Freyr - 01.02.1962, Síða 14
58
FRE YR
Ég skal taka dæmi: Ég hef það fyrir satt
að nýr togari kosti nú um 40 millj. króna.
Væru eömu gjöld heimtuð af kaupendum
hans og af bóndanum, mundi sú skatt-
heimta nema um 8.82 millj. króna. Þess-
ari upphæð er sleppt, af því að sjósókn
á í hlut. En væri þessari upphæð, — þess-
um 40 milljónum, — varið til kaupa á bú-
vélum, mundi ríkissjóður hagnast um
þennan skilding. Annað dæmi skal tekið:
Ef vél er keypt í trillu eða annan lítinn
fiskibát, eru heimtuð sömu gjöld af henni
og af dráttarvélinni, — þ. e. sömu hundr-
aðsgjöld af kaupverði. En ríkisvaldið skilar
aftur öllu því, sem það áður heimti, þegar
kaupandinn er búinn að rölta milli nokk-
urra bókfærslustöðva í höfuðstaðnum, að
sjálfsögðu með viðeigandi pappíra í hönd-
um. Ef kaup á fullbúinni dráttarvél væru
verðlaunuð á líkan hátt, mundi sú upphæð
nema rúmum 44.2'DO krónum. Þetta er með
öðrum orðum rúmlega mismunurinn á
verði nýrrar og notaðrar dráttarvélar, nak-
innar, þ. e. án allra hjálpartækja. Og enn
er ekki fulleögð sagan. Ríkið hefur stofn-
sett allaigra sjóði, sem það hlutverk er
sett að lána fé til kaupa á skipum og vél-
um í þágu sjósóknar. Þessum sjóðum er
gert það að skyldu að lána allt að 85%
af kaupverði skipa, a. m. k. hinna stærri.
Að vísu mun hafa komið á daginn, að til
þess að standa að fullu við þessa skyldu
þegar um stærstu fiskiskipin hefur verið
að ræða, hefur sjóðinn skort til þess fulla
getu. En þá hefur verið, a. m. k. stundum,
gripið til ríkisábyrgðar, og mun þar
skammt á milli. En þegar vélar til land-
búnaðar eiga í hlut, þ. e. vélar í eigu
bænda, er engin stofnun til í landinu, sem
hliðstæðu hlutverki hefur að gegna. Hér
er því enn misskipt.
Þó ég hafi hér tekið þessi dæmi til sam-
anburðar frá sjósókn og landbúnaði, er
fjarri mér að gera það vegna þess, að
ég vilji skóinn ofan af sjósókninni. Ég ann
henni fyllsta gengis, og efa að við hana
sé ofgert. En sé allt í hófi þar, mun eitt-
hvað vangert við bændur. Þessir atvinnu-
vegir eru hliðstæður. Þeir sækja báðir
björg í skaut móður náttúru. Þar er þó
einn reginmunur á. Sjósókn er rányrkja.
Hún sækir sína björg til hinna villtu nytja
eingöngu, án nokkurrar íhlutunar af hendi
mannsins, — án nokkurrar tilraunar til
endurgjalds fyrir það, sem fangað er.
Framlag hans er það eitt, enn sem komið
er, að beita þekkingunni og tækninni til
hins ýtrasta í þágu rányrkjunnar. Hið
eina, sem enn er þar unnið í þágu lífs
og framvindu, er dálítil viðleitni til frið-
unar. Hún mun þó víðast lausari í reipum
en skyldi, enda margt, sem togar þar í
aðrar áttir. Ræktun er hugtak, sem til
þessa hefur reynzt víðs fjarri íslenzkri
sjómennsku.
í þessu efni er landbúnaður vor and-
stæðan. Hugtakið ræktun er orðið hvort
tveggja: aðalsmerki hans og bjargráð. Við
höfum helgað hann þeirri hugsjón. Þótt
þar sjáist viða gelgjuskeiðsmerki er víst,
að allar vonir —• allir draumar — þeirra,
er fegurst dreymir um þróun hans, stefna
að fyllri og fegurri ræktun. Og vonir
þeirra, sem víðskyggnastir eru í garð sjó-
mennskunnar, stefna að hinu sama í garð
hennar, þ. e. að ræktun fiskimiða vorra.
Enn eru það draumar einir, en hafi þá
heila dreymt. Aldrei rætast þeir draumar,
sem engan dreymir. En hversu sem þess-
um málum er velt fyrir sér, hvíla báðir
þessir höfuðatvinnuvegir okkar á vélun-
um. Þær eru lausn mannkynsins á bjarg-
ráðum samtíðarinnar. Ég vil því skora á
alla, og þó fyrst og fremst þá, sem skipað
hefur verið á einn eða annan hátt í for-
ustulið bændasamtakanna, að taka það til
rækilegrar athugunar, hvort sá reginmun-
ur á viðhorfi ríkisvalds og fjármagns, til
þeirra greina þjóðarbúsins, sem hér hefur
verið bent á, sé með öllu réttmætur.