Freyr

Volume

Freyr - 01.04.1959, Page 29

Freyr - 01.04.1959, Page 29
FRE YR 123 Minningarlundur um Halldór Vilhjálmsson, skólastjóra í marz síðastliðið ár ákváðu nokkrir nem- endur Halldórs Vilhjálmssonar, Hvanneyri, að efna til fjársöfnunar í því skyni að gróðursetja skógarlund til minningar um Halldór með barrplöntum eingöngu. Var boðað til fundar um þetta í Reykja- vík, og mættu þar um 20 af fyrrv. nemend- um Halldórs frá Hvanneyri. Fundarmenn tóku allir þessari hugmynd vel, og var kosin 5 manna framkvæmda- nefnd til að hrinda þessu máli í fram- kvæmd, svo fljótt sem verða mætti. Skyldi samið við Skógrækt ríkisins að annast Plöntun fyrir það fé, sem safnast kynni, í landi Skógræktar ríkisins í Skorradal. Samdist svo, að Skógræktin fengi 1 kr. fyrir hverja plöntu, sem gróðursett væri, en plöntur verði lagðar fram kostnaðarlaust. Lofaði Skógræktin allt að 12 ha landi í Stálpastaða-girðingu til þessarar plöntun- ar, sem væri greinilega afmarkað frá ann- arri skógplöntun þar. Söfnunin hófst strax í marzmánuði, og safnaðist það mikið fé fram í júnímánuð, að hægt var að planta 37.000 plöntum síð- astliðið vor. Var fé þetta að mestu leyti fengið í Reykjavík og næsta nágrenni. Steinn áletraður var keyptur og reistur í þessum minningarlundi. Öllum nemendum Hvanneyrarskóla frá skólastjóraárum Hall- dórs Vilhjálmssonra, sem haldið var að væru á lífi, var sent ýtarlegt bréf um þetta, ef þeir áttu heima utan Reykjavíkur og næsta nágrennis. En ennþá er ókunnugt um mikinn meirihluta þeirra, hvort þeir muni taka þátt í söfnuninni. Hins vegar hafa þeir nemendur, sem búsettir eru í Reykjavík, yfirleitt snúizt mjög vel við þessu máli, og er þess að vænta, að svo verði einnig um hina. Nú mun að nýju sótt fram í vetur til á- framhaldssöfnunar og að því takmarki að geta fullplantað í allt það land, sem heitið hefur verið undir minningarlund Halldórs, sem eru allt að 12 ha. En það er þegar bú- ið að planta í 6 ha. Að ákveðið var að planta þennan minningarlund í landi Stálpastaða í Skorradal, kom af því, að þar væru ör- uggust skilyrði til fljótra og góðra þrifa barrtrjáplantna á Suðvesturlandi, af lönd- um, sem þar eru girt öruggri girðingu. En á Hvanneyri hefði allt verið tvísýnna um þetta, og ef til vill ekki komizt í verk fyrr en löngu síðar. Þar vantaði góða og örugga giröingu. Auk þess, sem land og veð- urskilyrði eru ekki æskileg þar til þvílíks trjáuppeldis, að dómi skógræktarmanna. ★ FREYR vill gjarnan koma áleiðis til al- þjóðar, en þó fyrst og fremst til nemenda Halldórs Vilhjalmssonar, boðskapnum um framtak það er framanskráð greinir frá. Þeir, sem vilja eiga aðild að því skulu hafa samband við einhvern þeirra aðila, er kjörnir voru til þess að annast fram- kvœmdir, en þeir eru: Gunnlaugur Ólafsson, skrifstofustjóri, Laugavegi 162, Reykjavík, Haldór Jónsson frá Arngerðareyri, Rauð- arárstíg 36, Reykjavik, Ingimar Jóhannesson, fulltrúi, Laugar- ásvegi 47, Reykjavik, Kristófer Grímsson, héraðsráðunautur, Silfurteigi 4, Reykjavík, Magnús Kristjánsson, garðyrkjumaður, Eskihlíð D, Reykjanesbraut. Ritstj.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.