Freyr - 01.02.1962, Page 27
FRE YR
71
Samvinnuf jós
Um undanfarin ár hefur FREYR við og
við getið þess, þegar frásagnarvert hefur
þótt félagslegt framtak bænda í grann-
löndunum og þá m. a. þegar þeir hafa sam-
einazt um búfjárrækt á samvinnugrund-
velli, svo sem við stofnun samvinnufjósa.
Um eitt slíkra samvinnufyrirtækja skrifaði
danskur ráðunautur í Frey íyrir nokkr-
um ár'um. Nú hefur nýlega hafið starfsemi
sína stærsta samvinnufjósið, sem starfrækt
er á Norðurlöndum, en það er á Falstri í
Danmörku.
í fjósi þessu eru 150 mjólkandi kýr en
7 bændur sameinuðust um þetta félagsfjós.
Þeir, sem lögðu til flestar kýr, höfðu áður
30 í fjósi, aðrir þaðan af minna.
Fjósið er alveg nýtt, útbúið með tækni
legum hjálpargögnum svo sem vélknúðum
fóðurvagni, færiböndum til flutnings gróf-
fóðurs og svo fer mykjan í þró þar sem
þynna skal er hún er flutt burt.
í öllum básum eru gúmmottur svo að
aldrei þarf undirburð heldur eru motturn-
ar skolaðar svo að kýrnar haldist hreinar.
Byggingarnar, ásamt íbúðarhúsi fóður-
meistarans, kostuðu um 700 þúsund dansk-
ar krónur (um 4,4 millj. ísl. kr.)
Bændurnir, sem að félagsfjósi þessu
standa, segjast hafa í þetta ráðizt til þess
að viðhalda búfjárstofninum og framleiðsl-
unni, en þeir hafi engin ráð séð til þess
sem einstaklingar, því að til þess fengu
þeir ekki vinnuafl. í stað þess að hver þess-
ara 7 bænda þurfti áður fjósamann, eru
kýrnar nú hirtar í samvinnufjósinu af fóð-
urmeistaranum og giftum aðstoðármanni
og svo eru tveir nemar til viðbótar.
Mjólkin úr kúnum í þessu fjósi rennur
beint úr spenahylkjunum um slöngur og í
safndunk (tank), en honum er síðan ekið
beina leið til mjólkurstöðvar í Kaupmanna-
höfn. Til mjólkurbúsins í sveitinni urðu
þessir bæ(ndur að greiða nokkra upphæð
sem nokkurs konar skaðabætur fyrir að
skorast undan merkjum um notkun þess,
þar voru þeir félagsmenn áður, en við að
þeir hættu þátttöku í félagsstarfi þess
missti það um hálfa milljón lítra á ári.
Gamlir menn, feður tveggja bænda, sem
eru aðilar að samvinnufjósinu sögðu, er þeir
voru spurðir um álit þeirra á nýbreytni
þessari, að þetta væri ekkert meiri breyt-
ing en þeir sjálfir hefðu orðið að gera um
aldamótin er þeir byrjuðu búskap, en þá
sameinuðust þeir um félagsframtak í mjólk-
urbúi sveitarinnar. Nú er viðhorfið annað
hvort að hætta að framleiða mjólk eða hafa
þetta svona því að enga er að fá til að sinna
kúm á hverjum bæ, og bændurnir hafa
alveg verið að uppgefast við búskapinn
vegna skorts á hjálp, nú geta þeir sinnt
öðrum störfum búsins, ræktað landið, fram-
leitt fóðrið og hirt húsin, svín og hænsni
og ef til vill eitthvað af ungviði, sögðu
gömlu bændurnir.
Kýr, sem mjólkuðu yfir 20 þús. fe áriö 1960 (Frh.i
Ársafurðir:
Nafn: Faðir: Móðir: 'O 73 * •o ó . Eigandi:
S 2? 3 <3 U* ’<u
165. Von 24 Huppur S162 Gæfa 99, Búð 4886 4.10 20.033 Sigurður Björnss., Tobbakoti, Djúpárhr.
166. Brúða 17 Brandur Kinna 4172 4.80 20.026 Jóhann Kristinss., Ketiisst., Holtahr.
167. Lukka 31 Dreyri Lukka 2 4550 4.40 20.020 Jón M. Jónss., Engidal, Eyrarhr.
168. Ýra 25 ? Ýra Relludóttir 5002 4.00 20.008 Þorsteinn Péturss., Mið-Fossum, Andak.hr.
169. Gráskinna 13 Blakkur Bláma 10 4547 4.40 20.007 Eiður Arngrímss., Þóroddsst., Ljósav.hr.
170. Mána 28 Bauluson Lind 8 4340 4.61 20.007 Jón Sigurðss., Skollagróf, Hrunam.hr.
171. Von 76 Tígull S42 Hryggja 55 4891 4.09 20.004 Steinar Pálsson, Hlíð, Gnúpverjahr.
172. Kolla 7 Skjöldur Tinna 1 5142 3.89 20.002 Kjartan Sigtryggss., Hrauni, Aðaldælahr.