Freyr - 15.01.1971, Síða 19
jSEÐ oq HEyRT f NOREC3FOR
2. I sveífum austan fjalla og vestan
Frh. aj síðasta blaði.
Júnísólin hellti brennandi geislaflóði yfir
akra og engi, fjöll og firnindi. Það er há-
sumar og allt í gróanda en vöxtur víða að
staðna vegna ofþurrka, einkum á harðvelli.
En yfir sveitir er víð sýn og fögur um
Heiðmörk og Guðbrandsdal, til heiða og
fjalla.
Við upphaf farar út í sveitina höfum við
haft nokkur kynni af félagssamtökum
bændanna. Kare Holmgren, framkvæmda-
stjóri við Norges Kjött- og Fleskesentral,
hefur gert grein fyrir starfsemi þess fél-
agsskapar og m. a. því, að þessi stofnun
hefur umboð frá Sambandi íslenzkra sam-
vinnufélaga til sölu á íslenzkum hrossum
í Noregi og eru þau viðskipti á byrjunar-
stigi.
Knut Helland forstjóri Felleskjöpet
(kaupfélagsins) í Oslo og austan fjalls,
gerði grein fyrir starfsemi þeirrar stofn-
unar, sem starfar einvörðungu á vegum
bænda, með rekstrarvörur svo sem korn
og fóður, áburð og jurtalyf, vélar og verk-
færi og álíka vöruflokka í þágu búreksturs.
Ennfremur rekur stofnunin atvinnustöðvar
svo sem fóðurblöndunarstöðvar svo og til-
raunastöðvar, bæði á sviði jarðræktar og
búfjárræktar.
Miðstöð 1 sveitunum austanfjalls á ferð-
um gestanna var á tilraunastöð Kornverzl-
unarinnar að
STAUR á Heiðmörk
Staur er stór bújörð og þar er löng saga
búskapar að baki. Ræktunarskilyrði eru í
bezta lagi eins og víðar á Heiðmörk. Saga
staðarins og búskaparins er kunn um
nokkrar aldir og elztu heimildir þar eru
frá árinu 1400 þegar Guðrún á Stauri gaf
biskupsstólnum hluta af jörðinni.
Kornveizlunin keypti jörðina fyrir
nokkium áium með ailri áhöfn, gögnum
hennar og gæðum. Þar eru akrar 70 ha,
beitilönd 20 ha, skógur 10 ha og svo vegir,
byggingalóðir o. þ. h. að auki, eða um 100
ha samtals.
Ilér er gott til ræktunar. Meðalhiti mán-
aðanna maí—sept. er 13 stig og meðal úr-
felli á sama tíma 360 mm. Akurlendið er
notað til sáðskipta. Ræktað er: hveiti, hafr-
ar og bygg, rybs, kartöflur og gras.
í fjósinu eru 40 básar og uxar á þeim
öllum en í svínahúsi um 150 svín. Allar
eru skepnur þessar í tilraunum, en þær eru
liður í tilraunastarfsemi ríkisins, í nánum
tengslum við Landbúnaðarháskólann á Ási
síðan 1952. Fjölþættar ræktunartilraunir
eru einnig framkvæmdar á ökrum. Þar eru
gerðar áburðartilraunir, afbrigðatilraunir
með korn, uppskerutilraunir, sáðskiptatil-
raunir og sitthvað fleira.
í fjósinu eru framkvæmdar fóðrunartil-
raunir og vaxtarathuganir á uxunum, bæði
með heimaræktað og aðkeypt fóður.
Byggingar eru miklar og veglegar enda
hefur Kornverzlunin móttöku gesta á þess-
um stað og þangað koma þeir fjölmargir,
bæði erlendir og innlendir og hér hefur
aðalstjórn og framkvæmdastjórn fundi og
ráðstefnur.
Bújörðin er mjög vel í sveit sett, með
strandlengju að Mjösa og útsýn yfir á
Helgaey og til byggða sunnan fljótsins. í
F R E Y R
45