Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 23

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 23
Við háaltarið í hinum fornu rústum dómkirkjunnar á Hamri. Lektor TVEIT (í miðju), gerir grein fyrir sögu hennar og tiiveru á menningarskeiði fyrri alda. kom til íslands hérna um árið og lagði á öll ráð um athafnir og skipulagningu þegar Búnaðarfélag íslands var að undirbúa stofnun djúpfrystistöðvar og notkun djúp- frysts sæðis í íslenzkri búfjárrækt. Hér á Stensby hefur Filseth yfirstjórn og sýnir farandkörlum allan búnað og gerir grein fyrir athöfnum, en þessi starfsemi hefur valdið byltingu til framfara í norskri bú- fjárrækt. Nautastöðvar með djúpfrystingu sæðis eru aðeins tvær, er þjóna öllu kynbóta- hlutverki um gjörvallan Noreg. * * * Með mikilli gestrisni og höfðingsskap tekur formaður samvinnufélagsins og til- raunastjórinn á Bjarkabæ á móti gestun- um, en þessi jörð er notuð sem tilrauna- stöð í jarðrækt og rekin á vegum sam- vinnufélaganna (Fælleskjöpet). Að því leyti eru tengzl okkar við stöð þessa nokk- ur, að dr. Sturla Friðriksson hefur þarna einskonar útibú. Þar sáum við ávöxt iðju hans um íslenzk öræfi, þar sem hann safn- ar fræi af ýmsum grösum — vingli — ræktar þá fyrst í tilraunastöðinni á Korpu í Mosfellssveit og sendir síðan til saman- burðar og framræktar á Björke. Þarna hafði vingullinn ekki blómstrað eða borið fræ árið áður, en við heimsókn íslenzkra fjórmenninga sýndi hann talsvert ax og líklega fræþroskun þótt skriðull væri svo, að tilraunastjórinn kvaðst ekki vita hvern- ig hann yrði uppskorinn til fræsöfnunar. Sjálfsagt hefur hann fundið úrræði er við F R E Y R 49

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.