Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 21

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 21
Stóra byggingin er fjós og svínahús á Staur, fóður- og vélageymsla er á lofti. Útsýn er yfir akra, vatnið er Mjösa, en Helgaey hinumegin. vatn sé leitt um þessar nýju byggðir og skólpveitur frá þeim lagðar og aðrar þrifn- aðarráðstafanir gerðar. Við lítum yfir landið í dagsferð um forn- ar Birkibeinaleiðir. Vegur frá Litla-Hamri norður heiðarnar og yfir í Austurdal, þar sem áður voru troðningar og reiðgötur, hefur nú verið lagður svo, að samgöngu- tæki nútímans verði notuð á þessum leið- um og á auðveldan hátt komist til sumar- byggða bæjafólksins. Um 40 km leið norður, á þessari slóð, var fullgerð sem akvegur árið 1968 og var reistur steinn á hæsta stað og á hann höggvið vottorð um, að þessi nýi BIRKIBEINAVEGUR hafi verið opnaður til umferðar nefnt ár. Heil landsvæði heiðanna eru þakin byggðum með bæjasniði. Stöku sel standa þó enn og eru byggingar sumra notaðar, en þröngt finnst nútíma fólki þar innan veggja og dyrnar lágar. Utlendingar sækj- ast þó mjög eftir að leigja þar sumarbúðir og þykir ævintýri. Eftir að hafa skoðað minjar fornrar menningar á byggðasafninu á Maihaugen á Lillehammer og snætt bjarnarsteik, lá leiðin um þessi heiðalönd og hugurinn reikaði nokkrar aldir aftur í tímann. — Þá vegu var nú ótt skeiðað, sem birki- beinar höfðu forðum farið albrynjaðir, við- búnir að buga hvern óvin en krefjast hvers er vera skyldi er til byggða var komið og fara þar með ofbeldi eða sem verndarar, eftir því hvernig þeim var tekið. Heiða- löndin eru gróin þó að komið sé upp fyrir skógarmörk, en auðvitað er þar heiða- og háfjallagróður því að hér komumst við í meira en 1000 metra hæð. En ekki vantar F R E Y R 47

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.