. Ef við tökum dæmi úr búinu, sem gert er ráð fyrir í verðlagsgrundvellinum, sem gilti á s. 1. ári og breytum kúnum úr því í ær og athugum, hvaða áhrif það hefur á afrakstur búsins, þá lítur dæmið þannig út: 100 ær og 20 gemlingar gefa í brúttó tekj- ur 38.965,00, — en 6,5 kýr og 2,3 aðrir naut- gripir gefa kr. 64.157,00 í brúttó-tekjur. Heildartekjur af þessum búgreinum verða því kr. 103.122,00. Sé kúnum breytt í kindur verða þær jafn- ar og 130 kindur og aðrir nautgripir reikn- aðir sem y2 kýr hver, jafnir 1,15 kúm eða 23 kindur. Nautgripirnir alls jafnir 153 kindum. Búið alls 120 -j- 153 = 273 kindur. Dæmið verður þá þannig: 120 kindur gefa í brúttótekjur kr. 38.965.00 273 — — - — — X 38.965 X 273 120 X = = 88.645.00 kr. Heildartekjur lækka því um kr. 14.477,00. Sé nú margnefnd regla rétt, þá eru nettó- tekjurnar, eða kaup sauðfjárbóndans, þess- ari upphæö lægri en hins, sem hefur bland- að bú. Auðvitað verður þessi mismunur svo meiri, ef um hrein mjólkurframleiðslubú er að ræða. Af þessu mætti ætla, að framleiðsluráð liti svo á, að mjólkurframleiðsla sé, þjóð- haglega séð, æskilegri heldur en framleiðsla sauðfjárafurða, Ekki er það þó sennilegt, þar sem Árbók landbúnaðarins upplýsti á s. 1. ári, að nærri því helmingi meiri geng- isfellingu þyrfti að gera, til þess að mjólk og mjólkurafurðir væru yfirleitt seljanleg- ar á erlendum markaði, heldur en sauðfjár- afurðir. Enda verður útkoman alls staðar sú, að islenzka verðið á afurðum sauðfjár er nær erlendu verði heldur en verð á mjólk- urvörum. Ullarverð hér er jafnvel lægra en sums staðar erlendis. Hér mun því eitthvað annað valda en um- hyggja fyrir þjóðarhag, Það væri mjög æskilegt, að framleiðsluráð gerði sem gleggsta grein fyrir þeim sjónarmiðum, sem

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.