Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Síða 8

Freyr - 01.02.1962, Síða 8
52 FRE YR hrif, sem það gæti haft á íslenzkt æsku- fólk, ef það, sem allra flest, fengi tæki- færi til að kynnast hestinum, læra að um- gangast hann og stunda hestamennsku; þar mundi það ávinna sér ánægju, hreysti og lífsgleði, og slíkt mundi skapa mót- vægi gegn þeirri sjoppulífsómenningu, sem svo mjög vill lokka til sín æskufólk vorra daga. Hesturinn hefur gegnt mikilvægu hlut- verki með þjóð vorri, og hann á vissulega einnig eftir að gera það í framtíðinni, en til þess að svo megi verða þarf að ein- beita sér að áframhaldandi ræktun hans, og þjóðfélagið hefur ekki efni á að van- rækja þá ræktun, enda þótt það, fljótt á litið, teldi sig geta sparað við það lítil- fjörlega fjárhæð árlega. Kiljan kemst svo að orði í skáldsögu sinni, Paradísarheimt, en þar er sögusviðið síðari hluti næstliðinnar aldar. „Góður hestur kann að fæðast á sumum bæjum einu sinni á mannsaldri, á öðrum aldrei á þúsund árum.“ Þetta er spaklega mælt ef miðað er við þær kröfur, sem nú eru gerðar til góðra hesta. En á síðari hluta þessarar aldar er ræktun íslenzka hestsins komin á þann rekspöl, að ef svo heldur fram sem horft hefur um sinn, munu á næsta manns- aldri fæðast margir góðir hestar á hverj- um bæ, þar sem áhugi ríkir um ræktun þeirra. Og að lokum þetta. — Ekki vil ég trúa því, að ráðandi verði innan félagssamtaka bændanna, hugsunarháttur þeirra manna, sem meta góða varphænu eða gildvaxið kálhöfuð meir en íturvaxinn góðhest, manna, sem ekki viðurkenna önnur verð- mæti en þau, sem metin verða í krónum eða látin í askana. 24. jan. 1962. Bjarni Ólafsson, Króki. Því var af stað farið, að mál þetta yrði rætt, og skal reynt að verja rúmi jafnt til sóknar og varnar. RITSTJ. Árferði 1961 Fyrstu 3 daga janúar var norðaustan rigning með 1—3° hita, en tók þá að frjósa og létti til. Hinn 8. var hér 15° frost, 27° í Möðrudal, en 6° hiti í Brattahlíð. Hinn 10. var frostið hér 13°, 20° á Grímsstöð- um, en 2° hiti í Vestmannaeyjum. Þetta er samkvæmt veðurfregnum, svo ólíkt er veðrið oft í þessu litla landi. Hinn 11. var svo kominn 2° hiti með sallarigningu. Hélzt þá frostleysa og hægviðri, að telja mátti, mánuðinn út, hlýjast varð þann 15. eða 7°. Úrkomur voru óvenjulitlar í mánuð- inum. Febrúarmánuður reyndist veðragóður og úrkomur litlar. Fyrstu 12 daga mánaðar- ins héldust frost, frá 2° og allt í 16°, sem var annan dag mánaðarins. Síðari hluta hans, var ekki teljandi frost, hiti oftast 1— 2° og úrkomur litlar. Fyrstu 10 daga marzmánaðar héldust hægviðri, með skýjuðum himni og oftast 2— 5° hiti. Mestur varð hann hinn 7. eða 7°. Þá var hitinn 12° á Dalatanga. Hinn 11. kólnaði, héldust stillur með vægu frosti, mest 8°, til hins 19. að brá til hægrar sunnanáttar og varð hitinn 8° þann dag. Hélzt frostleysan í 4 daga, en kólnaði þá aftur og héldust kuldar með 8—14° frosti mánuðinn út. Hinn 31. var norðan snjókoma með 7—10° frosti. Hinn 30., á skírdag, var hér 14° frost, en 22° í Möðrudal. Fyrsta apríl var hér norðan hríð með 10° frosti. Á páskadag var svipað veður með 8° frosti. Þá var frostið í Reykjavík 10°, á Þingvöllum 15°, en á Grímsstöðum 16°. Kuldakast þetta hélzt til hins 10. Hafði þá frostið orðið mest í þessu kasti, 29° í Möðrudal, en 26° í Reykjahlíð. Hinn 11. minnkaði frostið, en gerði þá norðan- átt með snjókomu og vægu frosti, sem hélzt í 8 daga. En á sumardag fyrsta, hinn 20., kom blíðviðri með 6° hita og héldust stillur, með sólbráð, suma daga, til mán-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.