Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 4

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 4
Mökkur frá Meklu Sigurður Líndal, bóndi á Lækjarmóti, hefur ritað grein í Einherja um mökkinn frá Heklu á síðasta vori. Frásögn hans er svo glögg, að rétt er og sjálfsagt að hún geymist framtíð- inni í FREY, nokkuð stytt, en úr eru felldar nokkrar hugleiðingar um atburði frá öðrum eldgosum. Ritstj. ^'*v^#v#>#N#\#v#'*^r'#v#s#\#v#v*s#s#'4rs# f Ég sat við skrifborð mitt kvöldið þegar Heklugosið hófst. Gosið mun hafa hafizt kl. rúmlega 21, og með seinni fréttum fengust fyrstu fréttir um það, sem var að gerast. Kl. rúmlega 23 fór ég að taka eftir því, að mér fannst kvöldið óeðlilega dimmt. Um kl. 23,30 gekk ég til svefnherbergis. Var þá sem næst aldimmt. Um leið og ég gekk, leit ég út um glugga til vesturs, og sýndist mér þá sem dagrönd væri í vestur- átt, að öðru leyti var himininn aldökkur. Skömmu síðar sást ekki fyrir glugga og almyrkt var úti sem inni. Öskuhríðin buldi á húsinu. Um kl. 1 var að birta í lofti og sást þá vel til fjalla, svo sem venja er til. Eitthvert öskufall varð þó síðar um nóttina, en ekki svo að miklu næmi. Morguninn 6. maí var mála með hroka og yfirlæti gefa til kynna, að þetta mal komi honum ekki við. Hættur af ýmsu tagi híða við dyrnar hér eins og annarstaðar ef ekki er full gát höfð á hlutunum. í venjulegu dagfari híða þœr við dyrnar, á verkstæðum þar sem út- blástur bifvéla safnazt saman, sem ósýnileg lofttegund, í djúpum votheyshlöðum þar sem öndun jurtanna hefur eytt öllu súr- efni og sent frá sér kœfandi lofttegund, í vötnum þar sem þvottaefnum er beint í á eða læk þar sem rennsli lífrœnna efna gleypir súrefni vatnsins svo að ekkert verður handa fiskinum, sem þar lifir og hrærist. Allt þetta og margt annað býður hœttunum heim, eins hjá okkur og öðrum. Á vettvangi bænda, sem fóðra búfé sitt til viðhalds og afurða, eru umræddar hætt- ur einnig til. Það er víst á vitorði allra, sem skepnur eiga og veita þeim fóður og aðra aðhlynningu, að spendýrin þurfa að fá milli 10—20 tegundir frumefna í ýmsum samböndum, en af sumum svo örlítið, að ekki verður mælt nema með sérstökum búnaði. Þótt þau séu nauðsynleg getur magn þeirra orðið of mikið svo að um ræðir heilsuveilur eða jafnvel sjúkdóma, er draga til dauða. Þetta gildir sérstaklega þau frumefni, sem safnazt fyrir í likama lífverunnar svo sem er um vissa málma og jafnvel halogena i málmsamböndum. Hœtturnar bíða við dyrnar. Mengun getur orðið á ýmsa vegu og færzt úr einu efni í annað. Við Heklugosið 1969 barst mikið af efninu fluor út í andrúmsloftið. Þannig mengaðist það af eiturtegund, sem annars er talið nauðsynlegt efni í vissum mæli í eðlilegri næringu t. d. spendýra, en verður eitur ef of mikið berst af því í líkami þeirra. Úr loftinu barst það á og i gróður jarðar og þannig í meltingarfæri skepnanna, hefur þar valdið nokkru tjóni, en minna en efni stóðu til af því að allri viðleitni var beitt til þess að forða búfénu frá nýt- ingu beitar á meðan grös voru menguð af fluorsamböndum. Þannig ber að standa á verði ef hættu ber að höndum, og þannig ber að standa á verði svo að mengunar- hættu sé bægt frá, þar sem starfsemi manna og tæknibúnaður framleiðir hœttu- leg efni. G. 30 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.