Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1962, Qupperneq 7

Freyr - 01.02.1962, Qupperneq 7
FRE YR 51 ugum góðhesti. Bóndinn stöðvar hestinn, tekur tauminn fram af makka hans, víkur sér að nýborinni á, tekur lömbin, merkir þau og bólusetur. Að því loknu gengur hann aftur til hestsins sem hefur staðið grafkyrr, ef til vill kroppað nokkur strá af þúfukolli. Það mætti spyrja þennan bónda að því, hvað þessi hestur hans væri margra kálhausa virði. Ég hygg að svar hans yrði á þá leið, að til væru þeir kjör- gripir, sem ekki yrðu lagðir til verðs við gulli, auk heldur við öðrum gjaldmiðli ó- skírari. Ritstj. segir ennfremur í boðskap sín- um. „Það er auðsætt að' hér ber að söðla um, hætta ráðunautaþjónustu í hrossa- rækt, nema því sem héraðsráðunautar geta sinnt í hrossaræktarhéruðunum. Á hinn bóginn mundi rétt að efla núverandi hrossaræktarbú og láta þau af alefli sinna ræktun reiðhesta.“ Án þess að ég hafi löngun til þess að varpa rýrð á hrossa- kynbótabúin, eða leggja stein í götu þeirra, vil ég benda á þá staðreynd, að þau hafa ekki markað djúp spor í hrossaræktinni frá því er þau voru stofnsett, á sama tíma sem hrossaræktin hefur tekið stórstígum framförum víðsvegar um sveitir landsins, fyrir tilverknað bænda og nokkurra ann- arra áhugamanna, með tilstyrk hrossa- ræktar- og hestamannafélaga, sem notið hafa góðrar handleiðslu hrossaræktarráðu- nauta Búnaðarfél. fsl. Það er staðreynd að beztu reiðhestamæðurnar og beztu kyn- bótahestarnir eru í eigu þessara aðila, og ég álít að engum, sem skyn ber á þessa hluti, blandist hugur um það, að hrossa- ræktinni verði, hér eftir sem hingað til, bezt borgið í höndum þeirra, sem þegar hafa komið henni á góðan rekspöl. Ekki liggur Ijóst fyrir hvaða héruð það eru, sem ritstj. kallar hrossaræktarhéruð, en trúað gæti ég því, að hann sé þar með eitthvert höfðatölusjónarmið í hugan- um, en hrossaræktarhéruð vil ég kalla þau héruð, sem mest og bezt hafa að hrossa- rækt unnið nú á seinni árum, án tillits til þess, hvort hrossafjöldinn er þar meiri eða minni. Ritstj. segir: „Hrossanotkun hér er að verða — og verður framvegis — sport.“ Jafnhliða því sem hestanotkun er allflest- um bændum fullkomin nauðsyn, eins og ég þegar hef bent á, þá er hestamennskan einnig mikið sport, en bændur veita sér að jafnaði ekki mikið sport, svo enginn ætti að telja óþarft, þótt þeir brigðu sér á hestbak við og við sér til ánægju og hressingar, eftir að hafa máski pyntað sig við stýrið á dráttarvélinni, frá morgni til kvölds, vorlangan daginn. í flestum þorpum og kauptúnum lands- ins, auk Reykjavíkur, er hestamennska nú stunduð í æ ríkari mæli, frá ári til árs, og er af ýmsum talin sportmennska ein- göngu. Nokkur tekjulind er og verður það bændum að selja reiðhesta og reiðhesta- efni til þeirra, sem í þéttbýlinu búa, og ekki hafa skilyrði til þess að ala þá upp sjálfir. Og fyrst ég drep hér á reiðhesta- rækt, sem tekjulind fyrir bændur, vil ég leyfa mér að birta kafla úr ummælum, sem höfð eru eftir Gunnari Bjarnasyni skólastj. fyrrv. hrossaræktarráðunaut, ummæli þessi eru í Morgunbl. 18.—1. 1962, en þar segir meðal annars: „íslenzki hesturinn gæti verið búinn og getur enn farið mikla og glæsilega sigur- för um heiminn, ef íslendingar vilja leyfa honum það, hverfa frá lágkúruhætti í þessum málum og vanhugsaðri eigingirni, en tækju þekkingu og víðsýni upp í stað- inn og gæfu málinu lausan tauminn. Frjáls viðskipti á hinum nýja og væntanlega Evrópumarkaði geta þá orðið þessu máli mikil lyftistöng." Það hefur verð rætt um hestamennsku sem sport, en hún er einnig meira, hún er göfug íþrótt, sem enn hefur þó ekki hlotið verðugan sess við hlið annarra íþrótta- greina, sem stundaðar eru með þjóð vorri. Hestamennskan er ennfremur hreysti- gjafi og heilsulind, og má í því sambandi geta þess, að erlend þjóð er tekin að nota íslenzka hestinn við heilsuhæli, þar sem fötluð börn eru látin stunda reiðmennsku, sem talin er veita þeim aukinn andlegan styrk, jafnhliða mikilsvterðiri líkamlegri þj álfun. Mörgum eru ljós þau hollu uppeldisá-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.