Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 10
208 FREYR Veröur hún því í tvennu lagi. Nefndin flytur Ólafi E. Stefánssyni, ráðu- naut, beztu þakkir fyrir alla fyrirgreiðslu og aðstoð við nefndina. ÁLYKTUN til Búnaðarþings frá Milliþinganefnd í holdanautamálum. Nefndin leggur til: 1. Að nú þegar verði unnið að því, með innflutningi djúpfrysts sæðis að hrein- rækta hinn erlenda holdanautastofn, sem fyrir er í landinu. 2. Jafnframt séu athugaðir möguleikar á því að koma upp hér í landinu fleiri hreinræktuðum holdanautastofnum með innflutningi nýfæddra kálfa, svo sem af Hereford og Aberdeen Angus kynjum. Enda verði þeir aldir upp i öruggri sóttkví með innlendum naut- gripum, þar til fullkomið öryggi feng- ist um heiibriigði þeirra. Innflutning- urinn á sæði og gripum fari fram sam- kvæmt gildandi lögum um innflutn- ing búfjár. Sveinn Jónsson Einar Ólafsson (sign) (sign) Þorsteinn Sigurðsson (sign). GREINARGERÐ Sveins Jónssonar. Nefndin skoðaði og kynnti sér holda- nautarækt í Noregi. En hún er aðallega í Suður-Noregi, Rogalandsfylki. Á síðastliðnum 11 árum hafa Norðmenn tvívegis flutt inn hreinræktuð holdanaut frá Skotlandi. Fyrst 1950 og aftur 1957, í bæði skiptin fullorðna gripi, naut og kelfd- ar kvígur af Aberdeen Angus og Hereford- kynjum. Það var mjög fróðlegt og gagnlegt að kynnast þessum málum eins og þau standa hjá frændum okkar í Noregi. Viðhorfin hafa verið lík þar og hér fyrir innflutninginn, skiptar skoðanir og átök. Um þessa tilraun Norðmanna skrifar Trodahl fylkisráðunautur 1958, átta árum eftir fyrsta innflutninginn. „Hér er fengin reynsla, og þeir, sem voguðu fé og fyrirhöfn og höfðu forystu í þessu máli, eru yfirleitt ánægðir með árangurinn og áhugi fer ört vaxandi“. Nokkrir bændur hafa komið sér upp sjálfstæðum bústofni af þessum innflutta holdanautastofni og þá jafnframt lagt nið- ur mjólkurframleiðslu. Ástæðuna fyrir þessum breytingum töldu bændurnir þá, að mjólkurframleiðslan væri svo vinnufrek og bindandi, auk þess að ekki væri hægt að fá aðkeypta vinnu til hennar. Hins vegar væri holdanautabú- búrekstur ekki eins vinnufrekur og ekki eins bindandi. Fjölskyldan kæmist af án aðkeyptrar vinnu með svipaðan búrekst- ur til inntektar, en hefði það bæði frjáls- ara og erfiðisminna. Einnig hafa þessir bændur nokkra líf- nautasölu innanlands og út úr landinu, því eftirspurnin er mikil þar eins og ann- arsstaðar, þar sem þessi kyn eru hrein- ræktuð. Þá hafa naut af þessum kynjum verið sett á sæðingarstöðvar, svo bændur geti fengið kýr sæddar til að ala undan þeim hálfblóðs kálfa til slátrunar. Enn er þessi stofn Norðmanna það lítill, að hreinkynjanautum hefur ekki verið slátrað til þessa, aðeins hálfblóðs gripum. Trodahl fylkisráðunautur telur að þessir hálfblóðs gripir um 18 mánaða gamlir leggi sig að jafnaði með 180—190 kg falli, teknir beint úr högum án eldis. Að sjálf- sögðu ganga þeir allan tímann á vel rækt- uðu beitilandi. Var oss tjáð, að kjöt af þessum blend- ingum væri svo eftirsótt, að það væri upp- pantað fyrirfram af hótelum og matsölu- stöðum er greiddu það mun hærra verði en annað nautakjöt. Forystumenn í landbúnaði á þessu svæði, sem nefndin fékk tækifæri að ræða við, virtust hafa mikinn áhuga fyrir útbreiðslu holdanautanna til hagsbóta fyrir norskan landbúnað. Töldu hann auka fjölbreytni í búrekstrinum, gefa betri og verðmeiri framleiðslu í kjöti. Auk þess gæfist meira svigrúm til breytinga í búrekstri við til- komu holdanautanna. Allt er þetta skylt okkar aðstæðum og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.