Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1962, Síða 28

Freyr - 01.02.1962, Síða 28
72 FRE YR Sláttutætarinn er gott dæmi um hvernig sameina má hagnýtingu einnar og sömu vélar til margra starfa. Þessi vél er gerð til að uppskera gras, en menn hafa komizt að raun um að hún getur fleira, með ágætum árangri. Með sláttutætara má hreinsa beitilandið (sléttlendi), fjarlægja kartöflugrösin á akrinum áður en upptöku- vélarnar gegna sínu hlutverki og með honum er sjálf- sagt að taka káiið af rófunum úti á akri. Auk þess að nota hann til þess að slá og saxa gras í vothey, er engin aðferð betri en notkun hans við núllbeit. Hér er um að ræða alhliða vél, sem líklegt er að verði notuð mikið og lengi. (Bondevennen) Jarðtætari í fjárhúskró. Haukur Claessen, flugvallarstjóri, átti tal við FREY nýlega í tilefni af, að bóndi hafði í hans áheyrn kvartað 3'fir því, að seinlegt og erfitt væri að fjarlægja taðið úr fjárhúsum, það væri t. d. of þétt til þess að moksturstæki á draga ynni á því. „En er ekki rétt að nota jarðtætarann til þess að tæta upp taðið í krónni og fara svo með moksturs- tækið inn, þá hlýtur að vera auðvelt að fyila moksturs- skófluna og aka út?“, spurði Haukur. Freyr beinir spurningu Hauks hér með til lesenda. Vitanlega þurfa dyr á hverri kró að vera svo víðar, að þessi tæki komist inn, og ekki mega vera grindur undir né steingólf. Séu grindur þá er kjallari, en í kjallara þyrfti raunar að vera hægt að sækja sauðamykju með moksturstæki, þá þarf einnig víðar fjárhúsdyr. Er ann- ars ekki sjálfsagt, að allar fjárhúsadyr séu þá svo víðar, að um þær verði ekið með draga og viðtengd tæki? Þessum spurningum sé hérmeð beint til lesenda. Sauðfé á Grænlandi. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarstofnuninni í Julianeháb á Grænlandi var þar slátrað 15.300 fjár á síðasta hausti. Þar eru um 25.000 fjár í vetur. Oflun vetrarfóðurs á Grænlandi hefur alltaf verið og er enn mikið vandamál og þessvegna er hættan á fóðurskorti stöðugt yfirvofandi. Notað er til fóðurs sitthvað að- gengilegt svo sem sýrður fiskúrgangur og þurrkaður. I vetur, svo sem stundum fyrr, er allmargt fé haft í eyjum þar sem ætla má að það geti bjargað sér sjálft að mestu og helzt að öllu Ieyti. En í harðindum getur illa farið. I vetur hefur veðrátta verið umhleypingasöm, til skiptis framan af vetri voru hlákur og hríðarveður. Nýja Sjáland hefur í framsýn mikla markaðsmöguleika fyrir mjólk urvörur í Japan, segja nýjustu tíðindi frá austurheimi. Um síðastliðin tvö ár hefur útflutningurinn ti' Ja'pans aukizt um 200% og auðsætt er að framhald verour á þeirri aukningu, því að iðnvæðing Japana er ört vax- andi, kaupgeta þeirra að sama skapi og matarvenjur breytast ört í það horf að nota mjólkurvörur, en í Jap- an er svo þröngbýlt, að búfjárrækt og mjólkurfram- leiðsla verður þar naumast eða ekki ráðandi fram yfir það sem nú er, svo að vörur frá Nýja Sjálandi eiga greiða leið til neyzlu í Japan. Japanir kaupa nú kasein í miklum mæii frá ýmsum löndum, m. a. til framleiðslu vissra iðnaðarvara. Misskilningur fyrirbyggður. Frelsisbaráttusamtök í NorðurAfríku skammstafa heiti sitt með bókstöfunum FLN. í Frakklandi er auðvitað allt gcrt til að bæla samtök þessi. I Sviss er dalur einn sem heitir Neuchatel og þar starfar mjólkursamsala, sem táknar félagsskap sinn með bókstöfunum FLN (Fédération Latiére Neuchateloise). Vagnar mjólkursamsölu þessarar hafa verið merktir með greindum bókstöfum, en til þess að valda ekki gremju og misskilningi hjá grönnunum (Frökkum) hefur mjólk- ursamsalan látið mála yfir bókstafina á vögnum sínum. Prentvilla er á bls. 27, 11. línu að neðan í dálki t. h. í Frey nr. 2—3. Þar stendur að blásari flutti 55,1 tonn, á auð- vitað að vera 5,1 tonn. Freyr- BÚNAÐARBLAÐ Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. - Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.