Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1962, Qupperneq 21

Freyr - 01.02.1962, Qupperneq 21
FRE YR 65 sogist inn um sponsgatið, þótt það sé sæmilega þétt. Tæpast er að vænta þess, að utanaðkom- andi óhreinindi nái að komast í eldsneytið þegar geymirinn er fylltur á afgreiðslu- stöð, sé þess gætt að hreinsa vel í kring- um áfyllingarstútinn. Vilji svo óheppilega til, að eldsneytis- geymir vélarinnar tæmist, þarf, þegar búið er að fylla á hann aftur, að tæma allt loft úr olíukerfinu. Þetta er tiltölulega auðvelt, því að loftskrúfur eru á elds- neytisdælunni, sem losa má um og dæla síðan olíunni, þangað til hún streymir loftbólulaust út, en herða síðan á loft- skrúfunum aftur. Næst er svo að losa festi- rær á olíupípunum við eldsneytislokann og festa aftur þegar olían, við dælingu, streymir loftbólulaus út, en snúa þarf vélinni eftir því sem við á, þannig, að hver dæla sé laus, svo hægt sé að hreyfa hana á fullri slaglengd. Síun. Olíusíurnar þarf að hreinsa öðru hverju eða endurnýja, enda er til þess ætlazt af vélaframleiðendum, að slíkt sé gert eftir ákveðinn vinnustundafjölda. Þetta er ekki að ófyrirsynju, því komist óhreinindi inn á eldsneytisdælurnar, veldur það sliti og skemmdum, og þar af leiðandi óeðlileg- um viðgerðarkostnaði. Um tvenns konar síur er helzt að ræða, bæði pappa- og flókasíur, en pappasíun- um er hættara við skemmdum af vatns- mengaðri olíu og þarfnast því örari end- urnýjunar heldur en flókasíur, en þetta þyrfti viðkomandi að kynna sér vandlega og skipta um síur eftir því sem þurfa þykir. Sé unnið í miklu ryki, ber nauðsyn til þess að hreinsa loftsíuna mun oftar en ella, og jafnvel daglega ef um mikið ryk er að ræða. Eldsneytisdælurnar, eða olíuverkið, ætti að yfirfara og stiila eftir hverjar 2000 vinnustundir, en það ætti aldrei að ger- ast nema af kunnáttumanni, sem hefur öll nauðsynleg mælitæki til þeirra hluta. Til þess m. a. að tryggja örugga gang- setningu og truflanalausan gang, beztu eldsneytisnýtingu og mestu vélarorku, er nauðsynlegt að slípa og stilla eldsneytis- lokann, eftir hverjar 250 vinnustundir, en það verður heldur ekki gert nema af kunn- áttumanni. Þegar tími er kominn til þess að slípa og stilla eldsneytislokann, þarf að losa olíuleiðsluna til eldsneytislokans, en ganga þannig frá henni, að óhreinindi setjist þar ekki að. Losa síðan eldsneytis- lokann frá vélinni, en ganga þannig frá opinu, sem lokinn er í, að óhreinindi eða annað falli ekki inn í brunaholið. Sama hátt þarf að hafa á þegar oliuverkið er tekið frá, til viðgerðar eða eftirlits, að gæta ýtrustu varúðar í hreinlæti, svo engin óhreinindi komist að lausum eða opnum leiðslum. Geymsla. Eigi að ganga frá dráttarvélinni til geymslu yfir veturinn, þarf margs að gæta, til þess að svo sé í pottinn búið, að drátt- arvélin verði tiltækileg til notkunar hve- nær sem þurfa þykir, með litlum fyrirvara. Sé geymslustaður fyrir dráttarvélina í skemmu, þarf ekki að sæta lagi með veður, til þess að búa hana undir geymslu, annars er nauðsynlegt að verja hana með vatnsheldri ábreiðu. Rétt er að loka olíuleiðslunni, t. d. við síuhúsið, og tæma það. Fylla síðan aftur

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.